Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 82

Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 82
46 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR H im in n o g h a f / S ÍA Vantar þig aukapening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is – ódýrari valkostur Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. KÖRFUBOLTI Einn af úrslitaleikjum um deildarmeistaratitilinn í Ice- land Express-deild karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR-inga taka á móti toppliði Keflavíkur. KR- ingar eiga harma að hefna frá því í fyrri leiknum sem Keflavík vann með 22 stiga mun, 107-85. Það tap þýðir jafnframt að KR- ingar þyrftu að vinna leikinn með 23 stigum til þess að taka topp- sætið af Keflavík í kvöld. Kefla- vík er með tveggja stiga forskot fyrir leikinn og með sigri fer liðið langt með að tryggja sér deildar- meistaratitilinn því liðið væri þá í raun komið með sex stiga forskot, með fjórum stigum meira en KR og betri árangur í inn- byrðis- viðureign- um liðanna. „Þetta verður frábær leikur, bæði lið eru gríðar- lega vel mönnuð og eru kannski búin að vera jafn- sterkustu liðin yfir veturinn. Ég held að ef Keflavík tekur þennan leik þá verður liðið nokkurn veg- inn komið með deildarmeistara- titilinn,“ segir Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur, sem er búinn að spila við bæði lið að undan- förnu. „Þetta eru ólík lið. Keflavík er meira léttleikandi lið, er með frábæran leikstjórnanda í Bobby Walker og stendur svolítið og fell- ur með honum en hann er alveg magnaður leikmaður. KR er með fleiri sterka pósta og ætti að öllu óbreyttu að vinna einvígið inni í teig. Annars er Siggi Þorsteins búinn að vera að spila frábærlega undanfarið og taka hellings fram- förum. Það er mikið rætt um útlending- ana í liðinu en Teitur segir íslensku strákana vera líka í stórum hlut- verkum. „Maggi og Jonni verða í stórum hlutverkum hjá Keflavík í þess- um leik. Jonni hefur átti marga frábæra leiki og það er nokkuð ljóst að ef hann spilar vel þá vinn- ur Keflavík. Maggi hefur kannski aðeins gefið eftir en það vita allir hvernig hann er. Þó að Maggi sé ekki að skora 20 stig í leik þá setur hann alltaf mark sitt á leikinn,“ segir Teitur og bætir við. „KR-megin er Helgi ofar- lega í hugan- um á mér. Hann átti magnaðan leik í seinni hálf- leik á móti okkur um daginn. Hann var frábær báðum megin á vellinum, gerði frábæra hluti á móti Brenton og skor- aði hinum megin. KR-ingar eru síðan með fleiri topp- menn eins og Pálma sem er búinn að skjóta boltanum vel undanfarið og Brynjar sem er frábær skotmað- ur,“ segir Teitur, sem á erf- itt með að spá fyrir um úrslit. „Ég held að það verði frá- bær einvígi alls staðar. Það er ekkert ólíklegt að þessi leikur ráðist bara í blálok- in,“ segir Teitur. Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR-inga, hefur meiri trú á Keflvíkingum í leiknum og aðalrökin fyrir því finnur hann í varnarleiknum. „Keflavík hefur verið að spila hraðan leik en KR hefur frekar vilj- að hægja á þessu upp á síðkastið. Þegar við spil- uðum við Keflavík spilaði Kefla- vík mjög góða vörn allan tímann en mér hefur fundist KR-ingar verið gloppóttir í varnarleiknum síðustu mánuðina. Þegar þeir unnu meistaratitilinn í fyrra voru þeir að spila gríðarlega þétta og góða vörn. Heimavöllur KR er mjög sterkur en ég væri