Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2008 33
UMRÆÐAN
Stúdentapólitík
Stúdentapólitík í Háskóla Íslands
hefur lengi legið undir ámæli fyrir
að vera sandkassaleikur fyrir upp-
rennandi landspólitíkusa og frama-
potara. Röskva
hefur forðast að
dragast í þann
leik af þeirri
einföldu ástæðu
að hagsmuna-
mál stúdenta
eru yfir slíkt
hafin. Á vegum
Stúdentaráðs
fer fram mikil-
væg vinna, yfir-
leitt í sjálfboða-
starfi, sem
snertir daglegt
líf allra nem-
enda við Háskóla
Íslands – og
fleiri. Í skiptum
fyrir vinnu sína
fer Röskvufólk
ekki fram á
annað en að ná
árangri í mál-
efnum sínum.
Hagsmuna-
barátta stúdenta við HÍ er áber-
andi í byggingum skólans þessa
dagana. Ástæðan er árlegar kosn-
ingar til Stúdentaráðs sem fara
fram í dag og á morgun (6. og 7.
febrúar). Röskva hefur farið með
stjórn Stúdentaráðs undanfarið ár
og er stolt af því sem áorkað hefur
verið á þeim tíma. Í kosningabar-
áttu okkar hefur áhersla verið lögð
á að stúdentar nýti kosningaréttinn
til að veita okkur umboð til áfram-
haldandi góðra verka. Þar að auki
höfum við lagt fram málefnaskrá
með áherslum Röskvu á komandi
kjörtímabili.
Í aðdraganda kosninganna hefur
borið á því að aðrar stúdentafylk-
ingar við HÍ hafi gert lítið úr vinnu
Stúdentaráðs. Best væri ef slíkt
væri eingöngu yfirsjón viðkom-
andi en þegar rangfærslum er
ítrekað haldið fram, þrátt fyrir
leiðréttingar, verður greinilegt að
verið er að draga hagsmunabar-
áttu stúdenta í sandkassann. Þegar
andstæðingar Röskvu ljúga þar að
auki vísvitandi um málefni Röskvu
er auðvelt að sjá hvernig nemend-
ur missa trú á starfi Stúdentaráðs.
Árangur Stúdentaráðs undir
stjórn Röskvu er greinilegur á
kjörtímabilinu sem er að líða. Frítt
í strætó, hærri og betri námslán,
mun betri einkunnaskil og næstum
tvöföldun á fjölda stúdentaíbúða er
meðal þess sem Stúdentaráð undir
stjórn Röskvu hefur komið í gegn
með baráttu sinni fyrir hönd stúd-
enta. Við vonum að stúdentar átti
sig á að hagur þeirra hafi vænkast
á undanförnu ári fyrir tilstuðlan
vinnu Röskvu, þeir sjái í gegnum
rangfærslur annarra fylkinga og
kjósi á grundvelli staðreynda, ekki
staðhæfinga.
Höfundar eru frambjóðendur
Röskvu til Stúdentaráðs.
Sandkass-
inn við Sæ-
mundargötu
AGNAR BURGESS
BERGÞÓRA SNÆ-
BJÖRNSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Atvinnumál
Tryggt verði að útlend-ingar á vinnumarkaði
njóti sambærilegra rétt-
inda og íslenskt launafólk
og að allar ráðningar
erlends verkafólks séu í
samræmi við gildandi
kjarasamninga.“ Þetta er
meðal þess sem stendur í stefnu
ríkisstjórnarinnar um aðlögun inn-
flytjenda. Út af þessu hef ég, ásamt
fleiri þingmönnum, flutt frumvarp
um breytingu á lögum sem varða
útlendinga og réttarstöðu þeirra um
að atvinnuleyfi sé afhent einstakl-
ingum en ekki fyrirtækjum.
Nýlega kom fram í fjöl-
miðlum að ríkisstjórnin
hefur verið gagnrýnd fyrir
að taka ekki nóg tillit til
erlends fiskverkafólks í
mótvægisaðgerðum sínum.
