Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 16
16 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
ALÞJÓÐLEG SAMKEPPNI UM SKIPULAG VATNSMÝRARINNAR
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
„Það er gaman að sjá
hvað menn hafa lagt
mikið á sig. Hins vegar
vantar ýmislegt,“ segir
Óskar Bergsson, borg-
arfulltrúi Framsóknar-
flokks.
Óskar segist hafa
viljað betri tengingu
við miðborgina í
verðlaunatillögunni.
Vatnsmýrin sé eins
og nýtt úthverfi: „Ég hefði viljað sjá
betri gönguás á milli Kvosarinnar og
Vatnsmýrarinnar. Þar á milli er ekkert
nema autt svæði. Þá finnst mér
hæpið að tala um hvað við ætlum að
gera í Vatnsmýrinni áður en framtíð
innalandsflugsins og miðstöðvar þess
í höfuðborginni er leyst.“ - gar
Borgarfulltrúi Framsóknar:
Ónóg tenging
við miðborgina
SKIPULAGSMÁL „Þar sem við höfðum unnið eina
samkeppni fannst okkur við eiginlega verða að
taka þátt í annarri. Við unnum aftur og erum
alveg í sjöunda himni. Þetta er alveg frábært
fyrir okkur,“ segir skoski verðlaunahönnuðurinn
Graeme Massie.
Tillöguna vann Massie ásamt félögum sínum
Stuart Dickson og Alan Keane í Edinborg. Í
hitteðfyrra unnu þeir samkeppni um samkeppni
um skipulag miðbæjarins á Akureyri.
„Okkar meginhugmynd gengur út á hvernig
hægt sé að byggja á ímynd Reykjavíkur sem
heimsborgar,“ svarar Massie. „101 Reykjavík er
þekkt um allan heim og verkefnið var að búa til
nýjan borgarhluta til að styrkja þá mynd. Borgir
um allan heim keppa um viðskipti og ferðamenn.
Reykjavík er undraverð borg sem keppir svo
sannarlega á heimsvísu.“
Dagur B. Eggertsson, formaður dómnefndar,
tók þannig til orða að tillaga Massies væri eins og
uppdráttur að því að ljúka við þá Reykjavík sem
fyrir væri. „Það hljómar eins og mjög gott hrós
að við höfum náð að fullkomna borgina og við
erum afar stoltir af því,“ segir Graeme Massie.
- gar
Skotar unnu fyrst skipulagssamkeppni á Akureyri áður en þeir sigruðu í Vatnsmýri:
Alveg frábært að vinna aftur
STUART DICKSON OG GRAEME MASSIE Skosku hönnuðirnir til
vinstri við líkan af verðlaunatillögu sinni um framtíðarskipu-
lag Vatnsmýrarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þessi samkeppni
er stórmerkileg því
hún markar nýtt
upphaf að Reykjavík
21. aldarinnar,“ segir
Svandís Svavarsdóttir,
oddviti Vinstri grænna
í borgarstjórn.
Svandís segir að
í Vatnsmýrarsam-
keppninni sé bæði
tekið á þéttingu
byggðar og nýjum kostum í samgöng-
um. „Þarna er það rammað inn að
Vatnsmýrin er algjört lykilsvæði í að
búa til góða og vistvæna höfuðborg
til framtíðar,“ segir Svandís sem telur
hægt að byggja á verðlaunahugmynd-
inni. „Það verður spennandi að nota
hana sem grunn til að búa til gott
skipulag í Vatnsmýrinni.“ - gar
Oddviti Vinstri grænna:
Samkeppnin er
stórmerkileg
SVANDÍS SVAV-
ARSDÓTTIR
Ólafur F. Magnússon
borgarstjóri segir að
sýna beri virðingu
þeirri miklu vinnu
sem sé að baki
Vatnsmýrarsam-
keppninni.
„Það væri fráleitt
að bregða fæti fyrir
þessa vinnu á þessu
stigi. Það liggur fyrir
að þessar tilögur
munu nýtast, hvort sem flugvöllur
verður áfram í Vatnsmýri eða ekki,“
segir Ólafur.
Að sögn Ólafs benda flest rök enn
til þess að ekki finnist annar og betri
kostur en flugvöllur í Vatnsmýri. „Þess
vegna er ég andvígur því að menn
taki óafturkræfa ákvörðun um flutning
flugvallarins á þessu stigi.“ - gar
Borgarstjóri Reykjavíkur:
Nýtist með og
án flugvallarins
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
ÓSKAR
BERGSSON
SKIPULAGSMÁL Tillaga Graemes Massie og
félaga fékk í gær fyrstu verðlaun í samkeppni
Reykjavíkurborgar um framtíðarskipulag
Vatnsmýrarinnar.