ekki hissa ef Keflavíkingar myndu stela þessum leik því ég held að vörnin þeirra geti gert útslagið,“ segir Jón Arnar sem eins og Teit- ur segir liðin vera ólík. „Þetta eru í rauninn svolít- ið ólík lið því Keflvíkingar einblína nokkuð á bakverðina fyrir utan, útlendingana tvo og svo Magga. Bæði Sigurður og Ástralinn eru góðir en þeir eru ekki í aðalhlutverki í lið- inu. Hjá KR leita þeir mikið til Joshua Helm og svo nú Sola eftir að hann kom. Þeirra leik- ur snýst því meira um stóru mennina,“ segir Jón Arnar en hann telur að frammistaða Bandaríkjamannanna koma til með að ráða úrslitum. „Kanarnir tveir verða lykilmenn í þessum leik. Þetta verður spurning um hvort Helm nær að eiga mjög góðan leik eða hvort Walker spili vel. Maður sér alveg fyrir sér að KR gæti lent í vandræðum með Walker en á móti eru bæði Susnjara og Sig- urður svolitlir villu- karlar. Ef þeir lenda í villuvandræðum gæti Helm fengið að njóta sín en ef þeir ná að halda honum niðri þá ætti Keflavík að taka þetta,“ segir Jón Arnar. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og það má búast við að menn geti fengið þar forsmekkinn af því sem koma skal í úrslita- keppninni sem hefst eftir rúman mánuð. ooj@frettabladid.is Frábær einvígi úti um allan völl KR tekur á móti Keflavík í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Iceland Express-deild karla. Fréttablaðið fékk þá Teit Örlygsson, þjálfara Njarðvíkur og Jón Arnar Ingvarsson, þjálfara ÍR, til þess að spá í leikinn. LYKIL- MENN LIÐANNA Miðherji KR-liðsins Joshua Helm og leikstjórn- andi Keflavíkur Bobby Walker. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN KÖRFUBOLTI Stjörnumenn unnu átta stiga sigur á Njarðvík, 87-79, í Iceland Express-deild karla í Garða- bæ í gær og endurtóku þar með leikinn frá því í fyrri leik liðanna þegar liðið vann 78-81 sigur. Líkt og þá voru þeir að frumsýna nýjan bandarískan leikmann og það er óhætt að segja að Jarret Stephens lofi góðu en hann var með 20 stig og 12 fráköst í gær en þurfti að sitja síðustu þrjár mínútur leiksins eftir að hafa fengið sína fimmtu villu. „Ég veit að það hefur gengið illa hjá Stjörnuliðinu upp á síðkastið og ég er ánægður með að geta komið og hjálpað til. Við erum að reyna að komast upp á næsta stig, tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni og sjá til hvað við getum gert í framhaldi af því,“ sagði Stephens sem var nokkuð sáttur við sinn fyrsta leik. „Ég enn þá svolítið ryðgaður enda er ég ekki búinn að spila körfubolta í nokkurn tíma en mér fannst ég leika ágætlega og það sem stóð upp úr var að liðið var að spila vel,“ sagði Stephens og bætti við: „Þetta lítur vel út, ég fell vel inn í liðið og þó að ég hafi bara spil- að með þessum strákum í tvo daga þá finnst mér að ég passi vel inn í Stjörnuliðið.“ Stjörnumenn voru með frumkvæðið allan tímann, leiddu 24-18 eftir fyrsta leikhluta og voru 39-36 yfir í hálfleik. Grunninn að sigrinum lögðu þeir þó í þriðja leikhluta þegar þeir náðu mest fimmtán stiga for- skoti, 57-42, og eftir það var það bara spurning fyrir Stjörnumenn að spila skynsamlega og éta upp klukk- una, sem tókst. Dimitar Karadzovski var allt í öllu í Stjörnuliðinu og lék vel eins og Stephens og Jovan Zdravevski en eins átti Guðjón Lárusson góða innkomu. Baráttan og stemningin var Stjörnumanna allan tímann og það er ljóst að þeim hentar vel