Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 74
38 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Þessa dagana er verið að halda upp á 25 ára afmæli mest seldu plötu
sögunnar, Thriller með Michael Jackson sem kom upphaflega út 30.
nóvember 1982. Tímamótanna er meðal annars minnst með nýrri
tvöfaldri viðhafnarútgáfu sem inniheldur eitt áður óútgefið lag, nýjar
endurgerðir af lögum af plötunni eftir
menn eins og Kanye West og will.i.am
og myndbönd og sjónvarpsupptökur á
DVD-disk. Auk þess er geisladiskurinn
sjálfur að sjálfsögðu gulllitur.
Michael Jackson gerði Thriller með
Quincy Jones. Upptökurnar tóku fjóra
mánuði og allan þann tíma var unnið
fram á rauða nótt. Þeir hittust fyrst
árið 1977 þegar Quincy var að vinna
við kvikmyndina The Wiz sem Michael
lék í. Í framhaldi af því tókst þeim með
herkjum að sannfæra stjórnendur
Epic-plötuútgáfunnar um að Quincy
væri ekki of djassaður fyrir gömlu
Motown-unglingastjörnuna og Quincy
stjórnaði upptökum á fyrstu sólóplötu Michaels, Off The Wall, sem
kom út 1979. Hún seldist í 10 milljónum eintaka þannig að þegar röðin
var komin að Thriller var samstarfið búið að sanna sig.
Thriller er mögnuð plata fyrir margra hluta sakir. Þeir sem bera
ekki mikla virðingu fyrir Michael Jackson segja sumir að vissulega sé
Thriller ágæt, en það sé allt Quincy Jones að þakka. Quincy á vissulega
mikið í plötunni, en það breytir því ekki að þrjú bestu lög plötunnar,
Wanna Be Startin’ Somethin’, Beat It og Billie Jean eru öll samin af
Michael sjálfum. Það síðastnefnda er reyndar eitt af flottustu popplög-
um sögunnar – ég held því fram, a.m.k. þangað til einhver sannfærir
mig um annað, að það sé ekki flottara grúv í neinu öðru popplagi...
Thriller er 25 ára. Ein af mínum uppáhaldsplötum. Þegar hún kom út
var mér samt slétt sama. Var of upptekinn af því að hlusta á Birthday
Party, Cramps, Pere Ubu og The Fall til að leggja við hlustir. Það kom
nokkrum árum seinna...
25 ára snilldarverk
THRILLER Inniheldur meðal annars
lagið Billie Jean sem skartar flottasta
grúvi sögunnar.
> Plata vikunnar
Hot Chip - Made in the Dark
★★★★
Þessi þriðja plata Íslandsvinanna
hressu í Hot Chip lætur lítið yfir sér
við fyrstu kynni en fer að svínvirka
eftir nokkrar hlustanir. Spilist hátt!
TJ
> Í SPILARANUM
Poetrix - Fyrir lengra komna
Bob Mould - District Line
Midnight Juggernauts - Dystopia
Mountain Goats - Heretic Pride
Vampire Weekend - Vampire Weekend
POETRIX VAMPIRE WEEKEND
Tíu ár eru síðan ein áhrifa-
mesta plata samtímans
(og að margra mati ein sú
besta) kom út. En af hverju
er In the Aeroplane Over
the Sea svona mikilvæg?
Steinþór Helgi Arnsteinsson
greinir frá arfleifð Neutral
Milk Hotel.
Neutral Milk Hotel var umfram
allt einmenningsverkefni Jeff
Mangum, aðallaga- og textahug-
myndasmiðs sveitarinnar. Hann
sankaði síðan að sér tónlistarmönn-
um héðan og þaðan og úr varð
NMH. Hljómsveitin sendi einungis
frá sér tvær plötur, hina fyrr-
nefndu In the Aeroplane Over the
Sea (1998) og On Avery Island
(1996).
Magnaðar lagasmíðar
ITAOTS er platan sem ritaði nafn
NMH í sögubækurnar. Platan er
þemaplata og sækir efni sitt í feg-
urri og bjartari hliðar dagbókar
Önnu Frank. Textarnir eru oft í
meira lagi súrrealískir og inn-
hverfir en tala skýrt til flestra.
Þannig eru til fjölmargar sögur af
því að oft hafi áhorfendaskarar á
tónleikum NMH yfirgnæft sjálfa
hljómsveitina með söng sínum.
Hugmyndaríkar útsetningar
halda einnig merkjum ITAOTS
auðveldlega á lofti. Frumlegt brass
setur sinn svip á plötuna en það eru
ekki síður einföldu lögin, þar sem
Mangum kyrjar einn með gítarinn,
sem vekja eftirtekt. Söngurinn er
fullur ofsa og ákefðar en flýtur
samt í fullkomnu jafnvægi við lag-
línurnar.
Þrúgandi þögnin
Af hverju ekkert meira hefur
heyrst frá NMH síðan ITAOTS
kom út er ráðgáta. Hvernig fylgir
maður samt eftir slíku stórvirki?
Spekingar hafa ýmist sakað Mang-
um um heigulshátt eða sagt það
hafa verið rétt að hætta á toppnum.
Hver hefði samt ekki viljað heyra
meira frá NMH?
Þrátt fyrir að taka ekki nema
rétt um fjörutíu mínútur í flutningi
eru áhrif plötunnar ITAOTS ótví-
ræð. Eins og sjá má á næstu síðu
finnast áhrifin á mörgum stöðum
og listinn er langt frá því tæmandi.
Til dæmis má nefna að grínistinn
Fellur aldrei í gleymsku
ÁHRIFAMIKLIR Jeff Mangum (sá með engil í fanginu) og félagar hans í Neutral Milk
Hotel fagna um þessar mundir tíu ára afmæli plötunnar In the Aeroplane Over the
Sea sem er með betri plötu síðasta áratugar.
Hljómsveitirnar Amiina og Seabear ásamt
Jóhanni Jóhannssyni og Ólafi Arnalds koma
fram á Iceland Airwaves-tónleikum í menn-
ingarmiðstöðinni Bozar í belgísku borginni
Brussel í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af lista-
hátíðinni Iceland on the Edge sem er stærsta
menningar- og kynningarhátíð Íslands á
erlendri grundu á þessu ári. Hátíðin fer fram
í Brussel og hefst formlega 26. febrúar.
Síðari tónleikarnir á vegum Iceland Airwa-
ves fara fram 8. mars á tónleikastaðnum
Ancienne Belguique þar sem fram koma múm,
Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes.
Iceland on the Edge stendur yfir í fjóra
mánuði, eða fram undir miðjan júní. Dagskrá
hátíðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er um
að ræða metnaðarfulla íslenska menningar-
dagskrá sem hefur verið unnin í samstarfi
við Bozar, stærstu menningar- og listamið-
stöð Belgíu, sem og eitt vinsælasta tónlistar-
hús Brussel á sviði popp- og rokktónlistar,
Ancienne Belgique. Hins vegar verða haldnir
ýmsir íslenskir viðburðir á sviði ferða-, ráð-
stefnu-, orku- og alþjóðamála.
Íslenskt í Belgíu
AMIINA Hljómsveitin
Amiina spilar í Belgíu í
kvöld ásamt Seabear,
Jóhanni Jóhannssyni og
Ólafi Arnalds.