Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 79
FÖSTUDAGUR 15. febrúar 2008
Nýir nágrannar Kate Moss eru
hæstánægðir með að hafa fengið
ofurfyrirsætuna í hverfið. Nærvera
allra papparassanna sem fylgjast
með hverju einasta skrefi
fyrirsætunnar hefur orðið
til þess að glæpatíðni í
hverfinu hefur hríðfallið.
Nágrannarnir eru því
töluvert sáttari við
Moss nú en í síðasta
mánuði, þegar lög-
reglu bárust margar
kvartanir yfir háværu
partíi á heimili
hennar.
Al Pacino fer væntanlega með
hlutverk illmennisins í næstu
Bond-mynd, Quantum of Solace.
Hlutverkið verður lítið en gríðarlega
mikilvægt, og vonast framleiðendur
til þess að hann verði
besta Bond-illmenn-
ið hingað til. Pacino
myndi þannig fylgja
í fótspor leikara á
borð við Christop-
her Walken,
Christopher
Lee og Robert
Carlyle, sem
hafa allir leikið
erkifjendur
Bond.
Á sjúkrahúsinu þar sem börn
Jennifer Lopez og Marc Anthony
koma í heiminn hafa verið æfð við-
brögð við mögulegum mannránstil-
raunum. „Sjúkrahúsið verður með
mikinn viðbúnað þegar Jennifer
kemur til að fæða. Starfsfólk hefur
æft viðbrögð, ef vera skyldi að það
þyrfti að láta reyna
á þau.“ Starfs-
maður sjúkra-
hússins staðfesti
að slík æfing
hefði farið
fram, en
sagði tíma-
setninguna
tilviljun
eina.
Kylie Minogue hefur beðið
hátískuhönnuðinn Jean Paul
Gaultier um að hanna klæðnað
fyrir komandi tónleikaferðalag
hennar. Minogue leggur upp í
tónleikaferðina KylieX2008 í byrjun
maí, og vill klæðast fágaðri fötum
en oft áður, þar sem fertugsafmæli
hennar nálgast nú
óðfluga. Gaultier
sá einnig um
eftirminnilega
búninga
á Blonde
Ambition-tón-
leikaferðlagi
Madonnu árið
1990.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Íslenska leikstjóranum Sólveigu
Anspach hefur verið falið að leik-
stýra stórri franskri sjónvarps-
mynd um femínistann og anarkist-
ann Louise Michel fyrir France
2-sjónvarpsstöðina. Undirbúning-
ur er nú á lokastigi en Silvie Test-
ud fer með aðalhlutverkið í mynd-
inni. Testud hefur hlotið mikið lof
fyrir leik sinn í kvikmyndinni La
Vie en rose sem fjallar um ævi
Édith Piaf en hún er tilnefnd til
þrennra Óskarsverðlauna.
Louise Michel var í aðalhlut-
verki í Parísarkommúnunni sem
tók völdin í höfuðborginni í tvo
mánuði árið 1871 þegar stjórnar-
kreppa ríkti vegna umsáturs
Prússa. Eftir að þeirri hallarbylt-
ingu hafði verið hrundið voru
flestir meðlimir kommúnunnar
teknir af lífi nema Michel sem var
send í útlegð. Hún settist að á
frönsku nýlendunni Nýju-Kale-
dóníu og kynnti sér lífshætti
eyjarskeggja en sneri aftur heim
1879, þá orðin þjóðhetja.
Sólveig hefur nýlokið við gerð
íslensku kvikmyndarinnar Skrapp
út sem skartar skáldkonunni
Diddu í aðalhlutverki en fjöldi
þekktra andlita kemur fyrir í
myndinni, meðal annars Ingvar E.
Sigurðsson, Ólafía Hrönn, Jörund-
ur Ragnarsson og Krummi úr
Mínus.
- fgg
Sólveig leikstýrir
franskri Óskarsstjörnu
LEIKSTÝRIR Í FRAKKLANDI Sólveig Ans-
pach mun leikstýra kvikmynd um anark-
istann og femínistann Louise Michel.