Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 26. febrúar 2008 25
Heilagra karla sögur frá miðöld-um eru komnar út á vegum
Bókmenntastofnunar Háskóla Íslands.
Þetta eru sögur tólf dýrðlinga frá
miðöldum, flestar
þýddar eða endursagðar
úr latínu eða lágþýsku.
Sögurnar eru gefnar
út eftir handritum frá
14., 15. og 16. öld og
prentaðar með nútíma
stafsetningu. Sverrir
Tómasson, Bragi Halldórsson og Einar
Sigurbjörnsson sáu um útgáfuna en
formála rita þeir Einar og Sverrir.
Bókaforlagið Veröld hefur gefið út bókina Frjáls – Stórbrotin
hetjusaga eftir Ayaan Hirsi Ali. Ali
flúði kúgun og harðræði í Sómalíu
og víðar en tókst að
breyta veröldinni með
hugrekki sínu. Hún varð
þingmaður í Hollandi en
leitaði skjóls í Bandaríkj-
unum undan ofsóknum
múslima og er hennar
gætt þar allan sólar-
hringinn. Í bókinni Frjáls
segir Ali frá lífi sínu, sem er ævintýri
líkast. Árni Snævarr þýddi sögu Ayaan
Hirsi Ali.
Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini, höfund metsölubókar-
innar Flugdrekahlauparinn, er nú
komin út í kilju hjá JPV útgáfu. Anna
María Hilmarsdóttir
þýddi bókina. Í Flug-
drekahlauparanum segir
Hosseini einstaklega
grípandi sögu af tveimur
afgönskum konum,
Mariam og Lailu, ólíku
lífi þeirra og ævi í Kabúl
um meira en þrjátíu
ára skeið. Baksviðið er harmsaga
Afganistan, allt frá innrás Sovétmanna
gegnum ógnarstjórn talibana og
átakaárin sem fylgt hafa í kjölfarið.
Örlögin leiða konurnar tvær saman
og vináttuböndin sem þær bindast
hafa afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra
beggja.
Skyggður máni eftir metsölu-höfundinn Alice Sebold er nú
komin í kilju en áður hafa komið út
sögurnar Svo fögur bein og Heppin
eftir hana á íslensku.
Magnea J. Matthías-
dóttir þýddi söguna.
Helen Knightley hefur af
einskærri skyldurækni
og hollustu eytt ævinni
í aðra, fórnað sér fyrir
foreldra sína, eiginmann
og uppkomnar dætur. En svo fremur
hún voðaverk og hleypir þar með
af stað ófyrirséðri atburðarás sem
leiðir til allsherjaruppgjörs. Í þessari
áhrifamiklu sögu, sem gerist á einum
sólarhring, fjallar Alice Sebold á eftir-
minnilegan hátt um þá snúnu þræði
sem tengja mæður og dætur og eigin-
konur og eiginmenn – og ekki síst
hversu stutt er á milli ástar og haturs í
lífi okkar allra. JPV útgáfa gefur út.
NÝJAR BÆKUR
Undanfarna mánuði hefur hópur listafólks og
hestamanna farið um Evrópu þvera og
endilanga með gríðarlega skrautsýningu sem
heitir Apassionata. Stjarna þeirrar sýningar
er íslenska sópransöngkonan Arndís Halla
Ásgeirsdóttir. Sýnt er í stórum húsum og
skipta áheyrendur nú þegar hundruðum
þúsunda. Arndís Halla syngur þar ýmislegt,
sumt frumsamið, en einnig stórar aríur úr
þekktum óperum, svo sem aríu næturdrottn-
ingarinnar úr Töfraflautunni og fleira.
Annað kvöld kl. 20 gefst okkur kostur á að
hlýða á söng Arndísar Höllu á Tíbrár-
tónleikum í Salnum í Kópavogi. Með henni
leikur enginn annar en tónlistarstjóri
Íslensku óperunnar, Kurt Kopecky, á píanó.
Þetta er í fyrsta sinn sem Kopecky kemur
fram í Tíbrár-tónleikaröðinni en um þessar
mundir stjórnar hann óperu Verdis, La
Traviata, við miklar vinsældir í Íslensku
óperunni. Arndís Halla lauk námi hér heima
og að því loknu hélt hún til Berlínar í fram-
haldsnám, ílentist þar og starfar að list sinni.
Hún hefur tekið þátt í fjölda óperusýninga af
ólíku tagi og hlutverkin eru orðin mörg. Þótt
starfsvettvangur hennar á óperusviðinu hafi
verið mest í Þýskalandi þá hefur hún tekið
þátt í óperuuppfærslum víðar, á Íslandi, í
Frakklandi, Tékklandi og Kóreu svo eitthvað
sé nefnt.
Á tónleikunum annað kvöld flytja þau
Arndís Halla og Kurt Kopecky efnisskrá eftir
Purcell og Schubert og fjölmargar sívinsælar
glæsiaríur eftir sum af helstu tónskáldum
óperusögunnar.
Miða á tónleikana má nálgast í miðasölu
Salarins. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.600 kr.
fyrir nema, eldri borgara og öryrkja. - vþ
Arndís syngur glæsiaríur
TÓNLISTARFÓLKIÐ Arndís og Kurt flytja glæsiaríur í
Salnum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sýning Þjóðleikhússins á Pétri
Gaut eftir Henrik Ibsen, í leik-
stjórn og leikgerð Baltasars
Kormáks, verður einn
af hápunktum
menningarhátíðarinn-
ar Iceland on the Edge
í Brussel nú í lok
febrúar.
Hátíðin kynnir
íslenska menningu
fyrir Belgum. Hún er
mikil að umfangi,
stendur í um fjóra mánuði og
hefur undirbúningur hennar staðið
í um tvö ár.
Sýning Baltasars Kormáks á
Pétri Gaut, sem frumsýnd var í
Kassanum í Þjóðleikhúsinu vorið
2005, hlaut Grímuverðlaunin sem
besta sýning ársins árið 2006.
Sýningin hefur vakið mikla athygli
erlendra gesta ekki síður en
íslenskra, og hefur þegar ferðast
víða út fyrir landsteinana, fyrst á
Ibsen-hátíðina í Osló og svo
tvívegis til Bretlandseyja þar sem
verkið var fært upp í Barbican-
listamiðstöðinni í Lundúnum.
Pétur Gautur
gerir víðreist
HENRIK
IBSEN