Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 12
12 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið KÝPUR, AP Endir kann að verða bundinn á áratuga langa skiptingu Kýpur fyrir lok þessa árs. Þessu lýsti leiðtogi Kýpur-Tyrkja yfir í gær, daginn eftir að Kýpur-Grikkir kusu sér nýjan forseta. Sigurvegari forsetakosning- anna, Dimitris Christofias, hafði heitið því í kosningabaráttunni að taka snarlega til við að endurvekja umleitanir um endursameiningu eyjarinnar. „Ég tel að það kæmi ekki á óvart að okkur tækist að leysa málið fyrir lok þessa árs,“ tjáði Mehmet Ali Talat fréttamönnum, en hann er forseti lýðveldis Kýpur-Tyrkja sem einvörðungu er viðurkennt af Tyrklandi. „Kýpur-Grikkir kusu breytingar. Þeir kusu mann sem getur gert þessar breytingar að veruleika,“ sagði Talat. Christofias hefur þegar heitið því að eiga fund með Talat, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær. Ef samningar skyldu takast um endursameiningu Kýpur, sem hefur verið klofin frá því árið 1974, yrði einum stórum ásteytingar- steininum í vegi fyrir inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið rutt úr vegi. Klofningur Kýpur er enn- fremur sífellt uppspretta núnings milli NATO-bandamannanna Grikklands og Tyrklands. Viðræður um endursameiningu hafa legið niðri síðan Kýpur- Grikkir höfnuðu málamiðlunartil- lögu Sameinuðu þjóðanna þar að lútandi í þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 2004, en það sama vor fékk hið alþjóðlega viðurkennda lýð- veldi Kýpur-Grikkja inngöngu í Evrópusambandið. Kjör Christofiasar hefur vakið vonir um að nú sé tími sögulegra sætta að renna upp. Christofias vann síðari umferð forsetakosn- inganna á sunnudag eftir að Tassos Papandopoulos forseti heltist óvænt úr lestinni í fyrri umferð kosninganna viku fyrr. Papando- poulos fylgdi mjög óbilgjarnri stefnu í endursameiningarmálum. Christofias, sem var frambjóðandi Kommúnistaflokks Kýpur- Grikkja, fékk rétt rúmlega 53 pró- sent atkvæða í síðari umferðinni og sigraði þar með Ioannis Kasoul- ides, utanríkisráðherra og fram- bjóðanda íhaldsmanna. Þeir höfðu reyndar báðir heitið því að endur- ræsa sameiningarviðræður. audunn@frettabladid.is TÍMAMÓT Forsíður kýpur-grískra dagblaða með fréttum af sigri Christofiasar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vonir glæðast um sameiningu Við kjör Dimitris Christofias til forseta Kýpur hafa vonir glæðst um að takast megi að ná samningum um endursameiningu eyjarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.