Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 64
52 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
U-21 árs karlalandslið Íslands í fótbolta beið lægri hlut gegn
Kýpur, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins 2009 á Pafiako-
leikvanginum í Paphos á Kýpur. Ísland er sem stendur í þriðja
sæti riðilsins með sex stig eftir sex leiki og hefði komist upp í
annað sæti riðilsins með sigri gegn Kýpur. Þess í stað komust
Kýpverjar upp að hlið Íslands með sex stig eftir sex leiki og
hafa þeir tekið öll sín stig gegn Íslendingum.
„Við töpuðum gegn Kýpur heima á Íslandi í fyrsta
leik undankeppninnar í ágúst á síðasta ári og mér
fannst við hafa vaxið með hverjum leik síðan þá og
ég er því mjög vonsvikinn með að tapa aftur gegn
Kýpur,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari U-21 liðsins og
bætti við:
„Við spiluðum 4-3-3 leikkerfið og sóttum stíft
í fyrri hálfleik og sköpuðum okkur nóg af
færum. Arnór Smárason átti gott skot sem
fór í stöngina snemma leiks og eftir það
komust bæði Arnór og Birkir Bjarnason, sem
spilaði einn í framlínunni framan af, inn fyrir
vörnina og einir á móti markverði Kýpur en náðu ekki að skora.
Við vorum því töluvert betri í fyrri hálfleik en síðan í seinni hálf-
leik fengum við á okkur réttmæta vítaspyrnu á 56. mínútu sem
Kýpur skoraði úr. Strákarnir sofnuðu svo á verðinum eftir það og
tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Kýpur skoraði
eftir hornspyrnu,“ sagði Lúkas sem var ekki nógu ánægður með
hugarfar sinna manna við mótlætið.
„Við breyttum yfir í 4-4-2 leikkerfið og Hjálmar Þórar-
insson kom þá í sóknina eftir að Kýpur skoraði seinna
markið og við reyndum að sækja en náðum sem fyrr
ekki að nýta færin. Þetta er sennilega í fyrsta skiptið
sem ég er ekki ánægður með hugafarið hjá strákun-
um og þeir voru að klikka á einföldum hlutum eins
og stuttum sendingum. Mér fannst ákveðnir menn
heldur ekki bregðast nógu vel við mótlætinu þegar
við fáum þessi mörk á okkur og ég fór yfir þessi atriði
í búningsklefanum strax eftir leik með strákunum. Það
vantaði dugnaðinn, hlaupin og baráttuna sem höfðu
verið aðalsmerki okkar fram að þessum leik.“
LÚKAS KOSTIC, LANDSLIÐSÞJÁLFARI U-21 LIÐS KARLA: ER AFAR ÓSÁTTUR MEÐ TAPIÐ GEGN KÝPUR Í GÆRDAG
Það vantaði dugnaðinn, hlaupin og baráttuna
"heilsteypt flott listarverk
þar sem lögn leikstjórans
er svo skýr að ekkert
verður að vafamáli."
"stúlkuna túlkar Þóra Karítas
með mikilli nánd og styrk."
"samspil leikaranna
er frábært."
"KK rammaði sýninguna
inn, var límið, var ryþminn,
var lagið sem menn
dilluðu sér við."
"vonandi að unnendur
góðrar leiklistar láti
ekki þessa sýningu
framhjá sér fara"
E.B. Fréttablaðið
"fátt sem geislar jafnmikilli
ástríðu á sviði núna"
"Magnús Guðmundsson sýnir
frábæran leik sem Martin."
M.E. Morgunblaðið
"Sveinn Ólafur Gunnarsson
fer vel með hlutverk Eddies,
hann er yfirmátar svalur
og jafnframt ástríðufullur".
"til hamingju!"
Víðsjá. RÚV
Tryggðu þér miða
núna í síma 551 4700
eða á midi.is
Silfurtunglið, Austurbæ.
Síðustu sýningar:
fim 7/2 kl 20
lau 9/2 kl 20
fös 15/2 kl 20
lau 16/2 kl 20
Ekki missa af Fool for Love!
Gagnrýnendur eru á einu máli
FÓTBOLTI Markamaskínan Olga
Færseth hjá KR er enn óákveðin
hvort hún ætli sér að halda áfram
að spila í Landsbankadeildinni
eða leggja skóna á hilluna frægu,
en hún hefur ekki verið í leik-
mannahópi í tveimur fyrstu
leikjum Vesturbæjarliðsins í
Reykjavíkurmótinu.
„Það er í raun ekkert komið á
hreint í þessum málum og ég er
enn að velta þessu fyrir mér en
mun taka ákvörðun á allra næstu
dögum. Það er hins vegar alveg
klárt að ég mun ekki leika fyrir
annað lið en KR ef ég ætla að
halda áfram,“ sagði Olga sem er
langmarkahæsti leikmaður efstu
deildar kvenna með 265 mörk og
hefur 111 mörk í forskot á Ástu
B. Gunnlaugsdóttur, fyrrum leik-
mann Breiðabliks, og Helenu
Ólafsdóttur, þjálfara sinn hjá KR
og fyrrum leikmann KR, en Ásta
og Helena skoruðu 154 mörk á
sínum tíma.
