Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 16

Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 16
16 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég heimsótti fjölskyldu kær- asta míns um helgina,“ segir Charlotte Ólöf Ferrier. „Þar fékk ég heimabakað brauð, bollur og saltkjöt og baunir. Allt var heimagert og mjög gott. Svo fékk ég bollur á bolludaginn en þær voru ekki eins góðar og þær heimagerðu.“ Hún segir hefðirnar ekki eins á Englandi. „Á þriðjudeginum borð- um við pönnukökur. Þá á að klára allan sykur, egg og hveiti og forðast slíkt til páska,“ segir Charlotte sem eins og sannur Íslendingur náði sér í flensu í vikunni. Charlotte Ólöf Ferrier: HEIMABAKAÐAR BOLLUR BESTAR Fimm innflytjendur munu út árið veita lesendum Fréttablaðsins innsýn í líf sitt. Fjórir þeirra segja okkur nú hvað bar hæst í vikunni. VIKA 1 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Erfitt að ekki fá- ist fólk til starfa „Ástandið á dvalar- og hjúkrunar- heimilum er mjög erfitt, sérstak- lega fyrir okkur aðstandendurna sem erum í mikilli vinnu,“ segir Margreta Björke, eigandi verslun- arinnar Janus á Barónsstíg. „Mörg sjúkrarými standa auð og beðið er með að taka inn fólk af því að það er ekki nægilega margt starfsfólk. Það er mjög erfitt að það sé ekki pláss fyrir fólk sem ekki getur hugsað um sig sjálft. Þá er líka víða verið að breyta herbergjum í eins manns her- bergi sem gerir að verkum að allt er stopp. En stóra vandamálið er að fá starfsfólk. Spítalarnir eru fullir og ekki auðvelt að komast þar inn. Þá er dýrt fyrir samfé- lagið að fylla plássin með veiku eldra fólki.“ Margreta telur að hækka þurfi laun starfsfólksins. „Fólk verður að fá mannsæmandi laun fyrir svona erfiða vinnu. Það verður líka að byggja hraðar upp dvalar- og hjúkrunarheimili. Samfélagið hefur ekki hugsað nógu snemma um það hversu margt eldra fólk yrði í framtíðinni. Leggja verður meira fjármagn til aldraðra því að þetta er fólkið sem byggði upp landið. Það hefur borgað skatta alla ævi og það er algjört skilyrði að hugsað sé vel um það.“ SJÓNARHÓLL ÁSTANDIÐ Á HJÚKRUNARHEIMILUM MARGRETA BJÖRKE Eigandi verslunarinnar Janus. „Ég borð- aði mikið af sprengidagskjöti í hádeginu á þriðjudaginn,“ segir Rachid Benguella um helstu atburði vikunnar. „Við erum með svipaða hefð í Marokkó. Við geymum hluta af lambi sem við fórnum, setjum það í salt og sólþurrkum. Það er svo borðað á sérstökum hátíðisdögum og með kjötinu er borðað kúskús. Það er mjög svipað bragð af þessu saltaða lambakjöti.“ Rachid segist kunna mjög vel við þessa íslensku hefð og að hún hafi minnt hann á heimalandið. Rachid Benguella: SVIPAR TIL HEFÐA Í MAROKKÓ „Það er ekki svo mikið að gera í vinnunni enda vorum við að sjósetja bát í liðinni viku,“ segir Algirdas Slapikas sem er Lithái og vinnur hjá plastiðnað- arfyrirtækinu Trefjum. „Nú er ég að búa mig undir námskeið í heimasíðugerð. Ég hef áhuga á tölvum og trúi því að þetta geti gagnast mér vel. Svo hafði ég orð á þessu við yfirmann minn og honum leist vel á þetta svo það er aldrei að vita nema að þetta geti gagnast mér í vinnunni þegar fram líða stundir.