Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 26
● fréttablaðið ● skipulag og hönnun 26. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR4
Tvöföld gólf þykja hafa gefið
góða raun til að dempa niður
hávaða í sambýlishúsum.
Krafan um góða hljóðeinangrun í
íbúðarhúsnæði hefur hugsanlega
aldrei verið meiri en nú. Kvart-
að er undan því að hljóðeinangr-
un í gömlum húsnæði haldi ekki í
skefjum hávaða af umgengni ná-
granna og heimilistækjum nútím-
ans. Ýmissa leiða hefur því verið
leitað til að fullkomna hljóðvist,
en ein þeirra gengur út á að setja
tvöföld gólf í hús. Íslenskir aðal-
verktakar hafa beitt þeirri aðferð
frá árinu 2000 og þykir hún hafa
gefið góðan árangur.
„Við höfum verið leiðandi
á þessu sviði. Höfum frá 2000
byggt á fimmta hundrað íbúðir
með tvöföldum gólfum, þannig
að við höfum töluverða reynslu
af þessu,“ segir Kristján Arin-
bjarnar, framkvæmdastjóri hjá
Íslenskum aðalverktökum, sem
flutti erindi um hljóðvist undir
yfirskriftinni Hljóðeinangrun
í sambýlishúsum, á ráðstefnu
Steinsteypufélagsins sem haldin
var á Grand hóteli í síðustu viku.
Í fyrirlestrinum fór Kristj-
án meðal annars yfir þær kröfur
sem gerðar eru til hljóðvistar en
hann segir nokkurn misskilning
ríkja um hugtakið. „Við höfum
mælt mun meiri ánægju hjá kaup-
endum með hljóðvistina þar sem
tvöföld gólf eru í íbúðum. Þó er
einn og einn kaupandi sem býst
við því að hljóðvistin sé enn betri
jafnvel þótt hljóðeinangrunin sé
vel heppnuð. Þetta stafar af því
að hugtakið hljóðeinangrun mis-
skilst. Hljóðeinangrun þýðir það
að einangra hljóð. Í rauninni væri
réttara að tala um hljóðdeyfingu
eða -dempun.“
Kristján segir að það megi að
hluta til rekja til þess að hljóð-
einangrun nái ekki alltaf að úti-
loka hávaða frá háværum tækj-
um, sem gefa frá sér djúpa tóna
eins og heimabíó og bassabox.
„Markmiðið með hljóðeinangr-
un er auðvitað að fólk verði ekki
fyrir stöðugri truflun og áreiti af
náunganum og fái aukið næði,“
bendir hann á og segir að ýmislegt
hafi verið reynt til þess að verða
við því. „Til dæmis eru herbergi
látin liggja á ákveðna vegu. Eins
með því að ganga skynsamlega
frá hurðum í bílageymslur, nota
hljóðdeyfðar loftrásir í veggjum
til að þurfa ekki að opna glugga
og gler sem hindra að hljóð berist
að utan. Loks með vali á lagnaefn-
um, lyftu, loftræsibúnaði og þess
háttar.“
Tvöföldu gólfin sem Íslenskir
aðalverktakar hafa notað á síð-
ustu árum þykja hafa gefið góða
raun í þeim efnum, en aðferð-
in er upprunnin frá Þýskalandi.
„Einangrun er sett ofan á burðar-
plötuna og svo steypt aftur yfir
þannig að gólfið er fljótandi frá
burðarvirkinu,“ lýsir Kristján og
bætir við að hugmyndir séu nú
uppi um að fara enn lengra með
aðferðina. „Við höfum fengið til-
lögu frá leiðandi þýskum ráð-
gjöfum um að setja tvöfalda ein-
angrun í húsnæði, til að taka burt
djúpa bassatóna og þvíumlíkt. Sú
aðferð þykir hafa komið vel út í
Þýskalandi og er nokkuð sem við
hjá ÍAV eigum enn eftir að prófa.“
- rve
Hávær krafa um góða hljóðvist
Kristján Arinbjarnar hjá Íslenskum aðalverktökum segir tvöföld gólf hafa dugað vel til að dempa niður hávaða en aðferðin er
upprunnin í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sveitarfélagið Vogar
Vinalegur og fjölskylduvænn bær í nánum tengslum við náttúruna
Akstursfjarlægðir frá Vogum um upplýsta og tvöfalda Reykjanesbraut.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 15 mínútur
Reykjanesbær 15 mínútur
Hafnarfjörður 20 mínútur
Smáralind 25 mínútur