Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 6
6 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ALÞINGI Endurskoðun laga um happdrætti mun taka mið af því að samræma lagaumhverfi hér á landi við evrópska löggjöf. Hvað spilið póker varðar mun endurskoðun á lögum og reglum varðandi fjárhættuspil taka mið af miklum áhuga á spilinu og leit- ast við að koma til móts við sívax- andi áhuga á póker. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Ellerts B. Schram, þing- manns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Páll Hreinsson hæstaréttar- dómari stýrir nefndarstarfi sem vinnur að endurskoðun laganna. Ellert spurði hvað dómsmála- yfirvöld ætluðu að aðhafast til þess að sporna við fjárhættuspili hér á landi, sem alltaf væri að aukast. „Fjárhættuspil eru bönnuð og aukin spilun þeirra eykur spilafíkn,“ sagði Ellert. Hann byrjaði á því að vitna til þess að Birkir Jón Jónsson, þing- maður Framsóknarflokksins, hefði játað að hafa stundað fjár- hættuspil. „Póker er auglýstur í sjónvarpinu og á netinu. Það eru einnig sýndir sérstakir sjón- varpsþættir þar sem jafnvel er sýnt nákvæmlega hvernig á að spila þetta fjárhættuspil,“ sagði Ellert. Hann sagði fjárhættuspil ýta undir spilafíkn, sem væri alvar- legt samfélagsmein. - mh Ellert B. Schram spurði dómsmálaráðherra út í aðgerðir gegn fjárhættuspili: Tekið verði tillit til pókersins FLUGSLYS Aðstandendur flug- manns vélarinnar sem hrapaði í sjóinn á fimmtudag þakka Land- helgisgæslunni fyrir góð við- brögð. Skipulagðri leit var hætt á laugardag. Skipverjar sem eiga leið um leitarsvæðið hafa þó verið beðnir um að hafa augun hjá sér. „Við höfum verið í tölvupóst- sambandi við ýmsa aðila og allir hafa þeir þakkað okkur fyrir góð viðbrögð,“ segir Sigríður Ragna Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hún seg- ist ekki vita til þess að leit verði hafin á ný. Flugvélin hvarf af ratsjá um hádegi á fimmtudag. Þá var hún stödd um 130 sjómílur suðaustur af Hornafirði. Talið er að ísing hafi ollið því að vélin fór í sjóinn. Hún er af tegundinni Piper Cherokee. Þyrla og flugvél Landhelgis- gæslunnar leituðu að vélinni auk breskrar Nimrod-vélar. Aðstæður voru mjög slæmar; mikill vindur og ölduhæð. Leitin hafði engan árangur borið á laugardag þegar henni var hætt. Flugmaðurinn, Greg Frey, var á leiðinni frá Reykjavík til Wick í Skotlandi. Hann er 66 ára Banda- ríkjamaður, búsettur í Flórída. - sþs Leit hætt að flugvél sem fór í sjóinn suðaustur af Hornafirði á fimmtudag: Ættingjar þakka fyrir hjálpina TF-LÍF Þyrla og flugvél Landhelgisgæsl- unnar leituðu að vélinni við slæmar aðstæður. Leitin hafði engan árangur borið þegar henni var hætt á laugardag. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON ELLERT B. SCHRAM Vill að fjárhættu- spil verði tekið föstum tökum. BJÖRN BJARNASON Endurskoðun laga taki mið af miklum áhuga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SKOÐANAKÖNNUN 55,1 prósent þjóðarinnar segist nú vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Aldrei fyrr í könnunum blaðsins hefur stuðningur við aðildarumsókn verið meiri. Í september á síðasta ári sögðust 48,9 prósent vilja aðildarum- sókn, og var þá ekki marktækur munur á milli þeirra sem vildu og vildu ekki sækja um. Í janúar á síðasta ári var stuðningur við aðildarumsókn 36,0 prósent en 34,3 prósent vildu að Ísland myndi sækja um í febrúar 2006. Stuðningur við umsókn hefur því farið verulega vaxandi á undanförnum tveimur árum. Jafnframt var spurt hvort fólk teldi meiri, minni eða sömu ástæðu til að skoða aðild að ESB nú eins og fyrir ári. 54,7 prósent telja vera meiri