Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 2
2 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Kjúklingur í Teryaki Réttur dagsins 0,5 ltr. Egils gos fylgir með 749 kr. SNJÓFLÓÐ Snjóflóð féllu á veginn í Súðavíkurhlíð í gærmorgun og lokuðu leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Snjóflóðin voru lítil og féllu úr giljum ofan vegarins. Kona keyrði á bíl sínum inn í flóð- ið skömmu eftir að það féll, skömmu fyrir átta. Sjúkrabíll kom á vettvang skömmu síðar og fór konan með honum til Ísafjarðar ómeidd. Í kjölfar fyrsta flóðsins komu nokkur smærri sem þó voru nógu snjómikil til þess að loka veginum á nokkrum stöðum. Hlynur Snorrason, lögreglufull- trúi á Ísafirði, sagði litla hættu hafa skapast. „Snjóflóðin voru lítil og féllu fjarri byggð. Það skapaðist ekki mikil hætta en við höfum allt- af töluverðan viðbúnað þegar snjó- flóðaaðstæður skapast. Aðstæður geta breyst snögglega og þá er betra að hafa varann á,“ sagði Hlynur. Lögregla, björgunarsveitarmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar voru allir komnir á vettvang snjó- flóðanna þegar flóð féll skammt frá göngunum við Hamarsgat. Við það króaðist lögreglubíll af en hann var fljótlega losaður út. Í kjölfarið var öll umferð um veginn bönnuð og höfðu björgunar- sveitarmenn og lögregla eftirlit með umferð. Rúnar Karlsson, starfsmaður snjóflóðavaktarinnar á Ísafirði, segir flóðin einungis hafa fallið á veginn við Súðavíkurhlíð og byggð væri ekki innan hættusvæða mögu- legra snjóflóða. „Flóðin féllu á veg- inn en að okkar mati er ekki hætta á snjóflóðum í byggð. Það getur verið hættulegt að ferðast ofarlega í fjöll- um og það eru í raun engar aðstæð- ur til þess. Við búum okkur undir það að frekari hætta geti skapast, sérstaklega ef það hlýnar snögg- lega, og meðan svo er þá er eftirlitið strangt.“ magnush@frettabladid.is Snjóflóð röskuðu umferð fyrir vestan Snjóflóð féllu á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í gærmorgun og lokuðu veginum. Vel er fylgst með mögulegum snjóflóðasvæðum á Vestfjörðum. Hættulegt að ferðast í fjöllum. Getur skapast frekari hætta ef hlýnar snögglega. ÍTALÍA, AP Lögreglan á Ítalíu og í New York réðst í gær samtímis til atlögu gegn mafíunni og handtók tugi bófa sem stjórna eiturlyfja- smygli beggja vegna Atlantshafs- ins. Margir hinna handteknu tengdust sikileyska mafíuforingj- anum Salvatore la Piccolo, sem handtekinn var í nóvember, og glæpafjölskyldunni Gambino í New York. - gb Ítalía og New York: Mafíubófar handteknir Mörður, áttu ekki orð yfir þetta? „Það eru orð að sönnu.“ Meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir sameiningu JPV og Máls og menningar er að fyrirtækið selji frá sér útgáfuréttinn að Íslenskri orðabók. Mörður Árnason er ritstjóri orðabókarinnar. LÖGREGLUMÁL Starfsmaður rifbeinsbrotnaði þegar hann féll niður um tvo metra á lúguopi í lest á sanddæluskipi um klukkan sjö í gærmorgun. Varð slysið í skipasmíðastöð við Reykjavíkur- höfn þegar maðurinn var að vinna í lest á skipinu. Var Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins kallað á vettvang og notaðist það við kranabíl þar sem erfitt var að ná manninum upp. Voru börur látnar síga niður í lestina og manninum lyft upp um fimmtán til tuttugu metra. Var hann að svo búnu fluttur á slysadeild til frekari aðhlynn- ingar. - ovd Féll um lúgu í lest skipsins: Slys um borð í sanddæluskipi BANDARÍKIN Mitt Romney hefur ákveðið að draga sig í hlé í forvali repúblikana vegna forsetakosninganna í Bandaríkj- unum, að sögn heimildarmanna bandaríska fréttastofa. Romney berst við John McCain um útnefninguna en sá síðar- nefndi hefur mikið forskot á Romney og stjórnmála- skýrendur telja að möguleikar Romney á að sigra McCain séu að engu orðnir. McCain virðist því eiga útnefninguna vísa. McCain náði afgerandi forskoti í kapphlaupinu á miðvikudag með því að tryggja sér stuðning 707 kjörmanna fyrir landsfund flokksins í haust. Romney kom næstur með 294. - shá Forkosningar í BNA: Mitt Romney dregur sig í hlé MITT ROMNEY LÖGREGLUMÁL Barnaverndarnefnd Rangárþings ytra vill láta stemma stigu við akstri réttinda- lausra unglinga í sveitarfélaginu og undrast sinnuleysi foreldra þessara barna gagnvart vanda- málinu. „Nefndin hefur verulegar áhyggjur af ólöglegum og hættulegum vélhjóla- og bifreiðaakstri unglinga og viðhorfi foreldra til afskipta lögreglu og barnaverndaryfir- valda af ólögmætu atferli þeirra,“ segir í bókun barna- verndarnefndarinnar sem á síðasta fundi sínum tók fyrir tilkynningar frá lögreglu um slík atvik. - gar Foreldrar í Rangárþingi ytra: Sama um börn sem aka bílum SAMGÖNGUR Margir ökumenn sátu fastir á Hellisheiði og í Þrengslum í ófærðinni í