Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 51

Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 51
að verði ofan á í sumar miðað við það sem ég hef séð og upplifað er að dömurnar fara að stytta hár sitt með vorinu. Þetta verður í alls- kyns útfærslum en þó áfram með síðum toppum. Síða hárið verður frjálslegt með styttum en kannski eru krullur eða liðir aðeins meira á innleið og það kæmi mér ekki á óvart að permanentið færi að koma sterkt inn,“ segir Hreiðar. Það ætti að henta honum vel enda byrj- aði hann í hárgreiðslu þegar hver einasta kona var með permanent og því er hann eiginlega kominn hringinn. En þannig er lífið bara! martamaria@365.is endurspeglar kannski lífsstílinn en Danir eru meira úti en við Ís- lendingar,“ segir Hreiðar og Jó- hann bætir því við að þær dönsku komi almennt sjaldnar, kannski tvisvar, þrisvar á ári og endurbóki síður. „Konur eru almennt betur til hafðar hárlega séð á Íslandi. Danskir strákar eyða hins vegar miklum peningum í útlitið og fara mjög oft í klippingu. Þeir mössuðu metróið, eru hryllilega mikið stíl- iseraðir. Þeir eru líka ofboðslega líkir. Íslenskir strákar eru miklu afslappaðri,“ segir Hreiðar og upp sprettur mikil umræða um karl- menn og snyrtimennsku. Aðspurðir um hver þróunin sé í rekstri hárgreiðslustofa segir Jó- hann: „Það er margt að gerast núna. Til dæmis eru herrastofur að verða miklu stærri hluti af markaðnum. Strákar eru farnir að eyða miklu meiri tíma í að fara í nudd, spa og handsnyrtingu. Þetta á bara eftir að aukast,“ segir Jóhann. Þegar þeir félagarnir eru spurðir hvort þeir séu svona miklir snyrtipinnar sjálfir þvertaka þeir fyrir það og Hreiðar segist stundum ekki raka sig svo vikum skipti. „Það sem er að gerast, miðað við álagið á vinnu- stöðum, þá finnur fólk sér leið til að slaka á. Það kaupir slökun og frítíma og þá er frábært að koma á staði eins og Loft Salon þar sem hægt er að slappa af og gleyma amstri hversdagsins.“ Þeir vilja að fólk gefi sér tíma þegar það kemur á hárgreiðslustofu hvort sem kúnn- inn kemur í hálftíma eða tvo tíma. „Það er lykilatriði að njóta augna- bliksins þegar það er á stofunni í stað þess að bíða eftir því að geta hlaupið út. Við viljum að fólk nái að slappa af, fái sér hvítvínsglas eða orkudrykk og taki jafnvel vini sína með sér á hárgreiðslustofuna,“ segir Jóhann. Að nema land í Danmörku og opna þar fyrirtæki er heilmikið mál. Þegar þeir eru spurðir að því hvort þetta hafi ekki vaxið þeim í augum vilja þeir ekki meina það. „Nei, ég held að það sé það íslenska í okkur. Við létum slag standa. Okkur var sagt að Danir væru svipaðir Íslendingum og það hefur verið raunin. Það eru margir hlut- ir sambærilegir, vinnuumhverfi og tíska. Svo styrkti það stöðu okkar að hafa Redken með sér í liði,“ segir Jóhann en Loft Salon er flaggskip Redken í Kaupmanna- höfn. Þegar viðtalið er tekið er tískuvikan í Kaupmannahöfn að byrja en hárgreiðslufólkið á Loft Salon sér um hárið á fyrirsæt- um fyrir nokkrar sýningar. Eftir tískuvikuna fer Hreiðar til París- ar þar sem hann drekkur í sig nýj- ustu strauma og stefnur en bæði Loft Salon og Salon VEH eru hluti af Haute coiffure francaise. Eftir tískuvikuna í París var Hreiðar afar hrifinn. „Það sem mér finnst og held SAMRUNI HUGMYNDA Að sameina hárgreiðslustofu og hótelbar virkar frábærlega. MYNDIR/TEITUR JÓNASSON 15. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR • 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.