Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 34

Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 34
6 • FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Bylgja Dís er með mastersgráðu í óperusöng úr Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Nú er hún að takast á við sitt fyrsta hjá Ís- lensku óp- erunni en það er hlut- verk Flóru í La Traviata eftir Verdi sem verður frumsýnd í kvöld klukkan 8. Hver eru bestu kaupin þín? „Þegar ég bjó í Glasgow var ég fátækur náms- maður og gat sjaldan leyft mér að kaupa föt, var í sömu gallabuxunum þessi tvö ár.“ Átt þú þér uppáhaldshönnuði, merki eða búðir? „Nei, reyndar fell ég fyrir dýrum fötum, því miður! Ég kaupi mér þar af leiðandi sjald- an föt. Þegar ég þarf að kaupa föt fyrir sérstakt tilefni er bráð- nauðsynlegt að hafa mömmu með. Hún er nánast eins og lukkugripur í slíkum verslun- arferðum.“ Hvernig myndir þú lýsa fata- stílnum þínum? „Þessa dagana klæði ég mig í stutt pils og kjóla og blanda saman fíngerðu og grófu . Silki, blúndu og svo kannski ull.“ Hvað finnst þér nauðsynlegast að eiga í fataskápnum? „Fallegar svartar buxur.“ Áttu þér einhverjar fyrirmyndir þegar kemur að klæðaburði? „Ég reyni bara að klæða mig í föt sem fara mér vel og hafa karakter. Mér finnst mjög mikilvægt að mér líði vel í því sem ég klæðist og að fötin hamli mér ekki. Ég þoli ekki föt sem eru úr óþægi- legum efnum og ég verð að geta gengið á mínum eðlilega gönguhraða og því eru háir hælar og oddmjóir skór ekki í uppáhaldi.“ Óperusöngkonan Bylgja Dís Gunnarsdóttir Hún útskrifaðist í nóvember og er nú komin á sviðið í Íslensku óperunni ... 1 fatastíllinn Fellur fyrir dýrum fötum 1 Peysa og skór frá Karen Millen. 2 „Ég er nýbúin að kaupa mér þessa fjólu- bláu skó en fjólublái liturinn er einn af uppáhaldslitunum mínum.“ 3 Uppáhaldspilsið mitt en ég keypti það einmitt í London líka. 4 Ég nota þennan kjól rosalega mikið við grófar sokkabuxur og peysur. 5 Taska sem ég fann á markaði í London og er í miklu eftirlæti hjá mér. 6 Hringur sem pabbi gaf mömmu einhvern tímann en þau gáfu mér hann nýverið og ég er alsæl með hann. 2 3 4 5 6 Tískuvikan var sett í Kaupmannahöfn síðastliðinn miðvikudag. Hin danska Susanne Rutzou var meðal þeirra fyrstu sem sýndu vetrar- tískuna 2008. Hún sýndi svart í bland við undurfagran rauðbleikan, turkís, sinnepsgulan og djúpfjólubláan lit. Sniðin voru fljótandi með grafísku ívafi. Á næstu dögum munu hin íslensku Andersen & Lauth, Steinunn og Mundi design vera með tískusýningar á Ráðhústorginu og verður beðið með eftirvæntingu eftir því. VÖNDUÐ VETRARTÍSKA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.