Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 26. febrúar 2008 21 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 373 5.049 -0,17% Velta: 2.829 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,00 +0,00% ... Bakkavör 44,00 +0,00% ... Eimskipafélagið 28,95 -0,69% ... Exista 12,30 +0,66% ... FL Group 9,97 +0,71% ... Glitnir 17,90 +0,85% ... Ice- landair 25,20 -0,40% ... Kaupþing 739,00 +0,54% ... Landsbankinn 28,20 +0,71% ... Marel 92,60 -0,43% ... SPRON 5,80 +0,69% ... Straumur-Burðarás 12,28 +0,25% ... Teymi 5,31 -0,38% ... Össur 93,10 -0,85% MESTA HÆKKUN GLITNIR +0,85% LANDSBANKINN +0,71% FL GROUP +0,71% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -0,85% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -0,69% EIK BANKI -0,68% Umsjón: nánar á visir.is „Við þekkjum mjög vel til Moss Bros og höfum skoðað það lengi,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, en félagið lagði í gær fram óformlegt tilboð í bresku herrafataversl- unina upp á 42 pens á hlut í nafni Newco, fjárfestahópi sem Baugur stofnaði um kaupin. Þetta jafngildir 40 milljónum punda, jafnvirði rúmra 5,2 millj- arða íslenskra króna. Baugur er stærsti hluthafinn í Moss Bros með 29 prósenta hlut í gegnum fjárfestingarfélagið Unity Investments, sem það á ásamt FL Group og breska fjárfestinum Kevin Stanford. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði, eða í kjöl- far áreiðanleikakönnunar. Breska dagblaðið Telegraph sagði í gær ekki einhug um tilboðið og vísaði til þess að ólíklegt væri að Moss-fjöl- skyldan seldi hlut sinn. - jab Baugur býður í Moss Bros GUNNAR SIGURÐSSON www.hataekni.is / Ármúli 26 NOKIA 5310 NOKIA 5610 Nokia XpressMusic Tónleikahöll, kvikmyndahús og ljósmyndastúdíó í frábærum Nokia síma. P IP A R • S ÍA • 8 0 3 0 8 Kreditkortavelta var tæpir 29 milljarðar króna í janúar. Þetta er næstum fimmtungs aukning miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. Bankinn bendir á að þessar tölur tilheyri úttektartímabilinu sem lauk í mánuðinum, en það hófst 18. desember. Debetkortavelta í janúar dróst saman um næstum fjórðung frá mánuðinum á undan. Hún nam 31,5 milljörðum króna og var næstum óbreytt frá sama mánuði í fyrra. - ikh Aukning um jólin KORTIÐ STRAUJAÐ Greiðslukortaveltan var töluvert meiri í janúar en á sama tíma í fyrra. Hildur Pedersen gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn SPRON, en þar hefur hún gegnt stjórnarformennsku. Framboðs- frestur til setu í stjórn rann út síð- asta föstudag. Þeir sem gefa kost á sér sem aðalmenn í stjórn eru Ari Berg- mann Einarsson, Ásgeir Baldurs, Erlendur Hjaltason, Margrét Guð- mundsdóttir, og Rannveig Rist. Í framboði sem varamenn eru svo Birkir Baldvinsson, Esther Guð- mundsdóttir, Guðmundur Arn- aldsson, Rögnvald Othar Erlings- son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. - óká Breytingar í stjórn SPRON Lárus Welding, forstjóri Glitnis, hefur ákveðið að taka á sig helm- ingslækkun launa. Laun Lárusar voru í fyrra 5,5 milljónir króna á mánuði en verða nú rúmlega 2,7 milljónir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir því sem næst verður kom- ist vill Lárus ganga á undan með góðu fordæmi í því erfiða umhverfi sem nú ríkir meðal fjár- málafyrirtækja. Þegar hafa verið boðaðar aðhaldsaðgerðir og aukin ráðdeild í rekstrinum. Þannig var síðasta fimmtudag samþykkt með lófataki á aðalfundi Glitnis tillaga um stórfellda lækkun þóknunar til stjórnar- og varastjórnar- manna í bankanum. Tillöguna lagði fram Þorsteinn Már Bald- vinsson, nýr stjórnarformaður bankans. Laun formanns stjórnar lækk- uðu úr rúmri milljón í 550 þúsund krónur á mánuði og laun almennra stjórnarmanna lækkuðu um 100 þúsund og eru nú 250 þúsund krón- ur á mánuði. Lárus Welding er nú staddur í Finnlandi en Þorsteinn Már fagnar ákvörðun Lárusar og segir hana alfarið hans eigin. Á aðalfundi bankans á fimmtudag kom fram í máli Þorsteins Más að fram undan hjá bankanum væri tími hagræð- ingar, ráðdeildar og sparnaðar og að Glitnir ætti að vera leiðandi í að skera niður kostnað svo hlut- hafar og viðskiptavinir gætu vel við unað. - óká LÁRUS WELDING, FORSTJÓRI GLITNIS Á aðalfundi Glitnis undir lok síðustu viku kom fram í máli forsvarsmanna bankans að aukin áhersla yrði nú lögð á ráðdeild í rekstri bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Laun forstjóra lækka um helming
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.