Olga, sem verður 33 ára á
þessu ári, hóf að leika í efstu
deild árið 1992 og hefur síðan þá
leikið 202 leiki. Hún lék sextán
leiki í Landsbankadeildinni síð-
asta sumar og skoraði í þeim sex-
tán mörk og hlaut bronsskóinn
fyrir vikið. - óþ
Olga Færseth íhugar framtíðina þessa dagana::
Áfram í KR eða hættir
> Tækifæri til bikarhefnda
Fimm leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld.
Stórleikur kvöldsins er þegar Íslandsmeistarar síðustu
tveggja ára mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík
sló KR á dögunum út í bikarnum og leita Vesturbæingar
örugglega hefnda í kvöld alveg eins og Borgnesingar sem
sækja Fjölnismenn heim í Grafarvoginn
aðeins fjórum dögum eftir að Fjölnir
sló Skallagrím út úr undanúrslitum
Lýsingarbikarsins á þeirra eigin
heimavelli. Aðrir leikir kvöldsins
eru ÍR-Keflavík í Seljaskóla,
Grindavík-Tindastóll í Röstinni
í Grindavík og Snæfell-Hamar í
Hólminum.
FÓTBOLTI Ísland lauk þátttöku sinni
á fjögurra þjóða æfingamóti á
Möltu í gær með því að leggja
Armeníu, 2-0, með mörkum frá
Eyjapeyjunum Tryggva Guð-
mundssyni og Gunnari Heiðari
Þorvaldssyni. Liðið vann þar með
einn leik á mótinu en tapaði tveim-
ur – gegn Hvít-Rússum og Möltu.
Þetta var fyrsti sigur landsliðs-
ins undir stjórn Ólafs Jóhannes-
sonar og einnig í fyrsta skipti sem
liðið skorar mark undir hans
stjórn. Ólafur hafði beðið í 315
mínútur eftir marki þegar Tryggvi
skoraði og er þetta næstlengsta
bið þjálfara frá upphafi eftir
fyrsta markinu eins og sjá má á
töflunni hér að neðan.
„Þetta var frekar öruggur sigur
hjá okkur. Armenarnir fengu
eiginlega engin færi og við vorum
talsvert betri aðilinn. Ég átti ekki
von á Armenunum sterkari enda
eru þeir ekkert betri en við. Þessi
leikur var svipaður og leikurinn
gegn Rússunum fyrir utan að við
nýttum færin okkar núna sem er
mjög jákvætt,“ sagði Ólafur
kampakátur og augljóst að þungu
fargi var af honum létt eftir frek-
ar dræma byrjun í starfi.
„Auðvitað er þetta mikill léttir
og talsvert skemmtilegra að vinna
leiki en tapa þeim. Strákarnir
sýndu líka frábæran karakter
eftir mjög lélegan leik gegn Möltu.
Við vildum ekki tapa öllum leikj-
unum hérna. Þetta mót er annars
að skila því sem ég vildi og er
mjög sáttur við að við höfum farið
á þetta mót. Ég er búinn að kynn-
ast mörgum mönnum, sjá hvernig
þeir eru í hóp og nú verð ég að
vinna úr þessu öllu í framhald-
inu,“ sagði Ólafur en hann sagði
innkomu ungu leikmannanna hafa
verið sérstaklega ánægjulega.
„Ég veit hvað flestir hinir geta
en vildi kynnast þeim betur, sjá
hvernig þeir virkuðu í hópnum og
annað. Það er búinn að vera frá-
bær andi í hópnum allan tímann
og menn stóðu í lappirnar þrátt
fyrir tap í fyrstu tveim leikjunum
og komu grimmir í lokaleikinn.
Við vissum að við gætum lagt öll
þessi lið og ánægjulegt að enda
mótið á sigri eftir allt saman,“
sagði Ólafur en landsliðið mætir
næst Færeyingum í Kórnum í
mars. henry@frettabladid.is
Mikill léttir að
ná loksins sigri
Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann sinn fyrsta
sigur og skoraði í fyrsta sinn undir stjórn Ólafs Jó-
hannessonar er liðið lagði Armena á Möltu, 2-0.
Á SKOTSKÓNUM Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta markið á landsliðsþjálfaraferli
Ólafs Jóhannessonar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS
Svona stillti Ólafur Jóhannesson lið-
inu upp gegn Armeníu í gær:
Markvörður: Kjartan Sturluson
H. bakvörður: Birkir Már Sævarsson
V. bakvörður: Hermann Hreiðarsson
Miðvörður: Atli Sveinn Þórarinsson
Miðvörður: Ragnar Sigurðsson
Tengiliður: Bjarni Guðjónsson
Tengiliður: Stefán Gíslason
Tengiliður: Jónas Guðni Sævarsson
H. kantur: Eyjólfur Héðinsson
V. kantur: Tryggvi Guðmundsson
Framherji: Gunnar H. Þorvaldsson
LENGSTA BIÐ ÞJÁLFARA
EFTIR FYRSTA MARKINU:
Þessir landsliðsþjálfarar hafa þurft
að bíða lengst eftir fyrsta markinu
sem landsliðsþjálfarar:
Júrí Ilitchev, 1978 375 mínútur
Ólafur Jóhannesson, 2007-08 315
Tony Knapp, 1984 210
Duncan McDowell, 1972 205
Eyjólfur Gjafar Sverrisson, 2006 193