Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 18
18 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Vonbrigði dætranna voru mikil á safnanótt þegar faðir þeirra lýsti því yfir að við myndum að sjálfsögðu hlýða kalli lögreglunn- ar og halda okkur heima. Vetrar- hátíð er okkur meir að skapi en menningarnótt – sú síðarnefnda er orðin svo fjölmenn og allt of mikið um að vera. Vetrarhátíðin er hófstilltari og safnanóttin er sérlega vel heppnuð. Við mæðgur tökum alltaf virkan þátt í henni og lesum dagskrána spjaldanna á milli og vöndum valið. Við höfum leikið okkur í Rafheimum, gengið með vasaljós upp Elliðaárdalinn við undirleik blásarasveitar og hitt Bakkabræður í Árbæjarsafni. Í fyrra buðum við frændum okkar, þá 6 og 7 ára, með. Systrunum fannst ótækt að þeir misstu af þessari skemmtun. Þá föndruðum við í Ásmundarsafni og fengum leiðgögn um sýning- una, lýstum upp stytturnar í garðinum með vasaljósum, hittum ísbjörn á Hlemmi og börnin undu sér lengi við að para saman fugla og egg í Náttúru- gripasafninu. Þau hlýddu á alla leiðsögnina um Sögusafnið í Perlunni og horfðu á myndband um gerð leikmyndanna. Á leiðinni heim var komið við á Kjarvals- stöðum til að ná í fjórða stimpil- inn og þar heilluðust þau svo af verki Rúríar, Fossinum, að við urðum að draga þau út þegar klukkan var langt gengin í tólf. Á planinu fyrir utan sagði eldri drengurinn og var mikið niðri fyrir: Það er búið að vera taumlaust fjör hjá okkur. Draugagangur í Ráðhúsinu Það var því ekki að undra að tár sáust á hvarmi þegar tilkynnt var að safnanóttin væri fokin út í veður og vind. Sú yngri hafði þó farið í skrúðgönguna kvöldið áður og á vel heppnaða dagskrá í Iðnó, Vín, grín og fíólín. Sú eldri sem hafði setið heima yfir skólabókun- um vildi hafa ákall lögreglunnar að engu, enda kom frétt frá Þjóðminjasafninu um að draug- arnir þar ætluðu ekki að láta veðrið hafa áhrif á sig. Þangað hafði för okkar einmitt verið heitið. Ég fékk mikil viðbrögð við síðasta pistli því ég var ekki fyrr búin að skrifa hugnæma minn- ingar grein um borgarstjórnar- flokk Sjálfstæðisflokksins en hann reis aftur upp frá dauðum. Fljótlega benti þó ýmislegt til að þarna væri um afturgöngur að ræða, uppvakninga, móra, skottur eða hvað þetta heitir allt saman sem hunsar dauðann en er þó vart á lífi. Ég ætlaði því að fara á Þjóðminjasafnið og læra að kveða niður drauga. Ég sem má ekkert aumt sjá kenni svo í brjósti um þau. Voru þau ekki betur sett í minnihluta en í þessum undarlega meirihluta þar sem málefnin þeirra hafa verið kveðin í kútinn? Sóknarpresturinn minn sem hefur viðhaldið þeim góða sið að biðja fyrir forseta vorum og ríkisstjórn er farinn að biðja fyrir borgar- stjórn líka. Ég efast þó um að samstillt bæn allra presta í höfuðborginni dugi til að bjarga þessum meirihluta. Ef borgar- stjórinn fyrrverandi hefði haldið áttunda boðorðið (Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum) væru horfurnar ef til vill betri. Nú er ástandið þannig að þegar hann segist hafa ráðfært sig við Davíð Oddsson spyrja menn – hvaða Davíð Oddsson, þennan núverandi eða fyrrverandi? Þennan sem er seðlabankastjóri og hlýtur því að hafa látið af því að skipta sér af pólitík enda nóg að gera við að bjarga landinu frá efnahagslegu hruni – eða þann fyrrverandi sem var eitt sinn borgarstjóri og hefur marga fjöruna sopið sem slíkur og ætti því að geta gefið kollega sínum ráð? Skyldi það loks sannast á Villa að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið? Eða eru íslenskir stjórn- málamenn ódrepandi? Verðugt verkefni Það er verðugt verkefni fyrir næstu safnanótt að kryfja íslensk stjórnmál. Miðstöð munnlegar sögu gæti safnað heimildum frá stjórnmálamönnum þar sem eitt þemað væri: Hvernig ég beið af mér almenningsálitið. Annað þema: Ferðin sem aldrei var farin og dagarnir hundrað sem varið var í að undirbúa hana. Þriðja þemað: Fyrirgreiðslupólitík. Efnið er óþrjótandi. Borgarstarfs- menn gætu tjáð sig um vinnu- brögð mismunandi meirihluta og þá einstöku lífsreynslu að hafa þjónað fjórum herrum á tveimur árum. Fræðimenn gætu svarað spurningunni hvort önnur lögmál gildi um fagleg vinnubrögð í stjórnmálum en