Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 18
18 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Líf innan veggja fangelsis deyfir frelsistilfinninguna og það eru mikil viðbrigði að standa frammi fyrir því að sjá um sig sjálfur. Við það eykst hættan á því að fangar falli að nýju í farveg afbrota. „Fangar glíma oftar en ekki við félagslega óvirkni eftir dvöl í fang- elsi. Þeir geta misst niður hæfileik- ann að sjá um sig sjálfir og þegar hann er farinn er lítið eftir,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðing- ur hjá Fangelsismálastofnun. Reynslulausn er vandmeðfarið verkfæri fangelsisyfirvalda. Meta þarf hvern fanga fyrir sig; feril hans, hegðun, hættumat sálfræð- inga og ástand. Til þess að mæta þörfum hvers og eins getur Fang- elsismálastofnun beitt sérskilyrð- um sem meðal annars geta verið fólgin í umsjón og eftirliti yfir- valda. Fangar sem hafa setið af sér helming eða tvo þriðju af óskil- orðsbundinni refsingu eiga þess kost að fá reynslulausn. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar, segir að í auknum mæli eigi að beita skilyrðum við reynslu- lausn fanga. Slík úrræði þykja lík- leg til að draga úr ítrekunum brota þar sem með því gefist mönnum tími til að átta sig á breyttum aðstæðum og geta unnið í sínum málum með eftirliti og eftirfylgni kerfisins. Getum vel við unað Samkvæmt tölfræðilegri úttekt sem Fangelsismálastofnun vann fyrir Fréttablaðið rufu fjórtán til 25 prósent fanga skilyrði reynslu- lausnar á árunum 1995 til 2005. Erla Kristín Árnadóttir, lög- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, segir erfitt að segja til um hvort fjöldi þeirra fanga sem brjóta skil- yrði reynslulausnar sé sambærileg- ur við það sem gerist í þeim löndum sem Íslendingar kjósa að bera sig saman við þar sem ekki virðist hald- ið utan um slíkar tölur á sama hátt og tíðkast hér á landi. „Hins vegar tel ég að þessar tölur sýni að við getum vel við unað. Fangelsismálastofnun legg- ur ríka áherslu á endurhæfingu fanga þannig að þeir komi út í sam- félagið að nýju sem betri menn og til þess að stuðla að því eru ýmis úrræði fyrir hendi, svo sem veiting reynslulausnar,“ segir Erla og bendir á að rannsóknir hafi sýnt að ef rétt sé staðið að reynslulausn geti það dregið úr endurkomutíðni í fangelsi. Reynslulausn ekki sjálfgefin Algengast er að fangarnir byrji að neyta fíkniefna, haldist ekki í vinnu og takist ekki að aðlagast lífinu utan veggja. Dæmi eru um alvarleg afbrot fanga á reynslulausn en „sem betur fer er það fátítt,“ segir Þórarinn. Ekki er sjálfgefið að fangar fái reynslulausn. Síbrotamönnum sem hafa rofið reynslulausn áður er ekki veitt reynslulausn nema sérstakar ástæður mæli með því. „Fangar þurfa á fjölskyldunni að halda eins og aðrir. Í þeirra tilfelli getur hjálp frá fjölskyldunni verið þeim lífsnauðsynleg í bókstaflegri merkingu,“ segir Þórarinn. Skilyrðin skýr Allir fangar sem fá reynslulausn þurfa að uppfylla hið almenna skilyrði um að aðili gerist ekki sekur um nýtt brot á reynslutím- anum. Þar að auki má ákveða að reynslulausn sé bundin sérstökum skilyrðum sbr. 2. málsgr. 64. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005: 1. Að aðili sé háður umsjón og eftirliti fangelsismálastofnunar eða annars aðila sem hún ákveður. 2. Að aðili neyti ekki áfengis eða ávana- og fíkniefna. 3. Að aðili hlíti fyrirmælum umsjónaraðila um dvalarstað, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og iðkun tómstunda- starfa. 4. Að aðili sæti sérstakri meðferð innan eða utan stofnunar. Vistun á stofnun getur þó ekki staðið lengur en til loka refsitíma. Rjúfi fangar ofangreind sérskil- yrði er það Fangelsismálastofn- unar að ákveða hvort viðkomandi verði látinn afplána eftirstöðvarn- ar eða hvort skilyrðum skuli breytt eða reynslutími lengdur. Fangelsismálastofnun vinnur nú að því að styðja betur við bakið á þeim sem þarfnast meiri stuðnings og setja á fangann sérskilyrði um að hann sé háður umsjón og eftir- liti. Frelsið getur reynst föngum erfitt Það að koma úr fangelsi getur reynst föngum þungbær raun þótt ótrúlegt megi virðast. Óttinn við frelsið og félagsleg óvirkni getur ýtt þeim út á braut afbrota að nýju. Sjálfsbjargarviðleitnin getur tapast niður. „Þá er lítið eftir,“ segir Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, um ástæður endurkoma. Reynslulausnir með skilyrðum geta dregið úr endurkomutíðni. Magnús Halldórsson og Karen D. Kjartansdóttir fóru yfir reynslulausnir. FRÉTTASKÝRING – BAK VIÐ LÁS OG SLÁ 2. HLUTI GRAFIÐ Í BORÐ Í fangaklefunum eyða menn tímanum með misjöfnum hætti. Í borð- in sem blaðamenn skoðuðu var oftar en ekki búið að rista nöfn fanga sem höfðu dvalið þar í skemmri eða lengri tíma. Á þessari mynd sést að menn sem kallaðir eru Frikki og Robbi höfðu greinilega vera þarna inni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í HEIMSÓKN Inn á heimsóknaganginum á Litla-Hrauni eru ellefu herbergi. Blaða- maður sést hér bregða sér inn í eitt herbergið. Glitta sést í bókahillu þar sem barnabækur er að finna en fangar sem eiga börn fá þau reglulega í heimsókn. Lykillinn að árangri þegar reynslulausn er veitt er oftar en ekki góð tengsl milli fanga og fjölskyldu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 93 51 9 2 52 82 11 4 74 82 47 78 20 67 00 72 40 4242 2 0 55 46 9 1 3131 32 48 13 48 57 62 71 94 5245 58 64 64 59 61 57 Veittar reynslulausnir á 1/2 Með sérskilyrðum Veittar reynslulausnir á 2/3 Með sérskilyrðum 1995 alls: 160 1996 alls: 165 1997 alls: 136 1998 alls: 100 1999 alls: 100 2000 alls: 87 2001 alls: 99 2002 alls: 118 2003 alls: 126 2004 alls: 141 2005 alls: 131 2006 alls: 154 2007 alls: 114 UPPLÝSINGAR UM REYNSLULAUSNIR UPPLÝSINGAR TEKNAR SAMAN AF FANGELSISMÁLASTOFNUN FYRIR FRÉTTABLAÐIÐ „Alla fanga dreymir um að losna úr fangelsi og það eina sem flestir þeirra hugsa um þegar þeir ganga loksins út um dyrnar er að lenda aldrei aftur inni. Það er nú samt þannig að margir lenda með dynk á klefavegg skömmu síðar,“ segir Guðmundur Svavarsson, fyrrverandi fangi. Guðmundur var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp í Héraðsdómi árið 1990, ásamt öðrum manni. Guðmundur var þá 28 ára gamall. Hæstiréttur mildaði dóminn þó í sautján ár. Guðmundur hafði byrjað að nota ólögleg fíkniefni þegar hann var fimmtán ára. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki verið fyrirmyndarfangi á Litla-Hrauni. Árið 2001 fékk hann þó reynslulausn og var þá fluttur á áfangaheimilið Vernd þar sem hann átti að dvelja í þrjá mánuði. Eins og gefur að skilja höfðu gríðarlega miklar breytingar orðið á samfélaginu á þeim árum sem Guðmundur hafði dvalið innan veggja fangelsisins. Hann komst fljótlega að því að frelsið getur verið erfitt viðfangs og fljótlega var hann aftur byrjaður í „bullandi neyslu,“ eins og hann orðar það sjálfur. Tíu mánuðum eftir reynslulausnina var hann aftur kominn inn á Litla- Hraun en á þeim tíma hafði hann framið ýmiss konar afbrot sem hljóðuðu upp á rúmlega árs fangelsisdóm og ofan á það bættist skilorðsbundni dómurinn sem hann hlaut fyrir manndrápið. Honum var því gert að sitja inni í sex ár til viðbótar. „Eina markmið mitt hafði verið að fara ekki aftur inn. Það var þó svo skrýtið að þegar ég var kominn aftur inn í klefa sá ég að mér leið í raun best lokaður inni með vegginn sem eina vin minn. Það var ekkert í minni fortíð sem sagði annað en ég væri einn af landsins mestu lúserum og hand- ónýtur þjóðfélagsþegn,“ segir hann um endurkomuna í fangelsið. „Ég kalla þetta ferli „boomerang-effect“. Maður þeytist út og heldur að leiðin í burt verði sem lengst frá fangelsinu, svo veit maður ekki fyrr en maður er kom- inn til baka,“ segir Guðmundur þegar hann er beðinn um að lýsa upplifun sinni. Árið 2005 var Guðmundur sendur á meðferðarheim- ilið í Krýsuvík á grundvelli samnings sem þá var á milli heimilisins og Fangelsismálastofnunar. Hann segist hafa farið í margar meðferðir áður en hann var sendur þangað en ekkert hafi borið árangur nema það starf sem unnið var í Krýsuvíkursamtökunum en þau segir hann eina staðinn þar sem almennilega sé unnið eftir 12-spora kerfinu. „Föngum er oft nauðsynlegt að fara í gegnum ákveð- ið enduruppeldi þar sem margir þeirra kunna oft ekkert að vera í samfélaginu eða hugsa um sig. Ég var einn þeirra en mitt enduruppeldi fékk ég í Krýsuvík. Ég vona að hægt verði að gera reynslulausnir mark- vissari svo hægt sé að halda betur utan um fólk sem er að byrja að fóta sig í lífinu á nýjan leik og frekari áhersla verði lögð á lífsleikni. Það er hellingur af fólki innan fangelsiskerfisins sem er allt af vilja gert til að hjálpa til við betrun en hefur hins vegar skort úrræði. Auk þess gleymist stundum að það er lítið hægt að gera fyrir fólk ef ekki er tekið á fíkninni.“ LENTI MEÐ DYNK Á KLEFAVEGG SKÖMMU EFTIR AÐ HAFA LOKIÐ ELLEFU ÁRA FANGELSISVIST ÖNNUR GREIN AF FJÓRUM Á morgun: Útlendingar í íslenskum fangelsum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.