Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 6

Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 6
6 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hreinar hendur - örugg samskipti Á tilboðií febrúar 2008DAX Handspritt, krem og sápur DAX Sótthreinsiservíettur 20 stk. 393 kr. DAX Hand & húðkrem 600 ml með dælu 496 kr. DAX Handáburður 250 ml 259 kr. NÝJAR H4 og H7 bílaperur frá X-treme Power allt að 80% meira ljós NR. NS880SB 20% afsláttur í febrúar M er ki S he ll er u no tu ð af S ke lju ng i m eð le yfi S he ll Br an ds In te rn at io na l A G . KJARAMÁL Forystumenn Alþýðu- sambandsins, ASÍ, ganga á fund ríkisstjórnarinnar í dag til að ræða aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Forysta ASÍ dustaði í gær rykið af kröfugerð gagnvart ríkinu frá því í haust og gerði á henni breytingar sem verða rædd- ar við ríkisstjórnina í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, ræðir um aðkomu ríkisins að vaxtabót- um, barnabótum, húsaleigubótum og menntamálum svo dæmi séu nefnd. Sátt hefur tekist um útlínur launaliðs nýrra kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins, SA, og landssambanda innan Alþýðu- sambandsins, ASÍ. Miðað er við kjarasamninga sem gilda fram í nóvemberlok 2010. Kjarasamning- arnir fela í sér hækkun almennra launataxta um 18 þúsund krónur við undirskrift, 13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Kjarasamningar iðnaðarmanna taka öðrum breytingum. Þeir hækka um 21 þúsund krónur við undirskrift, 17.500 krónur árið 2009 og 10.500 krónur árið 2010. Miðað er við að nýjar launatöflur taki gildi á hverju ári og ekki gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka álagsgreiðslur á móti taxtabreyt- ingunni. Samkomulag er um launaþróun- artryggingu. Í því felst að þeir sem hafa verið í starfi hjá sama atvinnurekanda og hafa ekki feng- ið að lágmarki 5,5 prósenta launa- hækkun frá 2. janúar 2007 til undirritunar samninga fái það sem á vantar. Enn fremur verði ákvæði fyrir þá sem hafa skipt um starf fram til 1. september 2007. Á árinu 2009 verði launaþróunar- tryggingin 3,5 prósent. Árið 2010 verði almenn launa- hækkun upp á 2,5 prósent auk fyrrgreindra taxtahækkana. „Það er búið að negla þetta niður svona að því gefnu að niðurstaða náist í umræður og viðræður sem eru í gangi um sérkröfur, bæði á vettvangi Alþýðusambandsins sameiginlega og hjá landssam- böndunum hverju fyrir sig, og við erum ágætlega bjartsýn á að það takist,“ segir Grétar. „Síðan verð- ur ekki af okkar hálfu gengið frá kjarasamningum öðruvísi en að ríkisstjórnin sé tilbúin að koma að málinu með myndarlegum hætti,“ segir hann. Landssamböndin innan ASÍ munu funda með fulltrúum Sam- taka atvinnulífsins næstu daga til að ljúka sérmálum. Einnig er verið að kappkosta að ljúka þeim sam- eiginlegu málum sem hafa verið á borði ASÍ gagnvart Samtökum atvinnulífsins. ghs@frettabladid.is Aðkoma ríkisstjórn- arinnar er forsenda Sátt hefur tekist um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um 18-21 þúsund við undirskrift. Samningar gilda til hausts 2010. Ekki verður gengið frá samningum nema ríkisstjórnin komi að með myndarlegum hætti. SAMKOMULAG UM LAUNAÞRÓUNARTRYGGINGU Samkvæmt samkomulaginu gilda kjarasamningarnir fram í nóvemberlok 2010 og fela í sér hækkun upp á 18 þúsund, 13.500 og 6.500 krónur 2008-2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJARAMÁL Stjórn Bandalags háskólamanna, BHM, hefur sam- þykkt ályktun þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við kröf- ur Samtaka atvinnulífsins, SA, á hendur ríkisstjórninni í tengslum við gerð kjarasamninga á almenn- um markaði þar sem krafist er að hið opinbera fylgi sömu launa- stefnu og SA hafi sett fram. „Ríki og sveitarfélög hafa ekki komið að mótun þeirrar stefnu, hvað þá samtök opinberra starfs- manna, og dæmalaust ósvífið að ætlast til þess að kjör opinberra starfsmanna verði ákveðin af öðrum en þeim sem um þau eiga að semja. Stéttarfélög