Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 26
26 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Þessa dagana heyrir maður víða utan af sér að stjórnmála- menn almennt eigi í vanda. Að búið sé að gengisfella stjórnmálin og traust fólks á stjórnmálamönn- um fari þar af leiðandi minnk- andi. Á örfáum mánuðum hefur tvisvar verið myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík en forsendur valda- skiptanna virðast ekki vera aðrar en einhvers konar refskák; óvinir gærdagsins eru skyndilega orðnir vinir og öfugt. En hvað felst í gengisfellingu stjórnmálanna? Hverjar geta verið orsakir þess að stjórnmálamenn missa traust almennings? Og er sanngjarnt að alhæfa um stjórnmálamenn almennt að þessu leyti? Stjórnmál geta snúist um ýmsa hluti. Eitt af grundvallaratriðum stjórn- málanna er að þar er tekist á um framtíðina og sýn okkar á það hvernig æskilegt samfélag eigi að vera. Við gerum þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir séu málefnalegir og ekki síst að þeir standi við þau fyrirheit sem þeir hafa gefið í kosningabaráttu. Við megum ekki gleyma því að allur hasarinn í borgarstjórn Reykja- víkur hefur frá upphafi snúist um þetta. Orkuveitan í almannaeign Síðastliðið haust hugðist þáver- andi borgarstjórnarmeirihluti framkvæma grundvallarbreyt- ingu á Orkuveitu Reykjavíkur sem enginn flokkur hafði haft á stefnuskránni í borgarstjórnar- kosningunum 2006. Það átti að sameina Orkuveitu Reykjavíkur öðru fyrirtæki og afhenda þessu fyrirtæki stóran hluta af eigum Orkuveitunnar. Búið var að velja forystumenn án skýringa, þeim afhentir kaupréttarsamningar upp á tugi milljóna og fundur í stjórn fyrirtækisins sem átti að staðfesta gjörninginn var ólöglega boðaður. Mikil og þverpólitísk samstaða virtist vera að myndast um þetta og aðeins einn flokkur lýsti einarðri andstöðu við þessa hálfeinkavæð- ingu um leið og þessir málavextir voru kunnir. Það var að sjálf- sögðu Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Eftirmálann þekkja allir. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu og meirihluti borgar- stjórnarflokksins vildi ganga lengra og einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórnar- meirihlutinn klofnaði í málinu og nýr meirihluti var myndaður. Framan af var óljóst um framtíð Orkuveitu Reykjavíkur en góðu heilli var oddviti vinstrigrænna, Svandís Svavarsdóttir, sett í lykilstöðu til að móta hana. Ávinningurinn af því starfi kemur berlega í ljós núna þegar myndað- ur er nýr hægrisinnaður meiri- hluti í Reykjavík. Í málefnasamn- ingi hans kemur fram að Orkuveita Reykjavíkur eigi að öllu leyti að vera í eigu almenn- ings. Þetta er dæmi um málefna- legan árangur af stjórnmálum. Fyrir rúmum fjórum mánuðum voru borgarfulltrúar vinstri- grænna einir um þetta sjónarmið, en núna ríkir fullkomin samstaða um það í borgarstjórn Reykjavík- ur. Eftirsókn eftir embættum Í samhengi við þetta virðist manni skipta óendanlega miklu minna máli hvaða flokkar eiga formann hinnar eða þessarar nefndar í borgarkerfinu, eða hver fær að vera borgarstjóri. Eftirsókn eftir embættum er nefnilega ekki eitt af þeim verkefnum sem almenningur hefur kosið stjórnmálamenn til að sinna. Þeir virðast hins vegar misskilja það. Þess vegna þurfum við núna að ekki einungis að þola umræður um jafn fánýta hluti og hvort borgarstjórinn heitir Dagur eða Ólafur – heldur leikur allt á reiðiskjálfi yfir því hver á að vera borgarstjóri eftir eitt ár. Verður það Vilhjálmur Þ. eða Hanna Birna, eða kannski einhver fígúra sem Geir H. Haarde treður í embættið til að sýna að hann sé sá sem ræður í Sjálfstæðisflokkn- um. Vantraust á stjórnmálamönnum er ekki ný bóla á Íslandi. Fyrir 25 árum var nákvæmlega sama umræða í gangi og við heyrum núna. Ýmsar skýringar voru nefndar fyrir þverrandi trausti og áliti á stjórnmálamönnum, en ástæða er til að vekja athygli á orðum Jóns Baldvins Hannibals- sonar, sem þá var nýsestur á þing, og taldi eina ástæðu vera þá „að