ástæðu til að skoða aðild nú, 38,1 prósent telur sömu ástæður vera fyrir því að skoða aðild, en 7,3 prósent segja að ástæður séu minni nú til að skoða aðild. Marktækt fleiri karlar segjast nú vilja að sótt sé um aðild, 56,3 prósent, en 43,7 prósent eru því andvíg. Frá því í september 2007 hefur stuðningur við aðildarumsókn meðal karla aukist um rúmar níu prósentur. Ekki er marktækur munur á afstöðu kvenna, en 53,8 prósent þeirra segjast vilja að sótt sé um aðild. Þá eru marktækt fleiri íbúar á höfuðborgarsvæð- inu sem segjast vilja að sótt sé um aðild. 57,1 prósent er því fylgjandi en 42,9 prósent eru því mótfallin. Ekki er marktækur munur á afstöðu þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. 52,1 prósent segist fylgjandi umsókn, en 47,9 prósent eru því andvíg. Frá því í september 2007 hefur stuðningur við umsókn meðal íbúa á landsbyggðinni aukist um rúmar tíu prósentur. Mun fleiri sjálfstæðismenn segjast nú vilja að Ísland sæki um aðild að ESB en í september og hefur stuðningur meðal flokksmanna aukist um tæpar tólf prósentur. Nú segjast 40,3 prósent sjálfstæðismanna vilja að Ísland sæki um aðild að ESB, en 59,7 prósent þeirra eru því mótfallin. Þá segjast rúm þrjátíu prósent kjósenda Framsóknar- flokks vera fylgjandi umsókn, helmingur kjósenda Frjálslynda flokksins, 79,5 prósent samfylkingar- fólks og 54,7 prósent vinstri grænna. 51,4 prósent þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir kjósa segist nú vilja að Ísland sæki um aðild að ESB. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugar- daginn 23. febrúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu? og tóku 74,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt; Telur þú meiri, minni eða sömu ástæðu til að skoða aðild að Evrópusambandinu nú eins og fyrir ári síðan? og tóku 84,4 prósent afstöðu til spurn- ingar innar. svanborg@frettabladid.is Meirihluti vill sækja um aðild að ESB Rúmlega 55 prósent segjast vilja að sótt sé um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við aðild ekki verið meiri. Tæplega 55 prósent segja að meiri ástæða séu fyrir umsókn nú en fyrir ári en sjö prósent segja ástæðuna minni. Á ÍSLAND AÐ SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB? FEB. 06 JAN. 07 SEP. 07 FEB.08 34,3% 65,7% 55,1% 44,9% 36,0 64,0% 48,9 51,1% Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins Já Nei HAFA ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ SKOÐA AÐILD AÐ ESB BREYST Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI? Meiri 54,7% 7,3% 38,1% Minni Sömu skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins 23. febrúar 2008 FÉLAGSMÁL Færri einstaklingar fengu íslenskt ríkisfang á síðasta ári en þrjú ár þar á undan. Hefur fjölgunin verið jöfn og þétt. Metárið er 2006 þegar 844 fengu íslenskt ríkisfang. Flestir sem fengu íslensk ríkisfang komu frá Evrópulönd- um eða 369 einstaklingar. Þar næst er Asía en 173 einstaklingar sem koma þaðan fengu ríkisfang á árinu 2007. Líkt og fyrri ár eru flestir þeirra sem fengu íslenskt ríkisfang frá Póllandi en þeim fækkaði einnig. Voru þeir 222 árið 2006 en 162 árið 2007. Næst fjölennasti hópurinn, 69 manns var frá Filipseyjum. - ovd Ríkisfangsbreytingar 2007: Færri sækja um ríkisborgararétt Ert þú sáttur við niðurstöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um framtíð hans í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins? Já 59,8% Nei 40,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Kaust þú í undankeppni Eurov- ision á laugardagskvöld? Segðu þína skoðun á visir.is M. , GN- KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.