Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 78

Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 78
46 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. korntegund 6. klukka 8. sæ 9. frostskemmd 11. bor 12. óróleg 14. í vafa 16. tveir eins 17. fæðu 18. svif 20. ekki heldur 21. fálma. LÓÐRÉTT 1. lummó 3. þys 4. fúslega 5. væl 7. flugeldur 10. meðal 13. pili 15. baklaf á flík 16. fjör 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. bygg, 6. úr, 8. sjó, 9. kal, 11. al, 12. ókyrr, 14. efins, 16. tt, 17. mat, 18. áta, 20. né, 21. pata. LÓÐRÉTT: 1. púkó, 3. ys, 4. gjarnan, 5. gól, 7. raketta, 10. lyf, 13. rim, 15. stél, 16. táp, 19. at Frá Hollywood bárust þær fréttir nýverið að kvikmynd um skákeinvígið 1972 hefði fengið grænt ljós og yrði sett í framleiðslu. Þetta er myndin Bobby Fischer Goes To War sem Kevin McDonald mun leikstýra, en hans þekktasta mynd er The Last King of Scot- land. Það er ljóst að Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, verður burðarpersóna í þessari mynd, enda hægri hönd Bobbys Fischers á sínum tíma. „Jú, ég neita því ekki, það hefur eitt- hvað verið hringt í mig út af þessu,“ segir Sæmi. „Það hringdi einhver náungi en ég man ekki hvað hann heitir. Það hafa verið alls konar þreifingar og maður veit ekkert hvað verður úr þessu. Mér hafa verið boðnar prósentur ef myndin verður gerð í samráði við mig. Ég sagði þeim bara að senda samninginn og ég mun svo skoða hann með lögfræðingi. Maður veit nú ekkert hvað verður úr þessu, þetta er allt á frum- stigi enn þá.“ Það er skemmtilegur sam- kvæmisleikur að gera sér í hugarlund hvaða Hollywood-stjarna verður valin í hlutverk Sæma. „Guðmundur G. Þór- arinsson stakk upp á því að Brad Pitt væri rétti maðurinn til að leika mig,“ segir Sæmi og hlær. „Það er ekki leiðum að líkjast, ég segi ekki annað.“ Sæmi sá vin sinn Bobby Fischer síðast um vorið 2007. „Við kvöddumst þá sem vinir. Ég var svo á ferðalagi úti um allan heim, meðal annars á Indlandi og á Spáni, og satt að segja hélt ég að veikindi hans væru ekki jafn alvarleg og þau reyndust. Ef ég hefði vitað það hefði ég reynt að hitta hann aftur.“ - glh Hollywood hringir í Sæma rokk HELLO MR. FISCHER, MY NAME IS SÆMI Brad Pitt myndi rúlla upp hlutverkinu. ALLS KONAR ÞREIFINGAR Í GANGI Sæmi segir samt allt á frumstigi enn þá með sinn þátt í Bobby Fischer Goes To War. „Baugur hafði allavega meiri húmor fyrir þessu en Kvikmyndamiðstöð,“ segir fjöllistamaðurinn og læknir- inn Lýður Árnason. Hann var einn þeirra 46 sem fengu styrk úr Styrkt- arsjóði Baugs sem úthlutað var úr í gær. Lýður og kvikmyndafyrirtæk- ið hans, Í eina sæng ehf., eru með í bígerð kvikmyndina Frostrósir en hún fjallar um minnislausan at hafnamann og unga stúlku á villigötum í lífinu sem hittast fyrir algera tilviljun. „Og þau eiginlega skiptast á minni og peningum, hún á minnið en hann á nóg af peningum,“ útskýrir Lýður en myndin er með dramatísku ívafi. Sagan um minnislausa athafnamanninn virð- ist hafa hitt í mark hjá forsvars- mönnum Baugs sem styrkja verk- efnið um eina milljón. Lýður sótti einnig styrk hjá Kvikmyndamið- stöð en þar talaði hann fyrir dauf- um eyrum. Að sögn læknisins hefur hann þó ekki lagt árar í bát og hyggst bara sækja peningana annars staðar frá. „Við viljum nátt- úrlega gera þessa mynd áður en við drepumst,“ segir hann en meðal þeirra sem höfðu gefið vilyrði sitt fyrir að leika í myndinni voru Gunnar Eyjólfsson, Kristján Frank- lín og Anita Briem. - fgg Baugur styrkir minnis- lausa athafnamanninn FROSTRÓSIR Mynd Lýðs fjallar um minnislausan athafnamann sem kynnist ungri stúlku á villigötum. ÆTLUÐU AÐ LEIKA Gunnar Eyjólfsson og Anita Briem höfðu gefið vilyrði sitt fyrir að leika í myndinni. Magnús Scheving hefur undanfarið hálft ár verið að skrifa bók með dr. Miriam Stoppard sem er kannski hvað þekktust fyrir að vera höf- undur Kvennafræðarans sem kom út á íslensku árið 1988 og svo Stóra kvennafræðarans sem gefinn var út árið 1996. Bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka og Miri- am hefur einnig verið með heilsu- þætti í sjónvarpi. Að sögn Magnús- ar hafa skrifin staðið yfir í hálft ár og bókin mun að öllum líkindum heita How to Raise Healthy Kids eða Hvernig á að ala upp heilbrigð börn. Magnús segir að það hafi verið hæg heimatökin