Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 43
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 7heilsa og lífsstíll ● fréttablaðið ●
Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri
býður upp á námskeið, þar sem líkams-
rækt og ráðleggingar um mataræði
fyrir börn eru í fyrirrúmi.
Ýmis úrræði eru í boði fyrir börn og ungl-
inga sem vilja öðlast betri heilsu. Fyrir
utan hefðbundna leikfimi og sund í skólum
eru flest sveitarfélög með öflug íþróttafé-
lög sem bjóða börn og unglinga velkomin.
Hins vegar er það ekki allra að vera í
hópíþróttum og því verða sum börn örlít-
ið hornreka og finna ekki hreyfingu að sínu
skapi. Líkamsræktarstöðvar eru flestar
fyrir 16 ára og eldri en yngri krakkar geta
oft æft með foreldrum og sumar stöðvar
bjóða sérstök námskeið fyrir börn yngri en
16 ára.
Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri
er í hópi slíkra stöðva því þar er boðið upp
á námskeiðið Gravity-Krakkaþjálfun, þar
sem líkamsrækt og ráðleggingar varðandi
mataræði og almenna hreyfingu fyrir börn
og unglinga, sem vilja temja sér holla lífs-
hætti, eru höfð í fyrirrúmi. Davíð Kristins-
son heilsuþjálfari sér um Gravity-krakka-
þjálfun og hefur verið með full námskeið
frá því að þau hófust.
„Tímarnir eru hannaðir með það í huga
að fá krakka til að vera virkari í líkams-
þjálfun og fræða þau um líkamann og
vöðvahópa. Auðvitað reynir maður einnig
að hafa áhrif á hvað þau borða með því
að tala um hvað er hollt og gott en mestu
skiptir að krakkarnir hafi gaman af tímun-
um,“ segir Davíð.
„Það fer ekki á milli mála að offita hefur
aukist, bæði hjá börnum og fullorðnum og
það er fyrst og fremst mataræðið og svo
hreyfingarleysið sem hefur áhrif. Það er
búið að fituskera allt of mikið þannig að
við erum komin með það á heilann að fita
sé versti óvinurinn en sykurmagnið er
sífellt að aukast. Flest börn byrja til dæmis
daginn á því að borða sykrað morgunkorn
en mun betra væri að fá sér góðan hafra-
graut og brauð með smjöri og feitum osti,“
segir hann.
Davíð er mjög ánægður með árangur
þeirra barna sem til hans hafa komið og
segir þau peppa hvert annað upp í að borða
betur, mæta vel og púla aðeins meira.
Mörg halda svo áfram þar sem þau finna
hvað æfingarnar gera þeim gott og ná jafn-
vel að draga foreldrana með sér í hollust-
una og meiri hreyfingu. „Oftast er þetta
vandamál sem öll fjölskyldan þarf að vinna
í saman en ekki einn og einn ef nást á ár-
angur í átt að betri heilsu og hollari lífs-
stíl,“ segir Davíð.
Nánari upplýsingar um námskeiðin má
finna á heimsíðu Heilsuþjálfunar, www.
heilsuthjalfun.is og Bjargs á Akureyri,
www.bjarg.is, en þar er einnig verið að
skipuleggja heilsupakka fyrir fjölskyldur,
vini og vinnufélaga sem geta komið í
heilsuheimsóknir til Akureyrar. - vaj
Davíð kennir í tímum sem eru hannaðir til að fá
krakka til að vera virkari í líkamsþjálfun og fræða
þau um líkamann og vöðvahópa.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Gaman að peppa og púla
KETTLER VERSO 107
Segulviðnám með 12 kg kasthjóli.
10 þyngdarstillingar.
Æfi ngatölva með púlsmæli.
Fyrir allt að 110 kg.
Segulviðnám með 10 þyngdarstillingum
Æfi ngatölva með púlsmæli.
Fyrir allt að 110 kg.
Mótorstýrt segulviðnám með
14 kg kasthjóli.
Æfi ngatölva með 6 kerfum,
þyngdarstillingu, púlsmæli og fl eiru.
Fyrir allt að 130 kg.
Mótorstýrt segulviðnám með 9 kg kasthjóli.
Æfi ngatölva með 6 kerfum, þyngdarstillingu,
púlsmæli og fl eiru.
Fyrir allt að 130 kg.
KETTLER PASIO 107
KETTLER VERSO 307 KETTLER PASIO 307
Markið Ármúla 40 108 Reykjavík Sími 553-5320 Opnunartími verslunar: mán. - fös. 10.00-18.00 laugardaga 11.00-16.00
ÁÐUR KR.
45.900
ÁÐUR KR.
62.400
ÁÐUR KR.
31.200
ÁÐUR KR.
45.900
TILBOÐ KR.
36.720
TILBOÐ KR.
49.920
TILBOÐ KR.
24.960
TILBOÐ KR.
36.720
www.markid.is
VEGNA HAGSTÆÐR
A INNKAUPA
BJÓÐUM VIÐ 20 %
AFSLÁTT AF
FJÖLÞJÁLFUM OG Þ
REKHJÓLUM