Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Námskeið um stjórnun heilsueflingar á vinnu- stöðum verður kennt í fjarnámi frá Háskólanum í Reykjavík frá 7. apríl til 16. maí næstkomandi. Heiti námskeiðsins er Vellíðan – Vinna – Velferð og umsóknar- frestur er til 17. mars. Nýsköpunar- þing Rannís, Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands og Útflutningsráðs verður haldið á Grand Hóteli á fimmtudaginn 28. febrúar frá klukkan 8 til 10. Notendastýrð nýsköpun verður í brennidepli og nýsköpunarverð- laun fyrir árið 2008 verða afhent. Lýðheilsustöð lætur á hverju ári kanna tíðni reykinga meðal Íslend- inga og má skoða niður- stöður ársins 2007 á síðunni www.lyd- heilsustod.is. Meðal þess sem kemur fram í þeim er fylgni á milli meiri menntunar og þess að reykja ekki. Sjósund nýtur alltaf vinsælda og þeir sem stunda það segja það bæði hollt og hressandi. Benedikt Lafleur hefur stundað sjósund í nokkur ár. „Ég hafði lesið grein um sjósund og á myndinni sem birtist með var algjört heljarmenni þannig að ég hélt að þetta ætti nú ekkert við mig,“ segir Bene- dikt, en hann hefur stundað sjósund í nokkur ár. „Svo var ég staddur í afmælisboði þar sem einn var að fara að synda og þurfti félaga með sér. Mér datt ekki í hug að ég gæti þetta en vildi samt prófa þetta í gamni og fyrstu sekúndurnar voru bara eins og ég væri að berjast fyrir lífi mínu, mér var svo kalt. Ég stökk bara út í og það var rosalegt sjokk fyrst en svo leið mér vel. Eftir smá stund finnur maður síðan ekkert fyrir kuldanum og finnst maður hafa sigrað heiminn.“ Benedikt útskýrir að æðarnar í líkamanum drag- ist strax saman í kuldanum í sjónum en kjarni lík- amans verði mjög heitur. „Menn geta verið algjörar kuldaskræfur á landi og dúðað sig þar en hitnað svo vel þegar þeir koma út í sjóinn. Þetta geta allir ef þeir eru með hjartað í lagi og auðvitað er betra að vera í einhverju formi. Til að byrja með er best að synda bara við ströndina þar sem fólk getur botnað og fara ekkert fram úr sér í byrjun heldur njóta þess þá betur í hvert sinn. Svo er mikilvægt að fara í heita sturtu á eftir og hlýja sér vel og lengi svo menn fái ekki kuldahroll seinna um kvöldið. Ég held að þetta sé örugglega gott fyrir ónæmiskerfið og þetta frískar mann mjög mikið.“ Benedikt segir það sennilega ævintýraþrá sem dragi fólk til sunds í ísköldum sjónum. „Svo vilja menn komast í nánari snertingu við náttúruna, sem er kannski einhver frumþörf. Kannski líka að yfir- vinna einhverja hindrun í manni sjálfum. Við erum vön að fara í sundlaugarnar en það er allt annað að synda í ólgandi sjónum og maður hugsar ekki um neitt annað á meðan.“ Benedikt er sestur að á Reykjum í Skagafirði og vinnur að uppbyggingu ferðamannaiðnaðar á staðn- um en frá Reykjum er stutt yfir í Drangey. „Hér er búið að stofna sjósundfélagið Gretti. Ég reyndi við Drangeyjarsundið seint í fyrra en það var orðið of kalt eða um níu gráður. Ég fór því hálfa leið, en fer næsta sumar aftur. Ég hef synt um Ermarsundið og Vestfirðina og hef gífurlega reynslu í alls konar öldum þar sem ég hef stundað þetta reglulega í nokkur ár.“ Benedikt kennir einnig jóga á Akureyri og á Sauðár- króki og segir jóga og sjósund fara vel saman. „Við erum öll í svo miklu kapphlaupi og flýtum okkur of mikið í dag svo það er bara gott að kæla sig aðeins niður með sjósundi eða jóga.“ heida@frettabladid.is Eins og að sigra heiminn Benedikt segir sjósund frískandi og gott fyrir ónæmiskerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Sófalist Sófalist, Garðatorgi Garðabæ S. 553 0444, www.sofalist.is Rúmteppaveisla - mikið úrval af barna og unglingateppum. - 25% afsláttur !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.