Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 8
8 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Fjórir karlmenn og
ein kona hafa orðið uppvís að því
að svíkja út vörur hjá nokkrum
raftækjaverslunum á höfuðborg-
arsvæðinu fyrir samtals 12,5 millj-
ónir króna. Fyrir liggur að þessi
stórfelldu fjársvik voru þaulskipu-
lögð með löngum fyrirvara. Meðal
annars voru söluaðilar blekktir
með fölsuðum millifærslustað-
festingum úr heimabönkum sem
sendar voru með tölvupósti, er
breytt hafði verið með þeim hætti
að hann virtist koma frá banka.
Fjármunabrotadeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu hóf
rannsókn þessa umfangsmikla
svikamáls 7. febrúar. Tveir menn
voru þá handteknir er þeir voru að
sækja vörupöntun í verslun.
Árvekni starfsmanna þar og í ann-
arri verslun til viðbótar leiddi til
þess að lögreglu var gert viðvart
um hugsanlega tilraun til fjár-
svika. Við rannsókn málsins kom
fljótlega í ljós að fleiri voru
við riðnir það og voru tveir karlar
og ein kona til viðbótar handtekin.
Krafist var gæsluvarðhalds yfir
fjórum þeirra og úrskurðaði Hér-
aðsdómur Reykjavíkur þá í gæslu-
varðhald, sem rann út í fyrradag.
Að því búnu var brotamönnunum
sleppt lausum, enda höfðu þeir þá
allir játað verknaðinn og málið að
því leytinu upplýst. Þeir eru á
aldrinum frá tvítugu og upp í 26
ára.
Lögregla vinnur hins vegar enn
að því að finna hluta munanna sem
fólkið sveik út úr verslununum.
Einhvern hluta hefur tekist að
finna, til að mynda vörur sem fólk-
ið sveik út úr einni verslun á einu
bretti að andvirði um 1,3 milljónir
króna. Þær vörur fundust við hús-
leit á heimili eins sakborningsins.
Það sem fólkið sóttist einkum eftir
við fjársvikin var fartölvur, símar
og annað því tengt. - jss
EFTIRSÓTT Fjársvikafólkið sóttist einkum eftir fartölvum og símum.
Sviku út fyrir
12,5 milljónir
Fjórir karlmenn og ein kona hafa orðið uppvís að
stórfelldum fjársvikum. Þau sviku vörur út úr raf-
tækjaverslunum fyrir á þrettándu milljón króna.
1. Hver hafnaði stöðu þjálfara
karlalandsliðsins í handbolta
nýlega?
2. Hversu margar konur hafa
fengið hæli hér á landi vegna
mansals?
3. Hver er höfundur auglýs-
ingastefsins Geymslur?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 50
VERSLUN Forsvarsmenn Samtaka
iðnaðarins (SI) og Samtaka versl-
unar og þjónustu (SVÞ) hafa játað
að hafa haft með sér ólöglegt
samráð um verðbreytingar vegna
lækkunar virðisaukaskatts á mat-
vælum úr fjórtán prósentum í sjö
prósent, 1. mars síðastliðinn.
Eru samtökin dæmd til að greiða
alls 3,5 milljónir í sekt; SI greiða
2,5 milljónir en SVÞ eina milljón,
enda litið til stærðar samtakanna
við refsiákvörðun.
Engin sérstök leynd var yfir
samráðinu og var greint frá því í
Fréttablaðinu 21. febrúar 2007 og
Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn
málsins í framhaldi af því.
Framleiðendurnir (SI) og smá-
salarnir (SVÞ) lækkuðu verð á for-
verðmerktum matvörum, eins og
kjöti og ostum, áður en til lög-
bundinnar lækkunar kom. Var og
ákveðið að þeir deildu með sér
kostnaði við þetta.
Samtökin segja þetta hafa verið
gert til að tryggja að lækkunin
skilaði sér fyllilega til neytenda á
réttum tíma.
Eftirlitið bendir hins vegar á að
lögin spyrji ekki um tilgang sam-
ráðsins. Allt verðmyndandi sam-
ráð sé ólöglegt. Samráð um lækk-
un geti jú leitt til þess að hún verði
minni en ella.
- kóþ
Samkeppniseftirlitið skoðaði fyrirkomulag við verðbreytingar 1. mars:
Samtökin sektuð fyrir ólöglegt samráð
HÁLEIT
MARKMIÐ
„Áætlað er að þessar
aðgerðir geti leitt til
tæplega 16% lækkunar
matvælaverðs og 2,3%
lækkunar neysluverðs-
vísitölu á næsta ári. [...]
Með þessari lækkun væri
matvælaverð á Íslandi
orðið sambærilegt við
meðalverð á matvælum á
Norðurlöndunum miðað
við upplýsingar [...] frá
Evrópsku hagstofunni.“
- FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ, 9. OKT. 2006
SIGURÐUR JÓNSSON Framkvæmdastjóri SVÞ
kynnti niðurstöðuna í gær og benti þá á að
vegna samráðsins hefðu neytendur notið góðs
af skattalækkuninni tíu dögum fyrr en ella.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
iRobot ehf.
Hólshraun 7, 220 Hfj. • S. 555 2585 • Irobot.is
Umsagnir frá eigendum iRobot Roomba
ryksuguvélmennisins:
...ég hreinlega Elska hana
Varist eftirlíkingarErt þú búin að fá þér eina?
NordicTrack
TM
NAUTILUS TM
ÍRAN, AP Ali Eshragi, sonarsonur
Khomeinis, erkiklerks í Íran, fær
ekki að bjóða sig fram til þings.
Hann segir
úrskurð byltingar-
ráðsins um þetta
ekkert annað en
móðgun við
fjölskyldu sína.
Hann ætlar þó
ekki að gera
neinar formlegar
athugasemdir eða
fara fram á
endurskoðun
úrskurðarins.
Úrskurður
ráðsins er sagður
byggður á viðtölum við nágranna
Eshragis um einkahagi hans.
Kosningar verða haldnar í mars.
Af 7.200 manns sem upphaflega
buðu sig fram hefur meira en 2.000
verið hafnað af byltingarráðinu.
- gb
Sonarsonur Khomeinis:
Fær ekki að
bjóða sig fram
AJATOLLA
KHOMEINI For-
ingi klerkabylt-
ingarinnar í Íran
dó árið 1989.
SJÁVARÚTVEGUR Samkomulag hefur tekist í deilunni um fyrirhugaðar
uppsagnir HB Granda á Akranesi. Samstarf hefur tekist um endur-
menntunaráætlun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar
uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda.
„Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit,
aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu
áhugasviðs,“ segir í frétt á heimasíðu ASÍ.
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að kanna í
samráði við aðila vinnumarkaðarins hvort rétt sé að styrkja og skýra
reglur um hópuppsagnir og taka af öll tvímæli um hvernig standa eigi
að framkvæmd þeirra.
Að mati ASÍ þarf að skýra hvaða ferli upplýsinga og samráðs þurfi
að fara fram áður en ákvörðun er tekin um uppsagnir og tilkynning
um þær sendar vinnumiðlun. Jafnframt verði tekin af tvímæli um
hvaða stjórnvald fari með eftirlit og framkvæmd laganna. - ghs
Uppsagnir HB Granda:
Samstarf um endur-
menntun og ráðgjöf
Auglýsingasími
– Mest lesið
VEISTU SVARIÐ?