Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 79

Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 79
FÖSTUDAGUR 15. febrúar 2008 Nýir nágrannar Kate Moss eru hæstánægðir með að hafa fengið ofurfyrirsætuna í hverfið. Nærvera allra papparassanna sem fylgjast með hverju einasta skrefi fyrirsætunnar hefur orðið til þess að glæpatíðni í hverfinu hefur hríðfallið. Nágrannarnir eru því töluvert sáttari við Moss nú en í síðasta mánuði, þegar lög- reglu bárust margar kvartanir yfir háværu partíi á heimili hennar. Al Pacino fer væntanlega með hlutverk illmennisins í næstu Bond-mynd, Quantum of Solace. Hlutverkið verður lítið en gríðarlega mikilvægt, og vonast framleiðendur til þess að hann verði besta Bond-illmenn- ið hingað til. Pacino myndi þannig fylgja í fótspor leikara á borð við Christop- her Walken, Christopher Lee og Robert Carlyle, sem hafa allir leikið erkifjendur Bond. Á sjúkrahúsinu þar sem börn Jennifer Lopez og Marc Anthony koma í heiminn hafa verið æfð við- brögð við mögulegum mannránstil- raunum. „Sjúkrahúsið verður með mikinn viðbúnað þegar Jennifer kemur til að fæða. Starfsfólk hefur æft viðbrögð, ef vera skyldi að það þyrfti að láta reyna á þau.“ Starfs- maður sjúkra- hússins staðfesti að slík æfing hefði farið fram, en sagði tíma- setninguna tilviljun eina. Kylie Minogue hefur beðið hátískuhönnuðinn Jean Paul Gaultier um að hanna klæðnað fyrir komandi tónleikaferðalag hennar. Minogue leggur upp í tónleikaferðina KylieX2008 í byrjun maí, og vill klæðast fágaðri fötum en oft áður, þar sem fertugsafmæli hennar nálgast nú óðfluga. Gaultier sá einnig um eftirminnilega búninga á Blonde Ambition-tón- leikaferðlagi Madonnu árið 1990. FRÉTTIR AF FÓLKI Íslenska leikstjóranum Sólveigu Anspach hefur verið falið að leik- stýra stórri franskri sjónvarps- mynd um femínistann og anarkist- ann Louise Michel fyrir France 2-sjónvarpsstöðina. Undirbúning- ur er nú á lokastigi en Silvie Test- ud fer með aðalhlutverkið í mynd- inni. Testud hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í kvikmyndinni La Vie en rose sem fjallar um ævi Édith Piaf en hún er tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Louise Michel var í aðalhlut- verki í Parísarkommúnunni sem tók völdin í höfuðborginni í tvo mánuði árið 1871 þegar stjórnar- kreppa ríkti vegna umsáturs Prússa. Eftir að þeirri hallarbylt- ingu hafði verið hrundið voru flestir meðlimir kommúnunnar teknir af lífi nema Michel sem var send í útlegð. Hún settist að á frönsku nýlendunni Nýju-Kale- dóníu og kynnti sér lífshætti eyjarskeggja en sneri aftur heim 1879, þá orðin þjóðhetja. Sólveig hefur nýlokið við gerð íslensku kvikmyndarinnar Skrapp út sem skartar skáldkonunni Diddu í aðalhlutverki en fjöldi þekktra andlita kemur fyrir í myndinni, meðal annars Ingvar E. Sigurðsson, Ólafía Hrönn, Jörund- ur Ragnarsson og Krummi úr Mínus. - fgg Sólveig leikstýrir franskri Óskarsstjörnu LEIKSTÝRIR Í FRAKKLANDI Sólveig Ans- pach mun leikstýra kvikmynd um anark- istann og femínistann Louise Michel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.