“ Algirdas Slapikas: FER AÐ LÆRA HEIMASÍÐUGERÐ Óstjórnleg tölvunotkun er sívaxandi vandamál. Áráttan gengur svo langt að fólk flosnar upp úr vinnu og skóla, bíður skipbrot í einkalífi sínu og tapar jafnvel heilsunni. Tölvufíkn veldur félagslegri einangr- un sem verður að vítahring. „Ég slökkti á tölvunni þegar ég var 32 ára og kveikti ekki á henni aftur í tvo mánuði. Það þyrmdi yfir mig kvíði og ofboðslegt þung- lyndi. Þá hafði tölvufíknin stjórn- að lífi mínu frá sjö ára aldri,“ segir Þorsteinn K. Jóhannsson, meistaranemi í stærðfræði og sérkennari við háskólann á Bif- röst. Rannsóknir benda til að fimm til tíu prósent allra tölvu- notenda eigi á hættu að missa stjórn á tölvunotkun sinni. Börn- um og unglingum er sérstaklega hætt við að missa tök á tölvunotk- un sinni. Þorsteinn hefur að undanförnu haldið fjölmarga fyrirlestra víða um land um tölvufíkn. Þar freist- ar hann þess að fræða nemendur, foreldra og kennara um óhóflega tölvunotkun og þau vandamál sem henni fylgir. „Tölvufíkn verður ekki eingöngu mæld í því hversu löngum tíma einstaklingur eyðir fyrir framan skjáinn. Miklu frek- ar hvaða áhrif tölvunotkunin hefur á skólagöngu eða vinnu og hvort tölvan er tekin framyfir vini, eldri áhugamál, fjölskyldu og jafnvel eigin heilsu.“ Þorsteinn sem þekkir vandann af eigin raun segir fíknina marka líf einstaklingsins en ekki síður aðstandenda. „Þrátt fyrir tíu klukkustundir á dag fyrir framan tölvuskjáinn gerði ég mér aldrei grein fyrir því að ég væri tölvu- fíkill.“ Þorsteinn starfaði í tölvu- verslun á þeim tíma sem hann tók á sínum vanda. „Ég áttaði mig þá á því að viðskiptavinirnir voru margir hverjir fársjúkir. Þar varð ég vitni að því að fullorðið fólk lét hendur skipta yfir síðasta eintak- inu af nýjum tölvuleik.“ Björn Harðarson sálfræðingur hefur sérhæft sig í meðferð á fíknum hvers konar. Hann segir tölvufíkn eða -áráttu um margt skylt við spilafíkn og meðferð geti verið afar vandasöm. Hjá ungl- ingum getur tölvunotkunin leitt til þunglyndis, lágs sjálfsmats og kvíða. Vilborg G. Guðnadóttir, deildar- stjóri á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans (BUGL), segir að félagslega einangruð börn og unglingar leiti mikið í heim tölv- unnar. „Það getur svo sannarlega farið úr böndunum og við aðstoð- um marga foreldra við að setja mörk á tölvunotkunina. En þetta eitt og sér er aldrei ástæða inn- lagnar hjá okkur.“ Vilborg segir að oft lýsi þetta sér með mjög öfgafullum hætti og sé ein birtingarmynd þess vanda sem skjólstæðingar geðdeildar- innar eiga í. „Þetta virðast oft vera einu samskiptin sem þessir einstaklingar eiga. Stundum er þeirra raunveruleiki einfaldlega allur þar.“ svavar@frettabladid.is Tölvufíknin heldur fólki í heljargreipum VIÐ SKJÁINN Fjölmörg dæmi er um að einstaklingar missi stjórn á lífi sínu vegna tölvunotkunar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Þrátt fyrir tíu klukkustundir á dag fyrir framan tölvu- skjáinn gerði ég mér aldrei grein fyrir því að ég væri tölvufíkill. ÞORSTEINN K. JÓHANNSSON MEISTARANEMI „Það er bara skítaveður,“ segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði, Ólafur Hr. Sigurðsson og hlær við. „Rok og leiðindi. Fjarðarheiðin lokast alltaf og menn sem sækja vinnu annað missa úr, með tilheyrandi tekjutapi.