Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 28
● fréttablaðið ● skipulag og hönnun 26. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Myndlistarkonan Jónborg Sigurðardóttir, betur þekkt sem Jonna, er safnari af guðs náð. Söfnunaráráttan hófst þegar hún var smástelpa og tók upp á því að stela skeiðum frá vinum og vandamönnum. „Ef mamma komst að því að ég hafði kippt með mér skeið sendi hún mig alltaf til að skila henni. Ég held hún hafi viljandi klætt mig í vasalaus föt til að koma í veg fyrir þjófnaðinn en ég stakk þá bara skeiðinni í brókina. Ég ákvað síðan að hefja alvörusöfnun um leið og mamma gæti ekki sent mig í skilaleiðangra. Markmiðið var sett á 500 skeiðar og þær nálgast 100 núna en ég hef sett safnið í smá pásu þar sem aðrir hlutir hafa tekið við,“ segir Jonna og horfir í kringum sig þar sem alls staðar blasa við skemmti- legir gamlir hlutir. „Ég er svo hrifnæm á hluti og heillast sérstaklega af öllu gömlu. Svo get ég ekki hent neinu og held oft í þá hugmynd að þetta og hitt eigi eftir að nýtast seinna. Stundum er einnig á áætlun að nýta suma gamla hluti í minni vinnu sem myndlistarkona en hugmyndirnar eru of margar til að koma þeim öllum í framkvæmd. Svo hef ég verið dugleg að safna börnum þannig að ekki gefst tími til að gera allt sem hugurinn stefnir á,“ segir hún brosandi um leið og næstyngsta barnið stingur inn nefi og mamma stendur í kjölfarið upp til að kanna hvort yngsta barnið sofi enn vært. Jónborg býr í fallegu húsi við Helgamagrastræti á Akureyri og það fer ekki framhjá gestum götunnar að þar búa fagurkerar og mörg börn. Börnin eru orðin fimm, frumburðurinn er 24 ára en það yngsta, sem sefur vært úti í vagni, er tveggja ára. En blóðbörnin eru ekki einu börn- in hennar Jonnu þar sem hún kennir myndlist fyrir grunn- skólanemendur og því má segja að börnin hennar telji nú nokkra tugi. Annað safn sem fer stækkandi er dúkkusafn sem einn- ig má rekja til barnæsku safnarans. „Ég átti eina uppá- haldsdúkku sem mamma henti nokkrum sinnum en ég náði henni alltaf aftur. Á endanum gafst hún auðvitað upp. Við erum svo ólíkar þar sem mamma er ótrúlega skipu- lögð og hendir öllu en ég hirði allt og hendi engu. Ég hef oftar en einu sinni hirt hluti sem vinir mínir vilja losa sig við og stundum hafa þeir notið góðs af og fengið til baka minningar úr æsku þegar eldgamlir hlutir birtast aftur.“ Á döfinni er að setja saman stórt dúkkuhús og raða inn í það húsgögnum og smáhlutum sem Jonna hefur safnað en er óuppstillt. Þá munu dúkkurnar öðlast nýtt heimili sem vafalaust mun búa yfir jafnmörgum fallegum hlutum og heimili eigandans. - va Safnar börnum og stolnum skeiðum Stolnu skeiðarnar geymast í bauk og nýtast ekki til daglegs brúks. Þær bíða betri tíma þegar Jonna gefur þeim nýtt hlutverk. Allar gerðir og stærðir mega vera með í dúkkusafninu. Það eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera gamlar og notaðar og heilla Jonnu. „Stöku gömlu bollarnir eru mest notuðu hlutirnir af því sem ég safna. Það er svo gaman og fallegt að bjóða hverjum gesti einstakan bolla.“ Jonna heillast af öllu gömlu og vill engu henda. FRÉTTA BLA Ð IÐ /VÖ LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.