Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 52

Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 52
10 • FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 RÓMANTÍSK BLÓMAHÁR- SPÖNG eftir Telmu setur punktinn yfir i-ið fyrir árshátíðina, fæst í Trilogiu. RÖNDÓTTUR KJÓLL frá verslun- inni Kron Kron, stór- kostlegur í samkvæmi eða bara við grófar sokka- buxur og flata skó. Beint á móti íslenska sendiráðinu hélt danska tískudrottningin Malene Birger tískusýninguna sína. Þetta var stærsta fatalínan sem sýnd var á tískuvikunni. Línan hennar Malene Birger snerist um andstæður, klassísk á móti ofurskreyttu, skarpar línur á móti fljótandi formum, handmál- að silki á móti dýraprenti. Í bland við hinu klassísku svörtu og gráu vetrartóna var mjög skarpur gulur, bleikur og grænn litur. Aukahlutirnir voru ekki í felum, töskurnar voru ofurstórar, stígvélin upp á læri og treflarnir náðu niður í golf. Glamúr og glæsileiki einkenndi alla sýninguna. Merkið Baum und Pferdgarten hefur verið að gera frábæra hluti síðustu miss- erin en það hefur verið selt á Íslandi í nokkur ár. Fyrst í versluninni Dýrinu og nú í Ilse Jacobsen á Garðatorgi. Tónlistin á sýningu Baum und Pferdgarten var bland af dj og orgelleik og tónaði það vel við fötin. Sviðið var ákaflega stórt og fyrirsæturn- ar notuðu ekki hefðbundið göngulag, stunum gengu þær hratt og svo hægðu þær á sér. Fötin voru kvenleg, blanda af klassískum og nútímalegum formum. Jakk- ar með rykktum ermum sem voru teknar saman um olnboga, síðar grófar peysur yfir stutta silkikjóla, fallega sniðnar buxur og plíseruð pils. Baum und Pferdgar- ten sýndu marga fallega liti, djúpgrænan, bland af gráum og gulum tónum, sjó- liðabláan og skærbleikan. Efnin voru hreinn lúxus, kasmírull og silki í bland við annað fínerí. Allir gengu út með bros á vör því fötin hjá Baum und Pferdgarten eru fyndin og falleg. - ho Lífleg hausttíska í Kaupmannahöfn Malene Birger hefur aldrei sýnt eins stóra línu. Ís- lenskar konur geta keypt línuna í verslun- inni Kultur. Íslenskar konur þekkja Munthe plus Simons- en en það merki fæst í sam- nefndri verslun á Vatns- stíg. t íska ferskleiki dagsins í dag Bleikir kjólar &loðfeldir ÍS L E N S K A S IA .I S K E L 4 11 38 0 2. 20 08 Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is Full búð af nýjum vörum. Nýtt kortatímabil. Áhrif inn í vorið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.