Bandalags háskólamanna eru með sjálfstæð- an samningsrétt og munu að sjálf- sögðu standa fast á þeim rétti. Launakannanir hafa ítrekað sýnt fram á að laun hjá hinu opinbera eru 20 til 30 prósentum lægri en á almennum markaði og úr því þarf að bæta,“ segir í ályktuninni. Stjórn BSRB hefur mótmælt harðlega þessari sömu kröfu SA á hendur ríkisstjórninni. „Þessi krafa um forræðisvald atvinnu- rekenda er ósvífin og ólýðræðis- leg því hún byggir á því að huns- aðar verði kröfur sem fram koma frá hendi samtaka opinberra starfsmanna í kjarasamningum þegar þeir losna í vor. Krafan er einnig ósvífin að því leyti að hún byggir á því að launakjör á þeim stofnunum sem nú búa við vax- andi manneklu vegna bágra kjara verði ekki leiðrétt eins og margoft hefur verið látið í veðri vaka af hálfu stjórnvalda að gert verði í komandi kjarasamningum,“ segir í ályktun sem stjórn BSRB hefur sent frá sér. - ghs MÓTMÆLA HARÐLEGA Stjórn BSRB hefur mótmælt harðlega kröfu Samtaka atvinnulífsins á hendur ríkisstjórninni. Ögmundur Jónasson er formaður BSRB. Stéttarfélög opinberra starfsmanna mótmæla kröfum SA á hendur ríkinu: Ósvífið og ólýðræðislegt Geir H. Haarde forsætisráðherra gerir ráð fyrir að eiga fund í dag með forystumönnum ASÍ og atvinnurekenda til að fara yfir óskir og önnur mál sem tengjast lokastigi kjarasamninga. „Ef tekst að leiða þau mál til lykta erum við vonandi að horfa fram á það að kjarasamningum á almennum markaði ljúki með jákvæðum hætti,“ segir hann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur mikilvægt að stýrivaxtaákvörðun Seðlabank- ans liggi nú fyrir. „Við höfum verið að funda hér með fjármálafyrir- tækjunum og hnýta okkur saman vegna þeirra erfiðleika sem þar steðja að. Ég held að allar for- sendur séu fyrir því nú að hægt sé að ná meira jafnvægi í íslenskt efnahagslíf,“ segir hún. FORSENDUR FYRIR MEIRA JAFNVÆGI VIÐSKIPTI „Ég tel ekki að það sé nein sérstök hætta á ferðum, umfram það sem annars staðar er,“ sagði Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, eftir fund forystumanna ríkisstjórnar- innar og forystumanna í bankakerfinu. Fundurinn var haldinn til að ræða viðbrögð við alþjóðlegri fjármálakrísu, en forsætisráð- herra lét þess sérstaklega getið á Viðskipta- þingi í fyrradag að stjórnvöld myndu ræða við bankamenn um aðgerðir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra sagði að fundurinn hefði ekki síst verið haldinn til að kalla eftir hugmyndum bankastjóranna um hvernig þeir vildu bregðast við og miðla hugmyndum stjórn- valda. „En þetta var fyrst og fremst upplýs- ingafundur.“ Bankastjórar sögðu fátt að fundi loknum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, sagði ekkert hafa komið fram um hvernig stjórnvöld vildu leggjast á árar með bönkunum. „Nei, ég held að menn séu einfaldlega ennþá að skoða hvernig menn geti unnið saman.“ „Þetta var bara almennt spjall,“ sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis. „Þetta var bara upplýsingafundur sem þau báðu um,“ sagði Sigurjón Árnason, banka- stjóri Landsbankans. Geir sagði að ýmsar hugmyndir hefðu verið ræddar, en vildi ekki ræða þær hverja og eina. Nefndi samt hugsanlega hagræðingu í bankakerfinu. Hann nefndi einnig að stofna mætti formlegan samstarfsvettvang banka og ríkisins. Ingibjörg Sólrún nefndi að virkja mætti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sendiráðin til að miðla upplýsingum erlendis um íslenskt fjármálakerfi. - ikh Bankastjórar ræddu við ríkisstjórn um aðgerðir vegna alþjóðlegrar lánsfjárkreppu: Geir segir enga sérstaka hættu á ferðinni FÁMÁLIR BANKAMENN Sigurjón Árnason, Lárus Welding, Guðmundur Hauksson, Guðjón Rúnarsson og Halldór J. Kristjánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN Vilt þú láta setja Geirsgötu í stokk? JÁ 60% NEI 40% SPURNING DAGSINS Í DAG Viltu að Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson verði borgarstjóri? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.