Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 16
16 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sigurlín Margrét Sigurðar- dóttir vinnur að því að fyrsta teiknimynd heims þar sem persónurnar tala táknmál verði aðgengileg fyrir íslensk börn. Sigurlín hefur hlotið styrk sem verður notaður til að færa táknmál þáttanna yfir á íslensku. „Þegar ég var barn var litið svo á að ekki þyrfti að gera barnaefni fyrir heyrnarlaus börn, þau væru hvort sem er svo fá,“ segir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, táknmáls- kennari og eigandi fyrirtækisins Táknmál ehf. Sigurlín vinnur nú að því að fyrsta teiknimynd heimsins þar sem sögupersónurnar tala tákn- mál verði einnig aðgengileg fyrir börn sem tala íslenskt táknmál. Sjálf missti Sigurlín heyrnina þegar hún var átta ára og kannast því vel við þann skort sem heyrnar- skert börn þurfa að búa við þegar kemur að afþreyingarefni. Teiknimyndaröðin ber heitið The Fantastic Time Machine eða Ævintýratímavélin og er hugsuð fyrir börn á aldrinum fimm til tíu ára. Í þáttunum ferðast börn í tímavél og fræðast um spennandi atburði liðinna tíma. Ein söguhetj- an er heyrnarlaus og talar því táknmál en það geta heyrandi vinir hennar einnig. Ævintýrið verður í forgrunni en ekki heyrnar- leysið. Teiknimyndin er í 26 þátt- um en hver þeirra er tíu mínútur að lengd. Það eru frændur okkar Danir sem standa fyrir gerð þessarar óvenjulegu þáttaraðar og er hún gerð með styrk frá Sambandi evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Þegar Sigurlín heyrði af gerð þáttanna fór hún strax að leita frekari upp- lýsinga um efnið og vinna að því að það yrði einnig aðgengilegt fyrir íslensk börn. Það þurfti hún þó að gera fyrir sitt eigið fé. „Ég fór til Kaupmannahafnar í haust og heimsótti meðal annars Döve film, en þar er meðal annars framleitt sjónvarpsefni á tákn- máli fyrir danska ríkissjónvarpið,“ segir hún. Fyrir skömmu hlaut Sigurlín styrk úr Styrktarsjóði Baugs og verða peningarnir notaðir í for- vinnslu táknmálssetningar þáttar- aðanna. „Það sem gerist þegar myndin verður táknmálssett á íslenskt táknmál er að þá verða hreyfingar mínar settar í tölvutækt form og settar eða límdar á teiknimynda- persónuna. Þá er teiknimyndaper- sónan farin að tala íslenskt tákn- mál,“ segir hún um hvernig séð verði til þess að börnin í myndinni fari að tala íslenskt táknmál án þess að hver hreyfing verði teikn- uð upp á nýtt. Sigurlín segist þegar hafa sýnt umsjónarmanni barnaefnis Ríkis- sjónvarpsins myndina og fengið jákvæð viðbrögð. Kaupi Ríkissjón- varpið sýningarréttinn segir hún að búast megi við því að þættirnir komist í loftið á næsta ári. karen@frettabladid.is Fyrsta táknmálsteiknimyndin TEIKNIMYND FYRIR HEYRANDI OG HEYRNARLAUS BÖRN Sigurlín vill að íslensk börn sem ekki heyra geti notið myndarinnar, enda afþreyingarefni fyrir þau oft af skornum skammti. ÆVINTÝRATÍMAVÉLIN Í þáttunum ferðast börn í tímavél og fræðast um spennandi atburði liðinna tíma. Ein söguhetjan er heyrnarlaus og talar því táknmál, en það geta heyrandi vinir hennar einnig. Ævintýrið verður í for- grunni en ekki heyrnarleysið. ■ Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar og er hún öll nýtileg; rætur, blaðstilkar, lauf og fræ. Helstu áhrifin eru á meltingarfæri þar sem hún örvar meltingu og eyðir spennu. Hvönnin er einnig notuð gegn kvillum í lifur og talin mjög góð til að losa slím úr öndunar- færum og gegn öðrum lungnakvill- um. Algengast