“ Ólafur segir einu lausnina að gera jarðgöng. „Göng takk, á morgun,“ segir hann með áherslu. Fram að þessu hefur engin ákvörðun verið tekin um framkvæmdina, en Ólafur hefur fulla trú á að málið sé í góðum farvegi. Ein tillagan hljóðar upp á göng sem myndu liggja á milli Seyðisfjarðar og Eskifjarðar og myndu stytta verulega fjarlægðir á milli kaupstaða á Mið- Austurlandi, eða á milli Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og rjúfa vetrareinangrun. Hann segir að verið sé að vinna í málinu og það mjakist hægt og rólega, menn séu bjartsýnir. „Sem stendur er verið að vinna fyrir okkur skýr slu um hagkvæmni boraðra jarðganga upp á Hérað.“ Ólafur segir að svona mál taki mikinn tíma, svo ekki sé margt annað í gangi eins og er. „Svo er nægur snjór á skíðasvæðinu,“ heldur hann áfram. Hann segir að þar hafi miklar framkvæmdir verið í gangi og allt sé nýtt, nýr troðari og nýr skíðaskáli. Það vanti heldur ekki starfsfólk eins og í Reykjavík, fólk fari bara úr öðrum verkefnum tíma- bundið þegar snjófæri sé gott. En er þá ekki bara málið að skipu- leggja ferðir í snjóinn? „Já, það eru náttúrulega bara ferðaskrifstofurnar sem sjá um það, “ segir Ólafur, en bætir við að hann taki vel á móti fólkinu. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓLAFUR HR. SIGURÐSSON BÆJARSTJÓRI Á SEYÐISFIRÐI Enginn skortur á starfsfólki Vellíðan í Vindáshlíð helgina 15. – 17. febrúar 2008 Skipulagðar fræðslu- og skemmtistundir fyrir fjölskyldur. Verð aðeins 5.900 – kr. á mann með fullu fæði og gistingu. Hámarksverð 23.000.-kr. á fjölskyldu. Upplýsingar á www.kfum.is og í síma 588-8899 „Ég fékk mikil viðbrögð eftir umfjöllun Fréttablaðsins,“ segir Jun- phen Sriyoha, afgreiðslukona í Fjarðarkaupum. Junphen fékk glaðning sem hún vonar að vari lengur en frægðarsólin. „Vin- kona mín sem ég kynntist í vinnu- búðunum á Reyðarfirði, þegar ég vann þar við ræstingar, var að flytja í bæinn frá Akureyri. Við tókum okkur til og héldum upp á það með því að skella okkur í miðbæinn og skemmtum okkur bara vel.“ Junphen Sriyoha: FAGNAÐI KOMU VINKONU SINNAR Góðtemplarareglan á Akureyri hefur afhent Sjúkrahúsinu þar í bæ 50 milljónir króna að gjöf. Gjöfinni verður varið í stofnun sjóðs til kaupa á tækjum og búnaði til greiningar og með- ferðar hjartasjúkdóma. „Við urðum eiginlega að draga djúpt andann þegar þeir komu færandi hendi,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri sjúkrahússins. Góðtemplarareglan, sem stofnuð var árið 1884, stofnaði til ýmiss konar fyrirtækjareksturs til að standa straum af starfseminni og byggði nokkur stórhýsi. Fyrirtækin og húsin hafa nú verið seld og hluti ágóðans var notaður til að gera upp svokallað Friðbjarnarhús við Aðalstræti en sjúkrahúsið fékk afganginn að gjöf. - jse Góðtemplarar á Akureyri: Sjúkrahúsið fær 50 milljónir Ekkert svona „Mér finnst fáránlegt að þingið sé með sitt eigið reykherbergi.“ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON UM REYKHERBERGIÐ Í ALÞINGIS- HÚSINU. Fréttablaðið 7. febrúar. Eldstygg „Það er ein kind sem ræður ferðinni og er eldstygg.“ MARGRÉT ÞORLÁKSDÓTTIR, ANNAR EIGENDA KINDA Í SJÁLFHELDU Í ÓLAFSVÍKURENNI. Fréttablaðið 7. febrúar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.