Það er nógu erfitt þegar
manni er sagt upp vegna
samdráttar. Vandamálið
með það að vera með tíma-
bundið atvinnuleyfi er að
sem stendur er útlending-
ur með atvinnuleyfi bundinn af því
að vinna aðeins á einum stað eða
sækja aftur um atvinnuleyfi ef hann
vill vinna annars staðar. Svona
umsóknarferli er ósveigjanlegt og
erfitt fyrir bæði umsækjendur og
atvinnurekendur. En það þýðir líka
að ef manni er sagt upp vegna sam-
dráttar skiptir það engu máli ef
hann ætlaði sér að vera áfram á
Íslandi, ár eftir ár, þangað til hann
mætti sækja um íslenskan ríkis-
borgararétt (eins og marktækt hlut-
fall ætlar að gera) eða ef hann ætl-
aði að vera hér aðeins um skeið – ef
maður hefur tímabundið atvinnu-
leyfi er maður bundinn af því að
vinna aðeins á einum stað. Án starfs
þarf maður að fara á brott. Ég vil
líka benda á að flestir landsmenn
eiga ekki erfitt með að fá atvinnu-
leysisbætur ef maður missir vinn-
una. Maður sem er hér með tíma-
bundið atvinnuleyfi á hins vegar
ekki rétt á atvinnuleysisbótum. En
jafnvel þótt svo væri þá getur það
verið hindrun fyrir þann sem ætlar
að sækja um ríkisborgararétt að
hafa sótt um atvinnuleysisbætur –
samkvæmt lögum um íslenskan rík-
isborgararétt getur útlendingi verið
hafnað ef hann hafði þegið fram-
færslustyrk frá sveitarfélagi síð-
astliðin þrjú ár fyrir umsókn.
Ég tel ósanngjarnt að fara svona
illa með fólk, og það er líka ekki
gott fyrir Ísland að tapa duglegu
fólki þegar hér sárvantar vinnufólk.
Tímabundið atvinnuleyfi afhent
einstaklingum myndi leysa þennan
vanda. Það myndi líka hjálpa til við
að veita atvinnurekendum nauðsyn-
legt aðhald. Þeir sem fara illa með
starfsfólk sitt eiga þá á hættu að
missa það en hinir sem virða rétt-
indi þess eiga auðveldara með að fá
til sín gott starfsfólk. Þar fyrir utan
mundi þetta fyrirkomulag gera
atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og
þannig bæta efnahag þjóðarinnar.
Því miður er ríkistjórnin ekki sam-
mála sem stendur.
Í frumvarpinu sem ríkisstjórnin
hefur lagt fram er tímabundið
atvinnuleyfi enn þá skilgreint sem
leyfi veitt útlendingi til að starfa
tímabundið á innlendum vinnu-
markaði hjá tilteknum atvinnurek-
anda. Mér finnst það löngu tíma-
bært og þverpólitískt mál að
atvinnuleyfi sé afhent einstakling-
um, og er í samræmi við bæði stefnu
ríkisstjórnarinnar um aðlögun inn-
flytjenda og grunnréttindi íslensks
verkafólks.
Höfundur er varaþingmaður
Vinstri grænna.
Atvinnuréttindi fyrir alla eða suma
PAUL NIKOLOV
Besti afþreyingarvefurinn 2007
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn sem hlýtur verðlaunin Afþreyingarvefur ársins 2007 er í senn fræðandi, áhugaverður,
yfirgripsmikill og vinsæll en hefur um leið mikið afþreyingargildi. Vefurinn inniheldur allt sem góður afþreyingarvefur þarf
að hafa, vel unninn texta, gott myndmál, útvarpsefni, sjónvarpsefni, sem og síaukna aðkomu notenda, sem er eitt af því
sem skiptir sífellt meira máli hjá framsæknum vefjum í dag. Vefurinn verður að teljast inni í daglegum rúnti íslenskra
netverja enda einn af fjölsóttustu vefjum landsins.“
Sjá vef Samtaka vefiðnaðarins – svef.is
...ég sá það á visir.is
Samtök vefiðnaðarins völdu visir.is besta afþreyingarvefinn fyrir árið 2007.