stjórnmálamenn, og sérstaklega meðlimir löggjafarvaldsins, eru alltaf að leita eftir því að gerast allt annað en þeir eiga að vera. Þeir eru að sækjast eftir starfsað- stöðu og völdum á sviði fram- kvæmdarvaldsins í stað þess að tryggja sjálfstæði sitt til eftirlits með því“. Þessa varnaðarorð Jóns Baldvins voru frekar skynsam- leg, en þróunin hefur ekki orðið sú sem hann vildi árið 1982. Þess í stað er stöðugt verið að auka veg framkvæmdavaldsins og mark- mið stjórnmálamanna er fyrst og fremst að vera embættismenn fremur en fulltrúar kjósenda. Þeir vilja vera ráðherrar og borgarstjórar í stað þess að setja valdi þessara blessuðu –herra og –stjóra einhverjar skorður. En sú pólitík sem snertir líf almennings í landinu snýst um allt annað. Gengisfelling stjórnmálanna SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Lýðræðið UMRÆÐAN Sjávarútvegur og mannréttindi Í Fréttablaðinu 7. febrúar sl. birtist stutt og yfirlætislaus frétt undir fyrirsögn- inni: „Grétar Mar Jónsson: Undrast þögn þjóðkirkjunnar“. Grétar Mar, alþingis- maður Frjálslynda flokksins, kallar þar eftir afstöðu presta þjóðkirkjunnar til þess álits Mannréttindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, að Alþingi Íslendinga hafi brotið mannréttindi á þegnum þessa lands með því að afhenda sérvöldum gæðingum sameiginlega auðlind í eigin- hagsmunaskyni og endurreisa þar með lénsskipulag á Íslandi. Undir þetta ákall Grétars Mars skal hér eindregið tekið. Reyndar er með hreinum ólíkindum að prestar þjóðkirkjunnar hafi nánast slegið þagnar- múr um siðleysi gjafakvótakerfisins. Á meðan sjávarbyggðir landsins voru tættar í sundur og í stað samheldni komu sundruð samfélög, þögðu leiðtogar kristinna manna í landinu. Einn prestur stóð samt sína vakt, hélt sínu striki í gegnum þykkt og þunnt og lét ekki bugast, þótt hart væri að honum sótt af valdsmönnum. Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, hefur ítrekað gagnrýnt gjafakvótakerfið á grundvelli kristilegs siðgæðis. Nýleg dæmi eru predikun í Neskirkju 3. apríl 2005 og á sjómannadaginn 3. júní 2007. Örn ritaði einnig pistla í DV fyrir nokkrum árum og fann ítrekað að kerfinu. Smásaga hans „Íslensk fjallasala hf.“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins 10. apríl 1999 og olli miklu fjaðrafoki en hún fjallaði öðrum þræði um gjafakvótakerfið og þá tilhneigingu í þjóðfélaginu að allt sé til sölu. Ef farið er inn á heimasíðu sr. Arnar, ornbarður.annall.is, og slegið inn leitarorðinu „kvót“ kemur upp nær tugur af ræðum og pistlum, þar sem vikið er að kvótakerfinu. Íslenska þjóðkirkjan þarfnast hugrakkra presta á borð við sr. Örn og fleiri presta, sem þora að berjast gegn rangsleitni og mannréttindabrotum – ekki bara í útlöndum en einnig á heimaslóð, þegar brotin eru heilög réttindi á fólkinu, sem þeir eiga að þjóna. Höfundur er prófessor. Hugrakkir prestar óskast SVANUR KRISTJÁNSSON Ekki alveg sjálfur Í Kastljósi á miðvikudag vék Gísli Marteinn Baldursson sér fimlega undan spurningum um hvort hann styddi Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson ef hann ákvæði að verða borgarstjóri að rúmu ári. Gísli sagði að Vilhjálmur hefði farið fram á svigrúm til að meta stöðu sína; hann yrði að komast að niðurstöðu sjálfur og aðrir borgarfull- trúar myndu styðja hana, svo lengi sem þeir fyndu að það væri í góðri sátt við borgarbúa. Síðar í þætt- inum sagði Gísli hins vegar að hann gerði ráð fyrir að Vilhjálmur tæki ákvörðun í samráði við aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfsagt er það bara varúðarráðstöfun ef Vilhjálmur skyldi komast að „rangri“ niðurstöðu. Til hvers? Settur hefur verið á laggirnar stýri- hópur sem á að fjalla um skipulag Vatnsmýrarinnar. Hópurinn á að vinna á grunni tillagna sem fram komu í alþjóðlegri hugmyndasam- keppni, en í þeim öllum er gert ráð fyrir að flugvöll- urinn víki. Borgarstjórn- armeirihlutinn boðar aftur á móti óbreytt ástand í flugvallarmálinu út kjörtímabilið. Ekki verður því