Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 26. febrúar, 57. dagur ársins. 8.48 13.41 18.35 8.38 13.25 18.14 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is 170 hestöfl, hröðun 8,7 sek, togafl 280 Nm, koltvísýringslosun CO2 197 g/km, meðaleyðsla 8,2 ltr./100 km. 210 hestöfl, hröðun 8,4 sek, togafl 280 Nm, koltvísýringslosun CO2 231 g/km, meðaleyðsla 9,7 ltr./100 km. Ég er lessa. Setningin á undan kom fremur óvænt úr munni æskuvinkonu minnar í matarboði nokkurra menntaskólavinkenna minna fyrir skömmu. Við hinar brostum og sögðum „loksins“. Ástæða svars okkar var ekki til komið vegna þess að hún bæri kyn- uslann utan á sér, þvert á móti. Hún er ljóshærð, spengileg, kvenleg, gáfuð og upprennandi ofurlæknir. Sem sagt ein af vinsælli tálsýnum karla af hinni fullkomnu konu. Sá galli er þó á þessari gjöf Njarðar að hún er til Freyju – fallega vinkonan hefur ekki sýnt hinum njörðunum snefil af áhuga um ævina og var það nú ástæða þess að við vinkonurnar urðum ekki þrumu lostnar við yfir- lýsinguna. Í tilefni játningarinnar ákvað ég að skella mér út á lífið með vinkonunni enda sjaldan sem ég á þess kost að hitta hana þar sem hún er við nám í öðru og siðmenntaðra landi og ákvað því að leiða hana um lendur ólifnaðar- ins. Veit ég fyrir víst að við vorum síður en svo að sýna öðrum bargest- um áhuga en fljótlega mættu þó ein- hverjir ónytjungar að borðinu hjá okkur og kröfðust athygli. Vinkonan sagði þeim kurteislega að nærveru þeirra væri ekki óskað en allt kom fyrir ekki. Þar sem ég var meira í glasi og því vitlausari sagði ég þeim því næst að á borðinu væri ekki spil- að með báðum liðum og áhugi á karl- kyni takmarkaður. REGINMISTÖK hjá þér,“ sagði vinkona mín og hristi höfuðið í upp- gjöf eftir að ég hafði upplýst karl- fjárana um að við hefðum engan áhuga á þeim. Í belgingslegu yfir- læti hlömmuðu þeir sér niður við borðið hjá okkur og spurðu hvernig stæði á því að sætar stelpur gætu verið lessur. Því næst vildu þeir fara út í smáatriði um kynlíf tveggja kvenna. „Hvað finnst ykkur best að gera við hvor aðra?“ spurði einn. „Langar ykkur aldrei að fá karla með?“ spurði svo næsti. Í einhverju rugli, tilkomnu af því hve vel ég er uppalin, þá skallaði ég ekki fávitana heldur sagði pent að ég væri nú ekki lesbía heldur vin- kona mín en ég skildi ekki hvers vegna hún ætti að þurfa að fara út í lýsingar á sínum ástarmálum. „Já, þótt þér finnist lessur í lagi þá viltu taka fram að þú sért það ekki,“ sagði einhver áhorfendanna við mig af djúpri innsýn í líf konunnar. Fljót- lega drifum við okkur út af staðnum og vinkonan útskýrði þar fyrir mér að það væri svo sorglegt að sjálfri lesbíunni, sem ætti að vera eins laus undan oki feðraveldisins og hægt væri, hefði verið stolið af klám- myndaframleiðendum til að full- nægja órum karla. Þegar feðraveldið stal lesbíunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.