er að búa til te og seyði úr hvönn. Hefur hún einnig verið notuð sem bragðefni og krydd. Þá hafa rannsóknir Raunvísinda- stofnunar sýnt að í ætihvönn eru efni sem verka á bakteríur, veirur, sveppi og jafnvel krabbameinsfrumur auk efna sem virðast örva ónæmiskerfið. ÆTIHVÖNN: MERK LÆKNINGAJURT „Ég er byrjaður að einbeita mér aftur að æfingum eftir langa vinnutörn í vetur, enda byrjar keppnis- tímabilið í apríl,“ segir Sigurpáll Geir Sveinsson golfari. „Ég hef verið að safna styrktaraðilum og vonast til að geta einbeitt mér hundrað prósent að golfinu í sumar.“ Sigurpáll gerðist atvinnumaður í golfi árið 2003. Hann hefur þrisvar orðið íslandsmeistari karla, og unnið titilinn þrisvar sinnum í sveita- keppni. „Samhliða vinnunni hef ég verið að æfa mig í æfingasvæði Keilis í Hraunkoti, Básum, Sport- húsinu og þessum stöðum. Þegar maður er í 110 til 120 prósenta vinnu er takmarkaður tími til að æfa, en maður reynir að nýta hvert tækifæri sem gefst,“ segir hann. Aðspurður við hvað hann sé að vinna segist Sigurpáll vera sjálfstæður verktaki í hinu og þessu, meðal annars smíði og golfkennslu. Hann sé þó hættur smíðunum í bili og ætli sér að draga úr golfkennslunni. „Það gengur ekki að vera að kenna golf og reyna að vera eitthvað góður sjálfur á sama tíma. Maður er bara of þreyttur eftir sex til sjö tíma golfkennslu til að geta æft sig almenni- lega.“ Hann segir æfingaaðstöðu sína munu stórbatna eftir tæpan mánuð, en þá fer hann sem fararstjóri í golfferðir Úrvals Útsýnar til Spánar og Tyrk- lands. „Þetta hentar mjög vel til að koma manni í gang, vinna hálfan daginn sem fararstjóri og nota svo hinn helminginn til að æfa sig við topp- aðstæður.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURPÁLL GEIR SVEINSSON GOLFARI Á leið til Spánar og Tyrklands í golf „Ég hef miklar áhyggjur af rasism- anum á Íslandi því ég óttast að þetta muni springa upp í loft, eins og gerst hefur í Danmörku,“ segir Eilífur Örn Þrastar- son tónlistar- maður. Eilífur hefur eins og margir aðrir orðið var við að æ fleira ungt fólk stofni heimasíður eða félög sem breiða út haturskenndan áróður gegn minnihlutahópum. „Ég held að það þurfi að sýna fólki betur að ekki eru allir útlendingar endilega glæpamenn. Það mætti til dæmis rannsaka betur og sýna hvernig fólk þetta er. Til dæmis var ágætis könnun í blaðinu um daginn sem sagði að Pólverjar hefðu framið fæsta glæpi af öllum innflytjend- unum. Samt er alltaf verið að tala um að Pólverjar séu svo voðalega vondir og verri en við,“ segir hann. Eilífur hvetur almenning og sérstaklega menntamenn til að láta betur í sér heyra um þetta málefni. „Tónleikar Bubba voru til fyrirmynd- ar, en ég er nú hræddur um að meira þurfi til að ná árangri.“ SJÓNARHÓLL RASISMI Á ÍSLANDI Ekki spilltur, bara jolly „Nei nei, hann er bara svona jolly good. Það er engin spill- ing í þessu hjá honum.“ ELLERT B. SCHRAM ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR UM INNRÆTI VILHJÁLMS Þ. VILHJÁLMSSONAR ODDVITA SJÁLFSTÆÐISMANNA Visir.is mánudag 25. febrúar. Engir sterar í Ho ho ho „Ég hef aldrei notað einhver ólögleg efni til að ná meiri árangri en verð hins vegar að útskýra slíkar glósur fyrir fjölskyldunni minni.“ HLYNUR ÁSKELSSON, BETUR ÞEKKT- UR SEM CERES 4, EFTIR KEPPNI Í UNDANÚRSLITUM EVRÓVISJÓN ÞAR SEM HÁÐSGLÓSUR GENGU Á MILLI KEPPANDA. Fréttablaðið mánudag 25. febrúar. EILÍFUR ÖRN ÞRASTARSON Gæti sprungið í loft upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.