Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 45
í Reykjavík. Foreldrar hennar reyndu ítrekað að koma henni í tónlistarnám eða í ballett en faðir hennar, Heimir Sindrason, er tón- skáld. Það gekk ekki neitt því ekk- ert komst að annað en myndlistin. Þegar hún var í MR fór hún sem skiptinemi til Ameríku og þá opn- uðust augu hennar. „Ég kynnt- ist yndislegum listakennara sem hvatti mig áfram og opnaði augu mín fyrir því að það væri hægt að fara margar ólíkar brautir í list- inni. Auðvitað velti ég því einn- ig fyrir mér hvort ég gæti lifað af þessu. Fyrst var ég að spá í arki- tektúr en svo ákvað ég að fara í iðnhönnun. Þá langaði mig til lands sem væri að gera góða hluti í hönnun og vandaða. Mér fannst Ameríka frekar yfirborðskennd og langaði ekki aftur þangað. Ítalía hitti mig beint í hjartastað en þar var ég í námi í fjögur ár í Istituto Europeo di Design (IED) í Mílanó. Þegar ég kom heim opnaði ég eigið fyrirtæki, Hugvit og hönnun, sem ég á ennþá en er ekki virkt í dag. Ég vann þar til ársins 2000 eða þar til ég dreif mig aftur til Ítalíu í mastersnám í skólanum Domus Academy sem er í Mílanó.“ Meðan á mastersnáminu stóð var henni boðin vinna hjá IKEA, en þá var hún þegar farin að vinna stök verkefni fyrir það fyrirtæki. Hún sló til og setti stefnuna á að vera þar í eitt ár en þau eru nú orðin sjö. Börnin eiginlega fimm, þar sem David, eiginmaður henn- ar átti tvö börn fyrir, en hann sem starfar sem verkfræðingur hjá Brio. Þótt henni líki vistin vel í Svíþjóð segist hún oft vera með ógurlega heimþrá. „Fyrir hálfu ári var ég mikið að spá í að koma heim því ég sakna fjölskyldunnar og vinanna svo mikið,“ segir hún en sænsku örlagadísirnar hafa greinilega viljað hafa hana lengur í sinni návist. Það er krefjandi að reka stórt heimili og huga að eigin frama í starfi jafnhliða því. Hún segir þó að þau nái alltaf að púsla öllu saman. „Það er að sjálf- sögðu heilmikil vinna að vera með þrjú lítil börn en ég er svo ljón- heppin að hafa íslenska stelpu hjá mér, hana Herdísi mína sem er au- pair hjá okkur. Hún hjálpar okkur gríðarlega mikið. Ég vinn stund- um heima og við prjónum þetta saman. Davíð maðurinn minn hleypur í skarðið þegar eitthvað kemur upp . En auðvitað er þetta stundum mál, sérstaklega af því að við höfum ekki foreldra okkar hjá okkur. Foreldrar mínir koma reyndar stundum í viku og viku og hjálpa mér þegar ég er á ferðalög- um. Í janúar var ég til dæmis í Taí- landi og Kína og í desember var ég á Miami og í New York. Þetta starf kallar yfirleitt á eina ferð í mánuði og svo ferðast maðurinn minn líka. Þetta reddast einhvern veginn og við höfum fengið góðan skilning frá okkar vinnuveitend- um. Það hefur hingað til ekki verið neitt stórvandamál.“ Hún segist nota tímann vel meðan hún sé á ferðalögum og reyni jafnvel að vinda ofan af sér með alls konar dekri. „Þegar ég var á Taílandi fór ég í nudd og andlits- böð út í eitt. Mér finnst mesti mun- aðurinn vera þegar við maðurinn minn fáum smá tíma saman bara tvö, bara til að fara út að borða eða í leikhús. En að sama skapi kemur að ég elska að vera með börnunum mínum og það gefur manni mikið þótt það kosti mikla vinnu og mikil læti. Þegar börnin sofna um átta- leytið reyni ég að nota tímann vel. Við hjónin erum ekki mikið í því að skjótast í helgarferðir eða eitt- hvað slíkt, en út af vinnunni förum við nokkrum sinnum á ári saman á sýningar og þá höfum við það gott, þrátt fyrir að það sé vinnutengt. Svo tek ég börnin stundum með í vinnuferðir, eins og þegar ég held námskeiðin fyrir Vitra koma börn- in með. Það er eitt sem ég hef lært eftir að ég eignaðist börnin og það er að skipuleggja mig. Ég er mjög effektíf þegar ég er í vinnunni og ég reyni að taka vinnuna ekki með mér heim, þótt þess gerist stund- um þörf. Helgarnar eru helgaðar fjölskyldunni,“ segir Sigga og við- urkennir þó að hún sé stundum svolítið ofvirk. martamaria@365.is 9. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR • 9 Hillurnar úr smiðju Siggu hafa slegið í gegn en þær fást í Epal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.