Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 20
[ ] Í Reykholti er nú boðið upp á athvarf frá amstri dagsins á Fosshótelinu þar sem hægt er að koma og slappa af í einhverja daga, stunda jóga, fara í nudd og njóta þess að vera úti í náttúrunni. „Jóga er besta yngingarmeðal í heimi,“ segir Aanika Chopra jógaleiðbeinandi, sem veit hvað hún syngur og bætir við að margir verði undrandi þegar hún segi þeim hvað hún sé gömul. Aanika er einnig indverskur dansari og ayurveda-nuddari. Á námskeiðum hennar í Reykholti í Borgarfirði er nú hægt að læra allt um leyndardóma jógafræðanna fjarri dagsins önn. Foss- hótelið á staðnum er eitt fyrsta hótel á landsbyggð- inni sem býður upp á skipulagða jógadagskrá og er dagskráin mjög fjölbreytt. Fyrstu og aðra helgi marsmánaðar verður námskeiðið Endurnærandi jóga á dag- skrá. Fyrstu helgina í apríl er haldið námskeið sem er tileinkað slökun. Einnig er boðið upp á kristalsteina- meðferð svo fátt eitt sé nefnt, en Anika segir ljósalampa með krist- alsalti frá Himalajafjöllum geta hjálpað við ofnæmi og asma. „Jóga er tæki til að hugleiða,“ segir Aanika og bætir við: „Jóga er reynsla – ógleymanleg reynsla bæði fyrir líkama og sál. Jóga hjálpar okkur að hugsa skýrt og gerir okkur betur búin til að lifa lífinu. Í hugleiðslu leiðum við hugann að augnablikinu. Hug- leiðsla hjálpar okkur að vera í jafnvægi.“ Aanika leggur áherslu á að við lærum að gera jóga að hluta af lífsstíl okkar. „Jóga hjálpar fólki að hægja á sér og vinnur til dæmis vel á streitu. Í gegnum jóga getum við öðlast frið frá amstri dagsins. Jóga hjálpar okkur við að komast að því hver við erum, hvaðan við komum og hvert við erum að fara. Jóga kennir okkur hvernig við eigum að vera,“ segir Aanika. „Ef hugurinn segir við okkar að við séum löt í dag, þá höldum við áfram að vera löt. Hugarfarsbreyting verður að koma til. Líkaminn talar við okkur. Við verðum að hlusta á líkamann. Orðið jóga merkir sameining en hugur og líkami verða að fylgjast að. Ef líkaminn er ekki í lagi getur hugurinn ekki verið í lagi,“ bætir hún ákveðin við. Áður bjó Aanika í Bretlandi og starfaði þar í nítján ár. Hún er fædd og uppalin í Nýju-Delhí á Indlandi. Fræðin nam hún við Sivananda Vedante-jógamiðstöð- ina í heimalandinu. „Ég vil að fólk læri á námskeiðum mínum og ég legg mig alla fram við að svo verði,“ segir Aanika, sem er fullgildur jógaleiðbein- andi. Á heimasíðunni www.icelandyoga. com má fá allar upplýsingar um jóga- námskeiðin í Skálholti og annað sem er í boði en þess má geta að lokum að Aanika stefnir einnig á að bjóða upp á námskeið í ind- verskum döns- um á næstunni sjálf og þá í höfuðborg- inni. - vg Hlustað á líkamann Jóga hjálpar fólki að vera í jafnvægi og lifa í núinu að sögn Aaniku. Gönguskó er nauðsynlegt að hafa á fótum þegar gengið er upp á Heklu en hún er 1.488 metrar á hæð og mikið hraun í hlíðum fjallsins. Aanika er fullgildur jógaleiðbeinandi, indverskur dansari og ayurveda-nuddari. www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið 28. febrúar kl 18:00 - 20:00 Heilsukostur - Kökur og eftirréttir. Auður I. Konráðsdóttir meistarakokkur 04. mars kl. 17:30-19:00 Erum við andleg og líkamleg eiturefna-úr- gangs-ruslaskrímsli. Edda Björgvins leikkona 12. mars kl. 20:00 - 22:00 Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari 13. mars 18.00 - 21.00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir meistarakokkur 6. - 9. mars Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI, 6. - 9. mars næstkomandi í Reykjavík. Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is Byrjendanámskei› í yoga Sex vikna byrjendanámskei› hefst 25. febrúar. Mánudaga og fimmtudaga kl. 16.40. Kennari: Talya Freeman. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.