Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Dr. Gunna
Sá sem fann upp á spekinni um að ekki skuli dæma bókina eftir
kápunni var augljóslega að þvaðra
út um vitlausan enda. Eins og kápur
segja til um innihald bóka kemur
fólk upp um skoðanir sínar með
útlitinu. Kápur og fólk leyna stund-
um á sér en það er sjaldgæft.
AUGLJÓSAST var þetta á upp-
vaxtarárum mínum. Þá skiptist fólk
í tvo mjög afgerandi flokka, komma
og sjalla. Kommar og sjallar litu
mjög ólíkt út. Kommarnir síð-
skeggjaðir og síðhærðir í gæruúlp-
um en sjallarnir vatnsgreiddir í
svörtum jakkafötum, með lakkrís-
bindi og oftar en ekki með horn-
spangargleraugu í svartri umgjörð
á nefinu. Heima hjá mér var þetta
fólk kallað „smjörkúkar“ og enn
þann dag er það fyrsta orðið sem
mér dettur í hug þegar ég sé full-
trúa þessa hóps.
NÚ eru gamlir kommar og smjör-
kúkar að reyna að semja um það
hvort láglaunafólk eigi að fá
142.000, 145.000 eða 150.000 á mán-
uði í staðinn fyrir þessar 125.000
sem það fær í dag. Þótt menn hafi
lítillega breyst sér maður strax
hver tilheyrir hvaða hópi. Það er
annars merkilegt að fyrir fjórum
mánuðum var allt hér í geðveikri
uppsveiflu og útrásin í fullum
blóma, en nú, þegar láglaunafólk
vill fá örlítið stærri mylsnu af góð-
æristertunni, er allt að fara til
fjandans. Heppileg tilviljun.
STJÓRNMÁLAÚTLITIÐ sést
einnig á unga fólkinu í Háskólan-
um. Maður þarf ekki að líta nema
einu sinni yfir framboðslistana til
að sjá hver tilheyrir Röskvu og
hver tilheyrir Vöku. Reyndar er
skemmtilegt að sjá að horn-
spangargleraugun sem enginn
sannur smjörkúkur gat verið án
sjást nú líka stundum á vinstrafólki
og heita þá nördagleraugu.
UNDRUNIN og reiðin vegna
valdaskiptanna í borginni um dag-
inn voru ekki síst tengd útliti aðal-
leikaranna. Við höfðum Dag, glæsi-
legan ungan mann með vandað hár,
sem slútti tignarlega fram á ennið,
löðrandi í ilmandi hárvörum. Hann
gæti leikið James Bond hvenær
sem er. Í staðinn höfðu tveir glærir
karlar, sem báðir gætu leikið vonda
karlinn í Bond-mynd, ruðst fram á
sviðið með frekju. Hollywood-
mötuð undirmeðvitundin hvíslaði
að borgarbúum: Vondu karlarnir
unnu og James Bond var gerður
útlægur. Eðlilega varð allt vitlaust.
Nú er bara að sjá hvort höll vondu
karlanna springi ekki í loft upp eins
og í öllum alvöru Bond-myndum.
Stjórnmálaútlitið
Sorrí Páll
Í Bakþönkum á þriðjudag varð mér á
að eigna Páli Magnússyni útvarpsstjóra
ummæli sem Ágúst Ólafur Ágústsson
þingmaður lét falla í frétt um RÚV.
Ummælin voru þessi: „Ég er þeirrar
skoðunar að RÚV eigi ekki að vera á
auglýsingamarkaði. Það eru til margar
röksemdir fyrir tilvist ríkis fjölmiðils en
þær eiga ekki við um tilvist hans á
auglýsingamarkaði. Við megum ekki
láta ríkisvaldið þrengja á einkaaðilum á
þessum markaði frekar en öðrum.“
Ummæli Páls, sem átti að vísa til, eru
að það væri „betra fyrir stofnunina sjálfa
og hún væri betur í stakk búin til að
uppfylla skyldur sínar ef hún væri ekki á
auglýsingamarkaði“. Beðist er velvirðing-
ar á þessu. - Karen D. Kjartansdóttir
LEIÐRÉTTING
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Nú hefur Vodafone stórlækkað verð á símtölum til og frá Evrópu. Öll
lönd Evrópusambandsins og EES, auk Færeyja og Sviss, eru orðin eitt
gjaldsvæði og nemur lækkunin um og yfir 50%!
Fyrir þá sem eru mikið á ferð og flugi hentar vel að skrá sig í Vodafone
Passport, en þá talar þú á sama mínútuverði og á Íslandi gegn vægu
upphafsgjaldi.
Kynntu þér málin á www.vodafone.is áður en þú skellir þér til Evrópu.
Vodafone er einfaldlega rétti ferðafélaginn fyrir þig.
Frábær
ferðafélagi
F
í
t
o
n
/
S
Í
A