Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 2
2 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Egill, er ennþá bit í Þursun-
um?
„Ja, það er engan bilbug á okkur að
finna eftir þrjátíu ár.“
Þursaflokkurinn hélt þrjátíu ára afmælis-
tónleika um helgina. Hljómsveitin gaf
meðal annars út plötuna Þursabit. Egill
Ólafsson er söngvari Þursanna.
noatun.is
LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ
Saltfiskréttur
að hætti Börsunga
998
Nóatún mælir með
kr.
kg.
þriðjudagur
Spennandi
STJÓRNSÝSLA Borgarstjórn Reykja-
víkur barst í gær bréf Tryggva
Gunnarssonar, umboðsmanns
Alþingis, þar sem varpað er fram
nýjum spurningum um REI-málið.
Spurningarnar snúast meðal
annars um aðkomu Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, þáverandi borgar-
stjóra, að málum tengdum samein-
ingu Reykjavik Energy Invest
(REI) og Geysis Green Energy
(GGE) í svokölluðu REI-máli.
Umboðsmaður rannsakar málið að
eigin frumkvæði.
Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur
undir höndum, er meðal annars
spurt hvort Vilhjálmi hafi verið
ljóst, eða hefði mátt vera ljóst,
þegar hann samþykkti samruna
REI og GGE á eigendafundi að ekki
væri meirihluti fyrir samrunanum
í borgarstjórn.
Þetta er annar spurningalistinn
sem umboðsmaður hefur sent
borgaryfirvöldum vegna málsins.
Nýja bréfið er dagsett 22. febrúar
og óskað eftir svari fyrir 14. mars.
Fyrri spurningum, sem sendar
voru 9. október síðastliðinn, var
svarað hinn 30. október með
skýrslu stýrihóps sem fór yfir mál-
efni REI.
Í fyrra bréfi Tryggva er meðal
annars spurt um kaupréttarsamn-
inga sem veita átti starfsmönnum
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og
REI. Í bréfinu sem sent var í gær
er vísað í svar borgarlögmanns,
þar sem fram kemur að kaupréttar-
samningar hafi áður verið gerðir í
félögum sem OR hafi stofnað eða
komið að. Voru Lína.Net og Enex
nefnd í því samhengi.
Í framhaldinu krefst umboðs-
maður upplýsinga um kaup starfs-
manna, stjórnarmanna, stjórnenda
eða félaga í þeirra eigu á hlutum í
slíkum félögum tengdum OR. Hann
spyr hvort samningar um slík kaup
hafi gengið eftir, og hvort þeir séu
enn í gildi, til dæmis í Gagnaveitu
Reykjavíkur, dótturfélagi OR.
Tryggvi óskar jafnframt eftir
upplýsingum um það hvort slíkir
kaupréttarsamningar hafi verið
samþykktir í stjórn OR eða á eig-
endafundum.
Að lokum spyr umboðsmaður
hvort einhverjar breytingar hafi
verið gerðar á þeim samþykktum
og reglum borgarinnar sem á
reyndi í REI-málinu, og fjallað er
um í skýrslu REI-stýrihópsins.
Ólafur F. Magnússon borgar-
stjóri sagðist ekki hafa náð að
kynna sér efni bréfsins þegar rætt
var við hann í gærkvöldi.
Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson, formann borgarráðs.
brjann@frettabladid.is
Umboðsmaður spyr
borgarstjórn um REI
Umboðsmaður Alþingis spyr hvort Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni hafi mátt vera
ljóst að meirihluti borgarstjórnar var andvígur samruna GGE og REI. Einnig er
spurt um kaupréttarsamninga sem gerðir hafa verið í félögum tengdum OR.
TRYGGVI
GUNNARSSON
VILHJÁLMUR Þ.
VILHJÁLMSSON
NÝJAR SPURNINGAR Í bréfi Umboðsmanns
Alþingis er sex spurningum um málefni tengd
REI-málinu varpað til borgarstjórnar Reykjavíkur.
SJÁVARÚTVEGUR Árni Friðriksson,
rannsóknarskip Hafrannsókna-
stofnunar, er nú á loðnuslóð
sunnan við landið eftir að hafa
siglt úr höfn í Reykjavík á sunnu-
dag.
Vegna versnandi veðurs náð-
ist ekki að klára mælingar á
loðnutorfu sem loðnuskipstjórar
telja afar stóra, sagði Sveinn
Sveinbjörnsson, fiskifræðingur
um borð í Árna Friðrikssyni,
seinnipart dags í gær.