annars staðar. Almenningur gæti sagt frá samskiptum sínum við stjórn- málamenn til dæmis af klípuskap við lóðaúthlutun eða stöðuveiting- ar og mikið væri fróðlegt að heyra verktaka lýsa afskiptum sínum af skipulagsmálum í Reykjavík. Efnið hér er ekki síður fjölbreytt og eflaust margir sem væru fúsir til að tjá sig. Það er verst hvað minnisleysið hrjáir margan stjórnmálamanninn, en þar gætu aðstoðarmennirnir komið til hjálpar og fyllt upp í eyðurnar, eða þá embættismenn sem eru með allt á hreinu. Ég vona bara að lögreglan skipi ekki svo fyrir að menn skuli halda sig heima af ótta við að sannleikurinn komi í ljós. Taumlaust fjör RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR Í DAG |Borgarmál UMRÆÐAN Fjarskipti Síminn hefur á undanförnum áratugum byggt upp öflugasta fjarskiptanet lands- ins með það að markmiði að Íslendingar búi við fjarskiptatækni sem ávallt er í fremstu röð í heiminum. Þannig hefur fyr- irtækjum og einstaklingum gefist tækifæri til að nýta sér tæknina til nýsköpunar og styrkja samskiptin sín á milli með bestu fjarskiptatækni sem völ er á. Talsímaþjónusta Símans nær til allra landsmanna hvort sem um er að ræða venjulega símalínu eða ISDN. ADSL þjónusta Símans nær til 94% heimila. Farsímaþjón- usta Símans nær til 98% landsmanna og stöðugt er unnið að því að koma á farsímasambandi þar sem það vantar. Nýlega hefur Síminn lokið við að bæta GSM sambandið á yfir 500 km svæði á hringvegin- um og fjölförnum fjallvegum. Auk þess hefur Síminn sett upp nokkra langdræga GSM senda með það að markmiði að bæta enn frekar farsímasam- band smábátaflotans í kringum strendur landsins ásamt því að efla farsímasamband við fjölsótta ferðamannastaði inn til landsins. Síminn hefur rekið NMT farsímakerfið síðan 1986 en það er langdrægt farsíma- kerfi sem nær yfir allt landið og út á miðin. Notendur þessa kerfis hafa helst verið fjallamenn, björgunarsveitir og sjómenn. Síminn mun á þessu ári hefja uppbyggingu á langdrægu þriðju kynslóðar farsímakerfi. Slíkt kerfi mun hafa álíka útbreiðslu og núverandi NMT kerfi og allt að 100 faldan gagnaflutnings- hraða núverandi GSM kerfa. Eins og kunnugt er tók Síminn fyrstur fjarskiptafyrirtækja þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) í notkun í byrjun september 2007 og nær kerfið nú til höfuðborgarsvæðis, Leifsstöðvar og Akureyrar. Fyrirhugað er að stækka 3G dreifi- svæðið á árinu bæði í dreifbýli og þéttbýli. Þessi áhersla Símans á uppbyggingu og þjónustu við viðskiptavini sína skilaði sér í því að Síminn hlaut hæstu einkunn farsímafyrirtækja síðla árs 2007 í mælingu íslensku Ánægjuvogarinnar. Samkvæmt því eru viðskiptavinir Símans ánægð- ustu viðskiptavinirnir á farsímamarkaði á Íslandi. Við þökkum kærlega fyrir þá viðurkenningu. Höfundur er forstjóri Símans. Stærsta dreifikerfið SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON Trausti Geir Geir Haarde ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn í könnun Fréttablaðsins um hvaða stjórnmála- menn njóta mests trausts. Um fjörutíu prósent segjast treysta Geir mest. Næstflestir treysta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur best. Þeim fækkar jafnframt sem segjast treysta Geir og Ingibjörgu minnst. Það sem skil- ur formennina hins vegar að er að Geir er óskoraður leiðtogi sjálfstæðismanna en innan Samfylkingarinnar dreifist traustið á fleiri en formann- inn. Geir er eini sjálfstæðismaður- inn meðal fimm efstu sem njóta mests trausts. Trausti dreift Fylgi Geirs er á pari við fylgi Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnun sem birtist daginn áður. Um sextán prósent nefndu Ingibjörgu sem þann stjórnmálamann sem þeir treysta mest. Það er um helmingur fylgis Samfylkingarinnar í téðri skoðana- könnun. Auk Ingibjargar eru þrír forystumenn Samfylkingar- innar í röðum þeirra fimm sem njóta mests trausts; Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Dagur B. Eggerts- son. Traust rýrnar Athygli vekur að mun færri en áður nefna Steingrím J. Sigfússon sem þann stjórnmálamann sem þeir treysta best; 9,1 prósent í stað rúm- lega 25 prósenta fyrir ári. Langflestir segjast bera minnst traust