Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. febrúar 2008 15 NOREGUR Ný lög um dýravernd hafa verið harðlega gagnrýnd í Noregi. Þar er hvergi kveðið á um meðferð villtra dýra sem drepast mörg hver árlega vegna rannsóknar- aðferða. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu Aftenposten um helgina. Þar segir Geir Skillebæk sérfræðingur ný dýraverndunarlög hvergi kveða á um meðferð villtra dýra. Auk þess gagnrýnir hann áform stjórnvalda um frekari merk- ingar á villtum dýrum vegna eftirlits. Skillebæk segir mörg dæmi þess að villt dýr á borð við úlfa, birni, refi, gaupur og jarfa bæði líði fyrir og drepist árlega vegna rannsóknaraðferða. Þar nefnir hann ígræðslur sem sýking hlaupi í og hálsbönd sem kyrki dýrin. Forsvarsmenn dýravernd- unarsamtaka í Noregi taka undir þessar gagnrýnisraddir. Einnig kemur fram að dýrin búi við svipaðar aðstæður í Svíþjóð. Yfirvöld í Noregi segja langa hefð fyrir rannsóknaraðferðunum og segja fá dýr líða sökum þeirra. - rh Rannsóknaraðferðir á dýrum gagnrýndar í Noregi: Ótal dýr drepast árlega NÝ DÝRAVERNDUNARLÖG Árlega drepst fjöldi villtra dýra vegna rann- sóknaraðferða í Noregi og Svíþjóð. HAMFARIR Nokkurra vatnsskemmda hefur orðið vart í Austurbæjarskóla eftir að koparklætt þak fauk af húsinu í óveðri um miðjan desem- ber. Segir Guðmundur Sighvatsson skólastóri að bráðabirgðaviðgerð hafi verið gerð á þakinu. „Síðan hefur sú lokun ekki gengið eftir eins og menn óskuðu,“ segir Guðmundur því nokkur leki hafi verið af og til síðan. Meðal annars komst vatn í bókageymslu í risi og í stofur þar fyrir neðan. Guðmundur segir að skemmdir hafi ekki verið metnar. „En það þarf að taka þakið upp að stórum hluta og setja nýtt, reikna ég með.“ Telur hann að menn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu slæmt ástandið er. „Svo veit maður ekki með skemmdir í veggjum þar sem lekið hefur milli hæða.“ Tvær til þrjár kennslustofur hafa skemmst en þar er einkum ein sem er verst farin að sögn Guðmundar. „Kannski má segja að þetta hafi truflað kennslu eitthvað því það hefur þurft að byrja kennslu á að ausa vatni upp af gólfinu í byrjun dags.“ Einnig hafi orðið vart við vonda lykt sem komi til vegna rakans. „Það verður farið í þetta í sumar ef viðrar til en þeir hafa ekki gefið mér neinar tíma- setningar,“ segir Guðmundur um endanlegar viðgerðir. Segir hann menn hafa komið í síðustu viku og gert betrumbætur á bráða- birgðaviðgerðinni. Síðan hafi þakið ekki lekið en reyndar hafi ekki mikið reynt á það þar sem veður hafi verið með þeim hætti. - ovd Bráðabirgðaviðgerð á þaki Austurbæjarskóla hefur ekki haldið í vatnsveðrum: Vatnsleki í kennslustofum truflar kennslu FRÁ AUSTURBÆJARSKÓLA FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKIPULAGSMÁL Hverfisráð Grafarvogs gerir athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðal- skipulagi við Spöngina 3-5 í Grafarvogi þar sem atvinnu- og þjónustusvæði er breytt í íbúðasvæði. Telur hverfisráðið að með þessu séu þróunarmöguleikar Spangarinnar sem verslunar- og þjónustukjarna fyrir Grafarvogs- búa takmarkaðir. Kemur þetta fram í ályktun sem hverfisráðs Grafarvogs samþykkti fyrir helgi. Í ályktun- inni ítrekar ráðið fyrri athuga- semdir sínar frá 30. ágúst í fyrra. Enn fremur segir að sé þörf fyrir þéttingu byggðar beri að horfa til annarra svæða en þess sem eitt getur þjónað öllum íbúum sem miðsvæði. - ovd Athugasemdir við tillögur: Spöngin áfram þjónustusvæði UMHVERFISMÁL Á fundi samtaka kvenkyns leiðtoga í umhverfis- málum, sem haldinn var í Mónakó á fimmtudaginn, tóku Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Rejoice Mabudafhasi, aðstoðarumhverfis- ráðherra Suður-Afríku, sam eigin- lega við formennsku í samtökun- um. Á fundinum var meðal annars rætt um hvernig fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum getur komið konum í þróunarlöndum til góða. Tengist það því að ákvarðanir um orkugjafa fyrir heimili hafa mikil áhrif á líf og heilsu kvenna þar sem þær sjá þar um flest störfin. Í ræðu sinni fjallaði Þórunn um kjarnorku sem hún sagði ekki vænlega lausn í baráttu við loftslagsbreytingar. - ovd Áhrif orkugjafa á líf kvenna: Þórunn tekur við formennsku LÖGREGLUMÁL Flugvél lenti með veikan farþega á Keflavíkurflug- velli á sunnudagsmorgun. Farþeginn, sem er franskur karlmaður, fékk fyrir brjóstið í miðju flugi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík. Talið var að hann hefði fengið hjartakast. Svo reyndist ekki vera. Flugvélin var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Chicago í Bandaríkjunum. Maðurinn var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hann hélt til síns heima, en hann býr í Texas í Bandaríkjunum. - sþs Frakki fékk fyrir brjóstið: Lent með veik- an farþega HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi ÖFLUG EN HLJÓÐLÁT DÍSILVÉL EINSTAKUR 4X4 DRIF- BÚNAÐUR Passat Variant 4MOTION® TDI® kostar aðeins frá 3.590.000 kr. Eða 41.600 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,4%. Passat Variant sameinar kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun. DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU 5 SINNUM GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 6,7 l/100 KM Í fjórhjóladrifinni útfærslu færir Passat Variant með TDI® dísilvél þér kraftinn sem gerir allan akstur skemmtilegri og gerir gæfumuninn í erfiðri færð. Innra rýmið í Passat er í algjörum sérflokki, vel búið farþegarýmið setur ný viðmið fyrir þig og þína. Komdu og láttu lúxusinn drífa þig áfram. Fjarlægðarsk ynjarar að fr aman og aftan, 16" álf elgur, hiti í sæ tum, dökkar afturrúður, kr ómbogar á þ aki, leður á stýri og gírs tangarhnúð. Veglegur au kahlutapakk i að verðmæti 27 0.000 kr. fyl gir Das Auto. ÚTBLÁSTUR AÐEINS 177 G/KM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.