að komast í kynni við Stoppard en hún er góð vinkona forsetafrúarinnar, Dorrit Mousaieff. „Stoppard var sjón- varpsstjarna hérna á árum áður, hún er læknir og mikill fræðingur og því góður samstarfsfélagi,“ útskýrir Magnús. Eftirspurnin eftir sjónvarpsþátt- unum um íbúa Latabæjar og bar- áttu þeirra við Glanna glæp virðist nánast óþrjótandi. Og Magnús segir að bráðum verði farið af stað með framleiðslu þriðju þáttaraðarinnar en upphaflega var gert ráð fyrir að þeirri framleiðslu yrði slegið á frest eftir síðustu þáttaröð og meira gert út á leikið efni. Að sögn Magn- úsar eru allar líkur á því að breska ríkissjónvarpið, BBC, verði einn meðframleiðenda en Magnús hefur verið tíður gestur inni á gólfi sjón- varpsrisans og haldið fyrirlestra um hvernig á að búa til gott barna- efni. Hann segir þó að nýja þátta- röðin verði með eilítið öðruvísi sniði en vill að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær átti Magnús fund með David Cameron, formanni breska Íhalds- flokksins. Cameron á sjálfur þrjú börn sem eru öll forfallnir Lata- bæjar-aðdáendur og hann var því ekki í vafa um að Sportacus, eða Íþróttaálfurinn, væri rétti maður- inn til að lesa yfir hausamótunum á forystumönnum úr heilbrigðis- og matvælageiranum í Bretlandi. „Cameron gerir mikið út á heilsu- samlega ímynd sína og vissi vel út á hvað Latibær gengur,“ segir Magnús en tekur jafnframt skýrt fram að hvorki Latibær né Íþrótta- álfurinn hafi tekið pólitíska afstöðu. „Hins vegar er því ekki að leyna að það er gott að eiga bakland hjá Cameron enda sýna allar kannanir um þessar mundir að hann verði næsti forsætisráðherra Breta,“ segir Magnús en í gær greindi Daily Mirror frá því að þetta her- bragð Íhaldsflokksins hefði farið illa ofan í forsvarsmenn Latabæjar og jafnvel væri núna talað um Cameron sem Glanna glæp breskra stjórnmála. freyrgigja@frettabladid.is MAGNÚS SCHEVING: BBC MEÐFRAMLEIÐANDI AÐ NÆSTU ÞÁTTARÖÐ Magnús Scheving í sam- starf með Dr. Stoppard NÝ ÞÁTTARÖÐ Í FRAMLEIÐSLU BBC verð- ur að öllum líkindum einn meðframleið- andi nýju þáttaraðarinnar um Latabæ. Dýfur á hlutabréfamarkaði virðast ekki hafa áhrif á Hannes Smára- son athafnamann. Að morgni fimmtudags hélt Hannes ásamt fjölskyldu sinni í skíðaferð til Frakk- lands. Þar dvelur hann í eigin fjallakofa og renn- ir sér niður sínar eigin skíðabrekkur. Orðið „kofi“ er ekki lýsandi því híbýlin eru búin öllum þægindum en í fyrra keypti Hann- es sér húsið fyrir 1,2 milljarða. Með í kaupun- um fylgdu tvær skíðabrekkur. Félagarnir Páll Magnússon útvarpsstjóri og hans hægri hönd, Þórhallur Gunnarsson, eru kampakátir þessa dagana. Þeir fara hvergi í launkofa með þá skoðun að þeirra hlutverk og Ríkisútvarps- ins sé fyrst og fremst að standa sig í samkeppni og hafa nú miklar væntingar vegna nýrr- ar könnunar sem er í gangi og gerð er með tæki sem fólk ber á sér og nemur útvarps- og sjónvarpsbylgjur. Þeir telja sig hafa heimildir fyrir því að þar sé RÚV með áður óþekkta yfirburði. Meðan athygli RÚV-ara er á útvarps- og sjónvarpsbylgjutækjum sem suða í vösum fólks leggja þeir Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, og Skarphéðinn Guðmundsson dag- skrárstjóri drög að efnismeiri dagskrá með áherslu á íslenskt efni. Þannig hafa þeir tryggt sér sýning- arrétt á Latabæ auk þess sem nú er í vinnslu ný gamanþáttaröð þar sem meðal annarra Eggert Þorleifsson kemur við sögu. Jeremy Clarkson, sá og hinn sami og stjórnar hinum ofurvinsæla Top Gear, var væntanlegur til landsins í gær og ætlaði að vera viðstaddur frumsýningu þáttarins þar sem farið var á íslenskum jeppabifreið- um á Norðurpólinn. Nánast allir fjölmiðlar landsins fjölluðu um málið og var meðal annars búið að bóka Clarkson í viðtal hjá Kast- ljósinu. En Clarkson réð ekki Við vetur konung sem setti velflestar samgöngur úr skorðum á landinu í gær og varð að hverfa frá á Heathrow-flug- vellinum. - jbg/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það eru buffalo-vængirnir á TGI Fridays, þeir eru æði. Maður borðar þá einu sinni í mánuði og lifir síðan bara í samviskubiti.“ Jón Jósep Sæbjörnsson tónlistarmaður. Sendu sms BTC RAF á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD m yndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 7. febrúar!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.