til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem er engin furða miðað við það sem á hefur gengið. Annar sem bætir hraustlega við sig vantrausti er Össur Skarp- héðinsson; 18,5 prósent segjast treysta honum minnst, helmingi fleiri en þeir sem vantreysta Árna Mathiesen, og hefur þó ekki lítið gengið á hjá honum undanfarið. bergsteinn@frettabladid.is R úm vika er nú síðan kjörin stjórn Kosovo, eingöngu skipuð Kosovo-Albönum, lýsti yfir sjálfstæði héraðs- ins frá Serbíu. Bandaríkin og allmörg aðildarríki Evr- ópusambandsins hafa viðurkennt sjálfstæðið, þar á meðal Danmörk. Noregur, sem eins og Ísland stendur utan við Evrópusambandið, var einnig meðal fyrstu ríkja sem það gerðu. Íslenzk stjórnvöld virðast hins vegar að þessu sinni ætla að fara sér hægt í að fylgja fordæmi grannþjóðanna. Í ljósi þess hve Ísland var fljótt til að viðurkenna sjálfstæði allra annarra lýðvelda sem áður voru hluti gömlu Júgóslavíu – og sá listi er orðinn nokkuð langur: Slóvenía, Króatía, Makedónía, Bosnía-Herzegovína, Svartfjallaland, að ógleymdri Serbíu sjálfri – stingur það óneitanlega nokkuð í stúf að íslenzk stjórn- völd skuli nú hika við að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Það liggur nærri að ætla að ástæða þessa hiks sé sú staða sem Ísland er í sem ríki í kosningabaráttu fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn í Rússlandi, eins hinna fimm neitunarvalds-fastafulltrúa ráðsins, hafa sagt að þeir álíti sjálf- stæðisyfirlýsingu Kosovo ólöglega og hvert það land sem viður- kenni hana brjóti því að þeirra áliti gegn alþjóðalögum. Framboð Íslands til öryggisráðsins er norrænt framboð, og því má færa rök fyrir því að annað væri óeðlilegt en að Norður- löndin fimm tækju sömu afstöðu í þessu máli. Norðmenn og Danir hafa nú riðið á vaðið, Svíar hafa boðað að þeir muni fylgja í kjölfarið fljótlega og Finnar sömuleiðis. Þá eykst þrýstingur- inn á Íslendinga. Í tæplega níu ár hefur Kosovo verið verndarsvæði alþjóða- samfélagsins – fyrst NATO, þá SÞ og nú ESB – í kjölfar þess að NATO batt sumarið 1999 með hervaldi enda á stríð í héraðinu, án umboðs frá SÞ. Ráðamenn vestrænna ríkja sem viðurkennt hafa hið einhliða yfirlýsta sjálfstæði Kosovo vísa gjarnan til þess að sjálfstætt Kosovo sé bein afleiðing af þjóðernishreinsunarstefnu Slobodans Milosevic. Skiljanlega þykir lýðræðislega kjörnum fulltrúum Serbíu nútímans það súrt í broti að land þeirra og þjóð séu látin gjalda með þessum hætti fyrir gerðir fyrri valdhafa. Rússar vísa líka gjarnan til þess að aðskilnaður Kosovo frá Serbíu skapi hættulegt fordæmi. Sjálfir óttast Rússar að ýmis héruð á suðurjaðri ríkis þeirra nýti sér fordæmi Kosovo til að ýta undir kröfur sínar um aðskilnað. Svipað er ástatt í sumum ESB- ríkjunum, sem hafa þjóðernisminnihlutahópa innan landamæra sinna. Þannig hafa til að mynda stjórnir Rúmeníu, Slóvakíu og Kýpur lýst því yfir að þau muni ekki viðurkenna Kosovo. Í stuttu máli má segja að einhliða sjálfstæðisyfirlýsing Kosovo með stuðningi Vesturveldanna leysi ekki vandann, enda langt í að þetta litla, landlukta landsvæði geti orðið sjálfbært ríki, ef það verður það þá nokkurn tímann. Eftir að margra ára mála- miðlunartilraunir skiluðu engum árangri var þó ljóst að stíga þurfti ákveðin skref sem ekki yrðu öllum málsaðilum að skapi. Og nú þarf Ísland að stíga slíkt skref líka. Sjálfstæði Kosovo: Ísland í klemmu AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR VAKTAVINNUFÓLK Flest námskeið skólans geta hentað ykkur sérstaklega vel þar sem möguleiki er að skipta milli morgun- og kvöldtíma eftir vöktum án þess að missa úr á stærri námskeiðum. Tölvunám byrjenda Vinsælt námskeið ætlað fólki á öllum aldri sem hefur enga tölvukunnáttu. Á þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað í notkun tölvu. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga og er hægt að velja um morgun- eða kvöldnámskeið. Kennsla hefst 4. mars og lýkur 3. apríl (páskafrí 14. til 25. mars). Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga, morgunnámskeið kl 8.30 – 12 og kvöldnámskeið 18 – 21.30. Lengd 42 std. Verð kr. 32.900,- Kennslubók innifalin. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.