gær. Þurfti að kalla til björgunarsveit- ir af Suðurlandi og af höfuðborg- arsvæðinu til að hjálpa ökumönn- um við að losa bíla sína eða flytja þá til byggða. Segir í tilkynningu frá Lands- björg að þrátt fyrir lokun Hellisheiðar hafi nokkrir ökumenn ákveðið að leggja á heiðina og síðan setið þar fastir í sköflum. Voru tíu bílar skildir eftir á Hellisheiði og ellefu bílar skildir eftir á Þrengslavegi. Seinni part dagsins hafði veðrinu slotað að nokkru og unnu þá björgunarsveitir að því að losa bílana svo hægt væri að ryðja vegi og opna. - ovd Fjöldi bíla fastur á heiðunum: Ökumenn virða ekki lokanir HEIÐARNAR LOKAÐAR Bæði Hellisheiði og Þrengsli lokuðust í gær vegna veðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær rúmlega fimmtugan karl- mann í sex ára fangelsi fyrir að skjóta að eiginkonu sinni með haglabyssu á heimili þeirra í Hnífsdal 8. júní síðastliðið sumar. Konan hlaut rispur í andliti af völdum haglanna úr byssunni, auk þess sem eitt þeirra gataði peysu hennar við öxl. Í dómi segir að ljóst sé að maðurinn hafi beitt byssunni á þann hátt að um lífs- hættulegan verknað hafi verið að ræða sem hending ein réð að ekki hlaust bani af. Maðurinn hélt því fram að skot- ið hefði verið voðaskot en þeirri málsvörn var hafnað og meðal annars bent á að maðurinn væri vanur veiðimaður og vissi vel hvernig ætti að fara með skot- vopn. Í dómnum kemur fram að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess hversu einbeittur ásetn- ingur ákærða til verknaðarins hafi verið. Áður hafði Héraðsdómur Vest- fjarða dæmt manninn í fjögurra og hálfs árs fangelsi og þyngdi því Hæstiréttur dóminn um eitt og hálft ár en til frádráttar refs- ingunni er gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 9. júní í fyrra. - kdk Skaut að höfði konu sinnar úr haglabyssu og segist hafa gert það óvart: Sex ár fyrir að skjóta að konu sinni EINBEITTUR BROTAVILJI Í dómi Hæsta- réttar segir að hending ein hafi ráðið því að ekki hlaust bani af skoti mannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL „Það veður farið yfir málið frá upphafi til enda, nú þegar krufningarskýrsla liggur fyrir,“ segir Óskar Reykdalsson, lækningar- forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, um dauða fanga sem fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í lok september í fyrra. Stöð 2 greindi frá því í gær að krufningar- skýrsla hefði leitt í ljós að maðurinn lést úr meþadoneitrun. Heilbrigðisþjónusta fangelsisins heyrir undir Heilbrigðisstofnun Suðurlands og segir Óskar að stofnunin muni í samvinnu við Landlæknisembættið gera vandlega athugun á málinu. Óskar segir meþadon notað í fangelsinu til að draga úr fráhvörfum fanga sem margir hverjir eru langt leiddir af fíkniefnaneyslu. „Það er fólki hættulegra að fara í fráhvörf heldur en fá meðferð við þeim,“ bendir hann á. Óskar segir að fremur almenn tilhneiging sé hjá fíklum að ýkja þörf sína fyrir lyf sem slá á fráhvörf. Hann tekur þó skýrt fram að hann sé ekki að halda því fram að svo hafi verið í umræddu tilviki. Rannsókn muni leiða í ljós hvað gerðist. Samkvæmt Stöð 2 segjast ættingjar fangans ekki skilja hvers vegna honum hafi verið gefið lyfið og að hann hafi í mesta lagi átt við áfengisvandamál að stríða. Þá telji þau sig hafa heimildir fyrir því að handvömm hafi leitt til þess að maðurinn lést í klefa sínum og ætla því að stefna ríkinu. - kdk Lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Dauði fanga verður rannsakaður LITLA-HRAUN Meþadon er notað á Litla-Hrauni til að slá á fráhvörf langt leiddra fíkla. Of stórir skammtar geta dregið fólk til dauða en lækningarforstjóri Suðurlands segir slíkt afar fátítt. LÍTIÐ SKYGGNI OG LOKAÐ Veður var vont á þeim slóðum þar sem snjóflóð féllu á veginn í Súðavíkurhlíð eins og sést á þessari mynd. Björgunarsveitarmenn unnu ásamt lögreglunni að því að tryggja öryggi á vettvangi. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR BB.IS „Ég veit að þetta hljómar undarlega en við hérna á Vestfjörðum erum orðin svo vön svona löguðu að við kærum okkur í raun kollótt um svona,“ segir Jóhanna Rúnarsdóttir, fjögurra barna móðir frá Súðavík sem lenti í snjóflóði á Súðavíkurhlíð í gærmorgun. Jóhanna var á leið í skólann þegar hún sá flóðið koma og gerði sér samstundis grein fyrir því í hvað stefndi. „Ég hefði kannski orðið hræddari ef ég hefði vitað af því að annað flóð var fallið fyrir aftan mig og því var ég hálf lokuð inni. En ég vissi það ekki og hringdi því bara í pabba og hlust- aði á úvarpið,“ segir Jóhanna og skilar þakklæti til björg- unarsveitarmannanna sem komu henni til aðstoðar. JÓHANNA RÚNARSDÓTTIR ORÐIN VÖN SNJÓFLÓÐUM SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.