Alls voru sendar inn 136 erlendar og
íslenskar tillögur í Vatnsmýrarkeppnina og
fengu sjö þeirra viðurkenningu í gær og verð-
launafé frá um 1,5 milljónum króna til 6 millj-
óna fyrir tillöguna í fyrsta sæti.
Tillaga Massies og samstarfsmanna hans,
Stuarts Dickson og Alan Keane frá Edinborg,
þykir dómnefndinni hafa burði til að verða
útgangspunktur framtíðarþróunar í Vatns-
mýri.
„Hljómskálagarðurinn er stækkaður til
suðurs og ný tjörn umkringd fjölda nýrra
bygginga gerð að miðpunkti Vatnsmýrar-
innar. Göturnar Barónsstígur og Snorrabraut
eru framlengdar, frá Þingholtum að Fossvogi
og á ræmunni milli þeirra eru helstu íbúðar-
svæði, ásamt skrifstofu-
húsnæði og þyrpingum
opinberra bygginga og skóla-
húsnæðis,“ segir í umsögn
einhuga dómefndar um til-
lögu Massies.
„Það er einstakt að eiga á
annað hundrað hektara lands
í hjarta höfuðborgarinnar til
að skipuleggja til framtíðar-
innar, búa atvinnulífi 21. ald-
arinnar kjörskilyrði og stuðla
að heillavænlegri framtíðar-
þróun og samkeppnishæfni samfélagsins,“
sagði Dagur B. Eggertsson,
formaður dómnefndarinnar,
áður en verðlaunahafar voru
kynntir. Dómnefndin var
skipuð þremur borgarfulltrú-
um ásamt fjórum innlendum
og erlendum sérfræðingum.
Dagur sagði mikinn metn-
að hafa verið lagðan í sam-
keppnina. „Sama metnað þarf
að sýna í næstu skrefum,“
sagði hann.
Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir, formaður skipulagsráðs og einn dómnefnd-
armanna, segir verðlaunatillöguna algjörlega
kjörna fyrir svæðið.
„Tillagan er mjög aðgengileg fyrir borgar-
yfirvöld vegna þess að hún er áfangaskipt og
gerir okkur kleift að byrja að vinna strax með
skipulagið hvort sem þarna verður áfram
flugvöllur eða ekki,“ sagði Hanna Birna.
Bæði Hanna Birna og Dagur sögðu það
mikinn kost að tillaga Massise tæki mið af
skipulagi nærliggjandi hverfa í Reykjavík.
„Þetta er klassískt skipulag fyrir klassíska
borg og þess vegna teljum við að það lifi,
hvort sem við nýtum það núna á næstu árum
eða áratugum,“ sagði Hanna Birna.
Borgarráð samþykkti í gær að setja á lagg-
irnar nýjan sjö manna stýrihóp undir for-
mennsku Hönnu Birnu sem ætlað er að starfa
áfram að heildarskipulagi Vatnsmýrarinnar.
„Við munum byrja strax á því að skoða og
skipuleggja þau jaðarsvæði í Vatnsmýrinni
sem er hægt að byrja að byggja á,“ sagði
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
gar@frettabladid.is
Skotar hanna Vatnsmýrina
Tillaga skoskra hönnuða vann samkeppni um skipulag í Vatnsmýri. Gert er ráð fyrir framlengingu Hljóm-
skálagarðsins og nýrri tjörn í blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Borgarfulltrúar eru ánægðir.
DAGUR B. EGG-
ERTSSON
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
SÚLNAGÖNG Vegna erfiðs veðurfars
veita samfelld súlnagöng skjól í
verslunarhverfinu.
MIÐSVÆÐIÐ Á miðsvæðinu eiga að vera
opnar sjónlínur að að kennileitum á
borð við Hallgrímskirkju og Perluna.
TILLAGAN Hljómskálagarðurinn er framlengdur til suðurs og ný tjörn mynduð mitt í nýju Vatnsmýrarhverfi.
PERLAN
NÝJATJÖRN
REYKJVÍKURTJÖRN
HALLGRÍMSKIRKJARÁÐHÚSIÐ
NORRÆNA HÚSIÐ
MIÐSVÆÐI