Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 26

Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 26
[ ] Heimsendingafyrirtækið Just-Eat nýtur vaxandi vinsælda meðal Íslendinga og hefur nú 4.000 veitingahús á sínum snærum í Evrópu. „Just-Eat varð upphaflega til í Danmörku þar sem það hefur verið starfrækt í sjö ár, en stofnandi þess fékk hugmyndina þegar hann fór til Óslóar í vinnuferð og fann enga heimsendingu matar á netinu. Hann sá sér því leik á borði, bretti upp ermar og kom með þessa frábæru lausn sem Just- Eat er, en að jafnaði opnar Just-Eat í þremur nýjum löndum á ári, nú síðast í Svíþjóð í vikunni,“ segir Þröstur Már Sveinsson, framkvæmdastjóri Just-Eat á Íslandi. „Við lentum á fyrirlestri stofnanda Just-Eat þegar við bjuggum í Danmörku og stukkum á hann því við höfðum trú á að þetta gæti virkað vel hér heima. Það hefur gengið eftir og nú afgreiðum við um 12 þúsund máltíðir á mánuði, með 15 prósenta aukn- ingu á milli mánaða,“ segir Þröstur sem lítið sem ekkert hefur auglýst, en einstaklingar jafnt sem fyrirtæki hafa tekið ástfóstri við Just-Eat.is. „Orðsporið hefur borist mann frá manni og við ekki þurft að auglýsa. Fyrir fyrirtæki er ákaflega þægilegt að geta gengið frá pöntun að morgni, gengið frá greiðslu á netinu og fengið mat sendan til starfsfólks án frekari eftirmála. Okkar markmið var að ná inn 60 íslenskum veitingastöðum, sem jafngildir 60 prósenta hlutdeild á markaðnum. Það virðist ætla að ganga eftir á þessu ári, því nú eru 42 veitingastaðir á Just-Eat.is og fimmtán til viðbótar í viðræðum,“ segir Þröstur, og úrval veitingahúsa er fjölbreytt. „Hér voru mörg veitingahús sem vildu senda heim en réðu ekki við það smæðar sinnar vegna. Við buðum þeim að sjá um heimsendingar, ásamt því að fá til liðs við okkur stóru heimsendingakeðjurnar. Þá var eins og smellt væri fingri og pantanir hrúguðust inn, enda kærkomið að geta pantað heim fjölbreytt- ari mat en áður,“ segir Þröstur sem staðfestir að pitsa tróni enn á toppi íslenskra heimsendinga. „Pitsa er sívinsæl, en nú býðst allt úrvalið, hvort sem það er kjúklingur, fiskur, steikur eða fjölþjóð- legur matur eins og grískur, indverskur, mexíkóskur eða kínverskur. Við finnum mikla aukningu í pöntun á hvers kyns heilsufæði, en pantanir sveiflast mikið eftir árstímum, vikudögum og tíma dags,“ segir Þröstur. „Þetta er afskaplega öruggt kerfi og einfalt í notkun. Pantanir eru gerðar á heimasíðunni www. just-eat.is og þegar fólk hefur slegið inn póstnúmer sitt birtist listi veitingahúsa sem senda heim í það póstnúmer, en matseðlar birtast þegar valið er annaðhvort sótt eða heimsent. Pöntun fer svo beint á viðkomandi veitingahús og vaktmenn frá okkur fylgja pöntunum eftir og sjá til þess að veitingahús eldi ekki máltíð fyrr en sendill er farinn frá okkur. Þannig tryggjum við að matur sé aldrei orðinn kaldur eða staðinn þegar hann berst þeim sem pantaði.“ thordis@frettabladid.is Já, borðaðu bara! Þröstur Már Sveinsson, framkvæmdastjóri Just-Eat.is, sem býður landsmönnum að panta heimsendan mat frá úrvali íslenskra veitingastaða í gegnum netið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Kjúklingur er góður í pottrétti með kókosmjólk, rauðu karríi og grænmeti. Látið kjúklinginn malla lengi. Rétturinn er jafnvel betri upphitaður daginn eftir. Lamb í leirpotti Lambakjöt fyrir fjóra - skorið í bita 2 msk. olía og út í hana skal hræra salti og pipar og eftirfarandi kryddi: 1 tsk. saffran 2 tsk. engifer 1 tsk. kúmen 1 tsk. paprikukrydd Nokkur hvítlauksrif 2 stórir laukar 8 gulrætur 3 stórar bökunarkartöflur Ferskt kóríander Grænmetissoð Aðferð: Fyrst skal velta kjötbitunum upp úr kryddolíublöndunni ásamt lauk og hvítlauk og blanda vel. Setjið síðan í góðan leirpott. Hellið dálitlu græn- metissoði yfir og síðan gulrótum og kartöflum. Strá svo ferskum kór- íander yfir allt saman, setja lokið á og leirpottinn inn í 200 gráða heitan ofn í klukkutíma. Má bæta við grænmetissoði og kryddi eftir smekk. Uppskrift Sifjar Hækkaðu þig upp um einn 5 12345 papinos.is 9 20% afsláttur af öllu í Hafnarfi rði Besti afþreyingar- vefurinn 2007 Samtök vefiðnaðarins völdu visir.is besta afþreyingarvefinn fyrir árið 2007. Sjá vef Samtaka vefiðnaðarins – svef.is ...ég sá það á visir.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.