Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 10
10 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR JÓLABARN Náttúrusögusafnið í París í Frakklandi birti nýlega mynd af lemúraunganum Kibongo sem fæddist á aðfangadag síðastliðinn í Vincenn- es-dýragarðinum í París. Innan við tuttugu dýr af þessari fágætu tegund má finna í evrópskum dýragörðum. NORDICPHOTOS/AFP PAKISTAN, AP Þúsundir Palestínu- manna á Gaza-ströndinni mynd- uðu keðju sín á milli við landa- mærin að Ísrael til að mótmæla lokun Ísraela á landamærunum sem varð í kjölfar þess að Hamas- samtökin tóku völdin á Gaza í júní í fyrra. Hamas boðuðu til mótmæl- anna og stóðu vonir skipuleggj- enda til að allt að 50.000 manns mynduðu fjörutíu kílómetra keðju frá Rafah til Beit Hanoun. Þátt- taka var þó undir væntingum. Ísraelskir hermenn og lögreglu- menn í þúsunda tali stóðu vörð við landamæri vegna ótta við að fjölda- mótmælin gætu snúist upp í átök og færst inn í Ísrael. Í síðasta mánuði sprengdu Hamas-liðar upp landamæri Gaza að Egyptalandi sem gerði hundruðum þúsunda Gazabúa kleift að streyma inn í Egyptaland til að birgja sig upp af nauðsynjavörum sem skortur er á á Gaza. Óttast var að mögulega yrði gripið til svipaðra aðgerða við landamærin að Ísrael í gær og voru settar upp eftirlitsstöðvar í suðurhluta Ísraels til að hamla för óbreyttra borgara að landamær- unum. Nokkur svæði voru lýst lokuð hernaðarsvæði. - sdg Landamæri Ísraels og Gaza hafa verið lokuð síðan í júní í fyrra: Mótmæltu lokun landamæra PALESTÍNSKAR SKÓLASTÚLKUR Gefið var frí frá kennslu svo nemendur og kennarar gætu mótmælt. NORDICPHOTOS/AFP RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hreinar hendur - örugg samskipti Á tilboðií febrúar 2008DAX Handspritt, krem og sápur DAX Sótthreinsiservíettur 20 stk. 393 kr. DAX Hand & húðkrem 600 ml með dælu 496 kr. DAX Handáburður 250 ml 259 kr. ostur.is í nýjum og hentugri umbúðum TAKTU ÞÁTT Í LUKKULEIK DALA FETA. VEGLEGIR VINNINGAR Í BOÐI. SVEITARSTJÓRNIR „Við sjálfstæðismenn munum á næst- unni óska eftir mati óháðs endurskoðanda á þjónustu- gjöldunum – ekki síst fasteignagjöldunum sem eru afar há,“ segir Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi í Árborg. Jósef Ásmundsson, íbúi við Kjarrhóla á Selfossi, sagðist í Fréttablaðinu á miðvikudag vera afar ósátt- ur við að greiða meira en áttatíu prósent hærri fast- eignagjöld en gert væri af jafndýrri eign í Reykjavík. Hann borgar tæplega 270 þúsund krónur af þrjátíu milljóna króna húsi. Gjöld af jafn dýru íbúðarhús- næði í Reykjavík eru tæpar 150 þúsund krónur. Jósef segist ósáttur við skýringar sem Ásta Stef- ánsdóttir bæjarritari gaf í Fréttablaðinu um mikinn kostnað sveitarfélagsins af framkvæmdum, til dæmis við fráveitukerfi. „Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðar- leigu, vatnsskatt og fráveitugjöld. Þetta eru allt saman þjónustugjöld og fyrir þau á fólk að fá þjónustu og þau má auðvitað ekki nota til að fjármagna uppbygg- ingu í bænum og endurnýjun á lögnum,“ segir Jósef. Að sögn Eyþórs vilja sjálfstæðismenn einmitt láta kanna það sem Jósef nefnir með skoðun óháðs aðila. „Þjónustugjöld eiga ekki og mega ekki fara í neitt annað en þjónustu og við viljum bara vera viss um að svo sé í Árborg,“ segir hann. Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forseti bæjarstjórnar, segir ákveðna hámarks- prósentu fasteignaskatts vera bundna í lögum og að Árborg sé töluvert undir henni. Þá nefnir hann að frá- veitugjald dugi ekki fyrir kostnaði. „Við náum ekki ennþá að láta gjöldin dekka kostnaðinn við holræsin þannig að þau gjöld eru áreiðanlega ekki notuð í annað,“ segir hann. Ásta Stefánsdóttir bæjarritari segir að í þessu tilliti þurfi að bera saman sveitarfélög af sömu stærðar- gráðu. Hún segir miklar framkvæmdir kalla á að lagðar séu lagnir. „Þar fellur til stofnkostnaður, sem gjöldunum er ætlað að standa straum af. Það gætir því einhvers misskilnings hjá Jósef um eðli þjónustu- gjalda, ég átta mig hreinlega ekki á því hvaða þjónustu hann telur að þau eigi að dekka,“ segir Ásta. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Fram- sóknarflokks samþykkti í janúar að lækka fasteigna- skatt um átta prósent í kjölfar tólf prósenta hækkunar á fasteignamati. Sjálfstæðismenn höfðu lagt til tíu prósenta lækkun. gar@frettabladid.is Vilja óháða rannsókn Sjálfstæðismenn í Árborg vilja óháða athugun á þjónustugjöldum. Íbúi, sem kvartar undan háum fasteignagjöldum, segir þau ekki eiga að standa undir framkvæmdum. Misskilningur um eðli þjónustugjalda, svarar bæjarritarinn. JÓN HJARTARSON Forseti bæjar- stjórnar. JÓSEF ÁSMUNDS- SON Íbúi í Kjarr- hólum á Selfossi. EYÞÓR ARNALDS Oddviti sjálfstæðis- manna í bæjar- stjórn Árborgar. SAMGÖNGUR Mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar eru gerð með hagsmuni hverfisins og íbúa þess að leiðarljósi, segir Ásta Þorleifs- dóttir, fulltrúi F-lista í umhverfis- og samgönguráði. Gagnrýni á hana sem um hverfis verndarsinna, fyrir að styðja gerð gatnamótanna, sé ósanngjörn. Gatnamótin hafi tekið stakkaskiptum frá fyrstu útgáfu, dragi úr hávaða- og loftmengun og losi um landrými. „Ég myndi gjarnan vilja leggja allar stofnbrautirnar ofan í jörðina, eftir því sem auðið er,“ segir Ásta. - kóþ Ásta Þ. um mislæg gatnamót: Segir gagnrýni ósanngjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.