Rannsóknarskipið fann um
þriggja sjómílna langa loðnu-
torfu undan Hjörleifshöfða
snemma í gær og voru vísinda-
menn langt komnir með að mæla
torfuna þegar þeir urðu að hætta
sökum brælu. Sveinn sagði veð-
urútlit þó sæmilegt og líklegt að
mælingar hæfust að nýju í nótt.
Sveinn segir allt of snemmt að
segja til um hvort nægilegt magn
loðnu finnist til að hægt sé að
hefja veiðar á ný.
Um einn og hálfan sólarhring
getur tekið að mæla þá torfu sem
nú er fundin og eftir það er ætl-
unin að halda austur á bóginn.
Einhverja daga í það minnsta
þurfi til að leita og mæla áður en
hægt verði að ræða um möguleg-
ar breytingar á ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar um að loðnu-
veiðum verði hætt. - bj
Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar komið á loðnuslóð og byrjað að mæla:
Bræla tafði mælingar á loðnu
DANMÖRK Langt leiddir sprautu-
fíklar í Danmörku munu þegar á
þessu ári, að uppfylltum ákveðn-
um skilyrðum, geta fengið
ókeypis heróínskammt hjá lækni.
Allir flokkar á danska þinginu,
að vinstrijaðar-Einingarlistanum
undanskildum, hafa sameinast
um tillögu um að setja sem svarar
130 milljónum íslenskra króna á
þessu ári og andvirði 780 milljóna
á því næsta í þetta verkefni
Meðal settra skilyrða fyrir að fá
heróínskammt á kostnað ríkisins
er að þiggjandinn samþykki að
ganga undir meðferð og að hann
sé í standi til að mæta þrisvar á
dag til að fá heróínskammtinn. - aa
Dönsk meðferðartilraun:
Heróín gefið
hjá lækninum
STJÓRNMÁL Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra viðurkenndi á
Alþingi í gær að hafa svarað
fyrirspurn Steingríms J. Sigfús-
sonar, um skattamál vegna
Kárahnjúkavirkjunar, ranglega.
Steingrímur hefur frá því árið
2003 fjórum sinnum spurt
fjármálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins út í hvort engin álitamál
væru uppi vegna skattgreiðslna
Impregilo vegna byggingu
Kárahnjúkavirkkjunar.
Eins og greint hefur verið frá í
Fréttablaðinu greiðir ríkið eina
milljón króna á dag í dráttarvexti
eftir að Hæstiréttur dæmdi að
ríkið skuldaði Impregilo 1,2
milljarða ásamt vöxtum. Árni
sagði dóm Hæstaréttar hafa farið
gegn áliti ríkisskattstjóra og
héraðsdóms. - mh
Steingrímur J. Sigfússon:
Fékk alltaf
vitlaus svör
KJARAMÁL Mikill fjöldi skurðhjúkr-
unarfræðinga, svæfingarhjúkrun-
arfræðinga og geislafræðinga á
Landspítalanum íhugar að segja
upp starfi sínu um mánaðamótin
en alls eru það rúmlega 150 manns
sem við þessi störf starfa á spítal-
anum. Ástæðan er megn óánægja
með nýtt vaktafyrirkomulag sem
tekur gildi um mánaðamót. Tals-
menn starfsfélaga leggja áherslu á
að ekki sé um skipulagðar hópupp-
sagnir að ræða heldur taki hver og
einn ákvörðun á sínum forsendum.
„Þessar breytingar leggjast afar
illa í okkur. Við teljum að þeir sem
að nýju vaktarplani standa séu
ekki með á nótunum varðandi gæði
og öryggi sjúklinga,“ segir Vigdís
Árnadóttir, trúnaðarmaður skurð-
stofu á Hringbraut. Breytingarnar
fela meðal annars í sér að skurð-
hjúkrunarfræðingur sem ekki er
þjálfaður í keisaraskurði getur
verið kallaður inn á kvennadeild sé
hann á vakt þó hann sé sérþjálfað-
ur í hjartaskurðaðgerðum og öfugt.
Eldra fyrirkomulag hefði þó gert
ráð fyrir að sérþjálfaður starfs-
maður á bakvakt væri kallaður til.
