Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 32
● fréttablaðið ● skipulag og hönnun 26. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 Philips AluLine HR2094. Öflugur 750w blandari með 1,5 l glerskál. Mótor í álhúsi sem er fingra- fara- og rispuhelt. Ávaxtafilter. Blátt ljós. Hægt að fá kaffikönnu, brauðrist, ketil og fleira í stíl. Blandari kostar 10.995 krónur. Fæst í Heimilistækjum. Kenwood kMIX BLX51. Blandari frá Kenwood í nýju kMIX línunni. Öflugur 800w blandari með 1,6 lítra glerskál – kMix. Hægt að taka hnífa frá til að hreinsa. Gúmmítappar undir auka stöðugleika. Stærð í sentimetrum (breidd sinnum hæð sinnum dýpt): 16x38x19. Þyngd: 6,2 kíló. Fæst í rauðu, svörtu eða hvítu. Hægt að fá hrærivél, töfrasprota og handþeytara í stíl. Blandari kostar 14.995 krónur. Fæst í Heimilistækj- um. Blandarar henta þeim vel sem vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og skipuleggja matar- tímann í kringum annasamt líferni. Íslendingar hafa sjálfsagt aldrei verið meðvitaðri um heilbrigt líf- erni en nú og sést það meðal annars á fjölbreyttu framboði af heilsu- fæði og hvers kyns heilsu- tengdum námskeið- um. Eitt af því sem landsmenn hafa gert til að tileinka sér heilsusamleg- an lífsstíl er að verða sér úti um góðan blandara enda með ólíkind- um hvað hægt er að búa til með þessum galdratækjum. Auk þess hentar tæknin vel í hröðu samfé- lagi nútímans. Ætli maður sér að fá sem mest út úr blandaranum skipt- ir hins vegar máli að velja einn sem malar, þeytir, hristir og hrærir eða býr yfir nógu mörgum möguleikum til að gera það sem hugurinn girn- ist, hvort sem það er saðsam- ur prótíndrykkur eða litrík- ur og ljúffengur kokkteill. Meðfylgjandi eru myndir af nokkrum blöndurum sem fást á markaðnum í dag. - rve Kröftugur 750w Philips blandari úr áli með fimm hraðastillingum og flýtihraðastillingu, tveggja lítra glerkönnu og ávaxtasíu, sem síar steina og fræ í burtu og býr til hreinan ávaxtasafa. Getur malað ísmola. Hægt er að losa hnífa frá til að auðvelda þrif á könnu. Verð 10.495 krónur. Fæst í Elko. Nordica blandari með 300w mótor, tveimur hraðastillingum og flýtihraðastillingu, og 0,8 lítra glerkönnu, sem fæst í þrem litum: hvítum, grænum eða bleikum. Hægt er að búa til súpur, sósur, barnamat og mala ís í blandara. Hnífar úr ryðfríu stáli, en hægt er að taka þá af til að þvo. Verð 3.495 krónur. Fæst í Elko. Fljótlegt og gott Cloer 6948. Aflmikill 550W mótor, með tveimur hraðastilling- um og flýtihraðastillingu, 1,2 l glerkönnu og burstuðu stál. Malar ís léttilega, þeytir, hristir og hrærir allt sem hugurinn girnist. Auðveldur í þrifum. Verð 9.990 krónur. Fæst í Rafha. Tristar BL- 4417. Nýr blandari með 1,5 lítra gler- könnu og í burstuðu stáli. Öfl- ugur 500W mótor, með tveimur hraðastillingum. Sérhönnuð blöð mala klaka. Auðveldur í þrifum. Verð er 5.990 krónur. Fæst í Rafha. Róbert Traustason einka- þjálfari hjá Boot Camp veitir uppskrift að drykk sem fyllir líkamann af orku eftir æfingu. Róbert Traustason, einkaþjálfari og einn stofnefnda Boot Camp lík- amsræktar, notar blandara óspart til að búa sér til hressandi drykki. „Já, það er nauðsynlegt að fá sér góðan prótíndrykk. Maður þarf nefnilega helst að borða innan 30 mínútna eftir æfingu og næra vöðvana strax eftir átökin. Þá er mikilvægt að fá sér góða blöndu af prótínum og kolvetnum til að fylla líkamann aftur af orku. Hana fær maður úr prótíndrykknum, sem líkaminn sogar strax í sig.“ Ýmsir drykkir eru í boði hjá Boot Camp og segir Róbert svokallað Létt Boozt njóta einna mestra vin- sælda, en sá drykkur samanstend- ur af vanilluskyri, ferskum ávöxt- um, múslí, kókosmjöli, vatni og klökum. Þeir sem vilja þyngja sig og stækka geta síðan bætt prót- ínum út í og dugar þar ein skeið af hreinu mysuprótíni. Ekki tekur nema 35 til 45 sek- úndur að blanda drykkinn, en Ró- bert notar til þess Hamilton Beach Commercial blandara og segir ekkert minna duga til að blanda allan þann fjölda drykkja sem rýkur út eins og heitar lummur hjá Boot Camp. Setjið allt í blandarann og klak- ana síðast. Setjið á fullan kraft í 35 til 45 sekúndur. Tilbúið til neyslu. Mesta þarfaþing Róbert Traustason notar blandara óspart til að búa sér til orkudrykk eftir æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÉTT BOOZT Innihald: 200 til 250 g af vanilluskyri 1/2 banani 1 lítil pera (eða 1/2 stór pera) 30 til 50 g múslí 1 msk. kókosmjöl 6 stórir ísklakar 50 til 100 ml ískalt vatn (fer eftir hversu þykkan boozt fólk vill) 30 g af hreinu mysuprótíni – fyrir þá sem þurfa aukaprótín í fæð- una. Konur athugið! Bylting í öryggismálum! Líkt og með menn þá eru rútur einfaldlega ekki allar jafn öruggar. Bjóðum á þriðja tug af nýjum og góðum bílum með þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum. Hafðu samband og sérpantaðu einn slíkan fyrir þá sem þér þykir vænt um. www.gtyrfi ngsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - Grænir og góðir ;)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.