Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 67
FÖSTUDAGUR 8. febrúar 2008 35 Píanóleikarinn Daníel Þorsteins- son og sellóleikarinn Sigurður Halldórsson hafa leikið reglulega saman á tónleikum í 25 ár. Þeir hafa ákveðið að halda upp á áfangann með tónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.15, en tónleikarnir eru liður í hátíðinni Myrkir músíkdagar. Sigurður og Daníel léku einmitt fyrst saman á Myrkum músíkdög- um árið 1983 og því verður að teljast við hæfi að farsælu samstarfi þeirra félaga sé fagnað á hátíðinni í ár. Á dagskrá þessara afmælistónleika er íslensk tónlist úr ýmsum áttum; leikin verða verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Úlfar Inga Haraldsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Hafliða Hallgrímsson. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Marta Hrafnsdóttir altsöngkona. - vþ Aldarfjórð- ungur í samstarfi FAGNA GÓÐU SAMSTARFI Sigurður Hall- dórsson, Daníel Þorsteinsson og Marta Hrafnsdóttir. Tvöfalda safnplatan „Femin – 38 lög fyrir konur“ er komin í búðir. Á plötunni eru ballöður og popplög með flestum af vinsælustu tónlistarmönn- um heimsins í gegnum tíðina, þar á meðal John Lennon, Norah Jones, Amy Winehouse, Michael Jackson og Katie Melua. Á meðal íslenskra flytjenda eru Ragnheið- ur Gröndal, Helgi Björnsson og Garðar Thór Cortes. Síðasta Femin-plata, sem kom út fyrir tveimur árum, seldist í tvö þúsund eintökum enda var hún full af gæðapoppi rétt eins og þessi nýjasta. Kræsilegt kvennapopp FEMIN Safnplatan Femin er komin í búðir. Gítarleikarinn Hilmar Jensson er að undirbúa styrktartónleika fyrir samstarfsfélaga sinn og vin, saxóf- ónleikarann Andrew D´Angelo, sem greindist með heilaæxli á dögunum. Liggur hann nú á spítala og bíður eftir því að komast í aðgerð. „Aðgerðin er mjög dýr og eins og svo margir Bandaríkjamenn er hann án sjúkratryggingar, þannig að það getur verið talsvert erfitt að fjármagna þetta,“ segir Hilmar, sem vonast til að geta haldið tón- leikana innan tveggja vikna. „Það verða allir að reyna að gera það sem þeir geta og á síðunni andrewdang- elo.com er hægt að nálgast fréttir af hans ástandi. Þar verður líka hægt að leggja inn framlag og síðan eru í burðarliðnum styrktartónleik- ar í New York og Boston.“ Hilmar, sem er með Andrew í hljómsveitinni Tyft, kynntist honum þegar hann var við nám í Boston. „Þar kynntist ég honum, Jim Black og Chris Speed. Eftir að ég kláraði í Boston bjó ég í New York með þeim þremur og síðan höfum við unnið mjög náið saman,“ segir hann og bætir við að Andrew sé mikils virt- ur víða um heim. „Hann hefur verið í fremstu röð sinnar kynslóðar í þessari senu sem er yfirleitt kölluð New York Downtown-senan. Hún er oft kennd við tónlistarstaðina Knitt- ing Factory og Tonic. Það var hópur sem var áberandi á þeim stöðum og hann tilheyrði honum.“ Hljómsveitin Tyft stefnir á að fara í tónleikaferð um Evrópu í maí nú í vor verði Andrew búinn að jafna sig fyrir þann tíma. - fb Tónleikar fyrir veikan félaga ANDREW D´ANGELO Bandaríski saxófón- leikarinn er á leiðinni í skurðaðgerð vegna heilaæxlis. HILMAR JENSSON Hilmar er að und- irbúa styrktartón- leika fyrir Andrew D´Angelo. Árin, sem er fyrsta lag hljóm- sveitarinnar Á móti sól í rúmt ár, fór beint í efsta sæti lagalista Félags hljómplötuframleiðenda sína fyrstu viku á lista. Á móti sól gaf síðast út nýtt efni á safnplötunni Á móti sól í 10 ár sem kom út í nóvember árið 2006. Auk vinsælustu laga sveitarinnar um árin var þar lagið Hvar sem ég fer, sem var afar vinsælt árið 2006. Á móti sól er að undirbúa sína áttundu plötu og er hún væntanleg fyrir jólin. Framundan hjá sveitinni er spilamennska um páskana á Selfossi, Eskifirði, Blönduósi og Akranesi. Árin beint í efsta sæti Á MÓTI SÓL Hljómsveitin Á móti sól á vinsælasta lag landsins. Family Guy eins og þú hefur aldrei séð þau áður! Sérstök söfnunarútgáfa í takmörkuðu magni! Troðfullur af aukaefni m.a. viðtal við George Lucas. ATH: Ótextað 2.299
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.