„Við höfum öryggi sjúklinga í fyrir-
rúmi og teljum að ef standa eigi við
þetta fyrirkomulag sé sjálfkrafa
búið að segja okkur upp. Við viljum
ekki starfa við svona aðstæður,“
segir Vigdís.
Katrín Sigurðardóttir, formaður
Félags geislafræðinga, segir nýjar
vaktir koma niður á kjörum starfs-
manna. „Mikil óánægja er með
þessar breytingar,“ segir hún. - kdk
Megn óánægja með nýtt vaktafyrirkomulag á Landspítalanum:
Von á fjölda uppsagna á Landspítala
UPPSAGNIR YFIRVOFANDI Starfsfólk
segir nýjar vaktir fela í sér stóraukið
vinnuálag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KOSOVO, AP Þúsundir Kosovo-
Serba héldu í gær áfram háværum
mótmælum gegn aðskilnaði
Kosovo frá Serbíu. Í Kosovska Mit-
rovica hrópuðu mótmælendur
„Kosovo er Serbía“ og brenndu
fána Evrópusambandsins. Slík
mótmæli hafa verið daglegt brauð
frá því sjálfstæðinu var lýst yfir
fyrir rúmri viku.
Mótmælendur hafa líka brennt
myndir af utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og serbneska
forsetanum Boris Tadic, sem
þjóðernissinnum þykir of hlið-
hollur vesturveldunum.
Slobodan Samardzic, ráðherra
Kosovomála í Serbíustjórn, fór í
dagsheimsókn þangað í gær. - aa
Mótmæli Serba halda áfram:
Evrópufáninn
brenndur
REIÐI Þúsundir Kosovo-Serba gefa
daglega reiði sinni lausan tauminn á
fjölmennum mótmælafundum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Einar K. Guðfinnsson sjávar útvegs-
ráðherra fundaði í gær með
hags munaaðilum úr sjávarútvegi í
Vestmannaeyjum. Fundurinn var
vel sóttur, og voru fundarmenn
almennt ósáttir við ákvörðun ráð-
herra um að stöðva loðnuveiðar.
Þá voru fundarmenn ósáttir við að
rannsóknarskip Hafrannsóknastofn-
unar hefðu verið bundin við bryggju
um helgina á meðan á fimmta
hundrað manns beið eftir niður-
stöðum rannsókna stofnunarinnar.
Einar sagði ákveðið að skip Hafró
myndu leita loðnu í 50 daga, ekki
39 eins og áður var ákveðið.
RÁÐHERRA FUNDAÐI MEÐ EYJAMÖNNUM
Í EYJUM Sjávarútvegsráðherra skoðaði
Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum á
milli funda með hagsmunaaðilum í
sjávar útvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Stúlkur áreittar í sundlaug
Lögreglunni á Suðurnesjum hafa
borist kærur vegna karlmanns sem
sagður er hafa áreitt stúlkur í Sund-
laug Keflavíkur. Fram kemur á vef
Víkurfrétta að atvik hafi komið upp
á föstudag og annað í gær. Þá hafi
lögregla verið kölluð til.
LÖGREGLUMÁL
Hakkaði kerfi Hagaskóla
Fjórtán ára pilti í níunda bekk Haga-
skóla í Reykjavík tókst að brjótast inn
í tölvukerfi skólans og eyða skrám um
nemendur sem kennarar nota. Málið
komst upp á laugardag, og rannsakar
lögregla málið, að því er fram kemur
á visir.is.
IÐNAÐUR „Það er ekki fyrir alla að
vinna með svona litla fugla en ég
hef ótrúlega gaman af þeim,“ segir
Brynja Davíðsdóttir, ungur
atvinnuhamskeri
sem um helgina
hlaut önnur
verðlaun á
heimsmeistara-
móti hamskera.
Gripurinn sem
dómnefnd
hreifst svo af er
lítill snjótittling-
ur sem þykir líta
mjög eðlilega og líflega út en það
þykir einmitt mikilvægasta í fari
uppstoppaðra dýra.
„Fólki þykir stundum stórir
fuglar tilkomumeiri, en litlir
galdrar eins og þessi fugl heilla
mig mjög,“ segir Brynja og hlær.
Hún segir mikinn heiður að hreppa
verðlaunin enda aukist kröfurnar
með hverju ári. - kdk
HM hamskera í Salzburg:
Snjótittlingur
lenti í öðru sæti
VINNINGS-
GRIPURINN
SPURNING DAGSINS