að spila við Njarðvíkinga. Sóknarleikur Njarðvíkinga var vandræðalegur í gær og það var ekki nóg með að þeim gengi illa að stilla upp á móti grimmri og hreyfanlegri vörn Garð- bæinga heldur fóru þeir einkar illa með galopin skot undir körfunni. Damon Bailey lék veikur og það sást langar leiðir og þá tókst Stjörnuliðinu ágætlega að loka á Brenton Birmingham. Friðrik Stefánsson var sterkur undir körfunni en líkt og Damon fór hann oft illa með dauðafæri undir körfunni. Daníel Guðmundsson átti fína innkomu og Jóhann Árni Ólafsson góðan enda- sprett (12 af 18 stigum í 4. leikhluta) en leikstjórn- endurnir Sverrir Þór Sverrisson og Hörður Axel Vil- hjálmsson fundu sig ekki og fyrir vikið var sóknin ráðleysisleg og tilviljunarkennd. - óój Stjarnan hefur gott tak á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta: Stjarnan skellti Njarðvík öðru sinni VEIKUR Damon Bailey lék með Njarðvík þrátt fyrir veikindi og það munaði um minna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Iceland Express-deild karla: Stjarnan-Njarðvík 87-79 Stig Stjörnunnar: Dimitar Karadzovski 26, Jarret Stephens 20 (12 frák.), Jovan Zdravevski 15, Guð- jón Lárusson 11 (7 frák.), Kjartan Kjartansson 5, Eiríkur Þór Sigurðsson 4, Fannar Freyr Helgason 4, Sævar Ingi Haraldsson 2. Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 22 (9 frák.), Jóhann Árni Ólafsson 18, Brenton Birmingham, 15 (6 frák., 5 stolnir), Friðrik Stefánsson 12 (16 frák.), Daníel Guðni Guðmundsson, 7, Hörður Axel Vilhjálmsson 5 (5 stoðs.). Skallagrímur-Grindavík 88-95 Hamar-Þór Ak. 89-93 Stig Hamars: Roni Leimu 23, Bojan Bojovic 21, Nicholas King 13, Roman Moniak 12, Lárus Jóns- son 8, Svavar Pálsson 7, Marvin Valdimarsson 4, Viðar Hafsteinsson 1. Stig Þórs: Cedric Isom 28, Luka Marolt 27, Magnús Helgason 8, Bjarki Oddsson 6, Óðinn Ásgeirsson 4, Bjarni Árnason 3, Hrafn Jóhannes- son 2, Birkir Hermannsson 2, Jón Kristjánsson 2, Þorsteinn Gunnlaugsson 2. Tindastóll-Snæfell 71-87 Stig Tindastóls: Joshua Buettner 19, Philip Perre 15, Svavar Birgisson 15, Samir Shaptahovic 11, Halldór Halldórsson 6, Ísak Einarsson 5. Stig Snæfells: Justin Shouse 17, Sigurður Þorvaldsson 16, Hlynur Bæringsson 16, Magni Hafsteinsson 15, Anders Katholm 12, Slobodan Subasic 11. UEFA-bikarinn: Aberdeen-Bayern Munchen 2-2 Josh Walker, Sone Aluko - Klose, Hamit Altintop. FC Zurich-HSV 1-3 Eric Hassli - David Jarolim, Ivica Olic, Piotr Trochowski Rosenborg-Fiorentina 0-1 - Adrian Mutu Bolton-Atletico Madrid 1-0 El Hadji Diof. Slavia Prag-Tottenham 1-2 David Strihavka - D. Berbatov, Robbie Keane. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Grindavík sótti góðan sigur í Borgarnes í gær. Eftir að hafa verið undir komu þeir sterkir til baka og unnu, 88-95. Nýr leikmaður, Florian Miftari, var að spila sinn fyrsta leik fyrir Borgnesinga á heimavelli en náði ekki að koma í veg fyrir tap. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga sagðist vera ánægður með stigin tvö: „Það er alltaf erfitt að koma á þennan völl og ég var virkilega ánægður með það hvernig við kláruðum leikinn. Ég sagði við strákana í hálfleik að við yrðum að stöðva Flake og það er ekki gert nema með því að koma í veg fyrir að hann fái boltann,“ sagði Friðrik. - su Iceland Express-deild karla: Góður sigur hjá Grindavík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.