Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Ferðaskrifstofa Fyrir skemmstu tók ég mér frí frá vinnu á föstudegi, drakk kaffi á kaffihúsi og vafraði um netið. Ég notaði líka tækifærið til að skrifa útlenskum vini tölvu- póst á ensku. Skyndilega tók ég eftir að tölvan var að verða rafmagnslaus. Ég skimaði undir bekkinn sem ég sat á og kom auga á innstungu undir fótum manns- ins á borðinu við hliðina. Sökum bréfaskriftanna voru málstöðv- arnar í öðrum ham en venjulega og án þess að hugsa spurði ég manninn á ensku hvort ég mætti stinga tölvunni í samband hjá honum. Hann hélt nú það. En verra var að ég heyrði strax á málrómnum að þessi maður var ekki útlenskur frekar en ég. NÚ voru góð ráð dýr; annaðhvort að leiðrétta mistökin og líta út eins og bjáni eða halda leiknum áfram. Ég kaus síðari kostinn. Til að koma ekki upp um mig þakkaði ég fyrir á ensku með ýktum, óræðum hreim. Eftir það þyrfti ég aðeins að sitja kyrr þangað til maðurinn færi og ekki segja orð á íslensku upphátt á meðan. Gall- inn var sá að hann sýndi ekki á sér neitt fararsnið. ÞARNA sat ég og reyndi að láta líta út eins og ekkert væri. Sem betur fer hitti ég engan sem ég þekkti og sem betur fer hringdi síminn ekki. En því miður gat ég ekki lesið dagblöðin eins og ég hafði ætlað mér. Það gat sessu- nautur minn hins vegar. Og svo óheppilega vildi til að hann ákvað að lesa Bakþanka Fréttablaðsins. Óheppilega segi ég því aftan á blaðinu var pistill eftir mig með mynd og nafni – útlendinginn sem hann hafði verið að tala við rétt í þessu. HVERNIG get ég spilað mig úr þessu? hugsaði ég með mér í sömu andrá og ég bölvaði í hljóði að heita ekki alþjóðlegra nafni. Myndi hann trúa því að ég væri bandarískur gyðingur að nafni Bergstein? Ég horfði á spilaborg- ina hrynja. Fyrst leit hann á myndina. Svo á mig og aftur á myndina. Síðan veitti hann mér náðarhöggið. „Fyrirgefðu, ert þetta ekki þú?“ Ég kinkaði aum- ingjalega kolli, skreið skömm- ustulega aftur undir bekkinn til að taka tölvuna úr sambandi, tók saman föggur mínar og dagblaðið og gekk vandræðalegur á dyr. MÉR varð hugsað til þessa atviks þegar ég fylgdist með viðbrögð- um manna við REI-skýrslunni. Það er best að viðurkenna mistök strax. Auli Í dag er miðvikudagurinn 8. febrúar, 39. dagur ársins. 9.51 13.42 17.33 9.47 13.27 17.07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.