betur séð en að skipun þessa stýri- hóps sé með öllu tilgangslaus. Áfram Svandís Vinstri græn eru harðir gagnrýnendur en elsk að forystumönnum sínum. Flokksmenn fylkjast nú um Svandísi Svavarsdóttur og hver á fætur öðrum skrifar lofgrein um framgöngu hennar í REI-málinu og stýrihópinn sem hún leiddi. Á mánudag skrifaði Huginn Freyr Þorsteinsson grein um „pólitískt ippon“ Svandísar; Árni Þór Sigurðsson alþingismaður hamraði járnið daginn eftir undir fyrirsögninni „Afrek Svandísar“ og í gær birtist grein í Mogga eftir Jón Bjarnason alþingismann með yfirskriftinni „Sigur Svandísar“. Hafi það farið framhjá einhverjum skal því haldið til haga hér að Vinstri grænum finnst Svandís frábær. bergsteinn@frettabladid.is M un meiri áhugi er fyrir því að kasta krónunni og taka upp evru, en ganga í Evrópusambandið. Nokkuð sama virðist hvort litið er til skoðanakann- ana meðal almennings eða skoðanakannana meðal forsvarsmanna fyrirtækja; áhuginn fyrir upptöku evru er mun meiri en áhuginn fyrir aðild að ESB. Þá hafa var- færnir stjórnmálamenn í Evrópusambandsmálum talað um að skoða þurfi hvort hægt sé að taka upp evru áður en full aðild að Evrópusambandinu sé tekin til greina. Svo virðist sem nú þurfi að endurskoða þessa afstöðu. Skýrt kom fram á Viðskiptaþingi í gær, bæði hjá stjórnarmanni í Evrópska seðlabankanum og sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi, að einhliða upptaka evrunnar myndi leiða til árekstra við Evrópusambandið. Spurningin virðist því frekar verða hvort við viljum taka upp evruna innan Evrópusambandsins eða halda í krónuna utan þess. Þetta er nokkuð sem forsvarsmenn tveggja af hverjum þremur fyrirtækjum þurfa að taka afstöðu til, en það er það hlutfall for- svarsmanna fyrirtækja sem vilja losna við krónuna. Meirihluti þeirra er nú því mótfallinn að ganga í Evrópusambandið. Það hlutfall gæti breyst ef möguleikinn á því að kasta krónunni fyrir evru án sambandsaðildar er ekki lengur talinn fyrir hendi. Formaður Viðskiptaráðs sagði á Viðskiptaþingi í gær brýnt að huga vel að efnahagslegum áhrifum aðildar að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins hafa tekið mun dýpra í árinni og hvatt til aðild- ar. Nú er komið að Samtökum atvinnulífsins að gera upp við sig, hvort það telji félagsmönnum sínum, og þjóðinni allri, hagstæðara að standa utan aðildar eða innan. Það sem hefur helst staðið í vegi fyrir sameiginlegri ályktun SA er mismunandi afstaða tveggja aðildarfélaga; Samtaka iðnaðarins og Landssambands íslenskra útvegsmanna. LÍÚ hefur verið mótfallið aðild á þeirri forsendu að þjóðin muni missa forræði yfir auðlindum sínum. Á sama tíma heyrist frá forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja jákvætt við- horf gagnvart upptöku evru. Ef hagsmunir tryggari gjaldeyris en krónunnar reynast nógu ríkir meðal útvegsmanna gæti afstaða þeirra til aðildar breyst. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verð- ur haldinn upp úr miðjum apríl. Ekki er ólíklegt að ekki síðar en þá hafi samtökin myndað sér skoðun á upptöku evrunnar annars vegar og aðild að Evrópusambandinu hins vegar. Alþýðusambandið segir EES-samninginn hafa veikst og hefur áhyggjur af stöðu hans. Ef afstaða þess til alþjóðasamstarfs er skoðuð virðist ljóst að ASÍ er ekki fráhverft aðild. Það á bara eftir að taka skrefið og lýsa yfir stuðningi. Þegar þessir tveir stóru hags- munahópar, samtök launþega annars vegar og atvinnurekenda hins vegar, hafa gert upp við sig hvort hagsmunir þeirra félags- manna fara betur með eða án krónunnar er von til þess að stjórn- málamenn fari að ranka við sér í umræðunni. Hún virðist í það minnsta vera komin á fleygiferð alls staðar nema á þingi. Innganga í Evrópusambandið og upptaka evru: Eitt leiðir af öðru SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Spurningin virðist því frekar verða hvort við viljum taka upp evruna innan Evrópusambandsins, eða halda í krónuna utan þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.