Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 41
ÞRIÐJUDAGUR 26. febrúar 2008 21 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 373 5.049 -0,17% Velta: 2.829 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,00 +0,00% ... Bakkavör 44,00 +0,00% ... Eimskipafélagið 28,95 -0,69% ... Exista 12,30 +0,66% ... FL Group 9,97 +0,71% ... Glitnir 17,90 +0,85% ... Ice- landair 25,20 -0,40% ... Kaupþing 739,00 +0,54% ... Landsbankinn 28,20 +0,71% ... Marel 92,60 -0,43% ... SPRON 5,80 +0,69% ... Straumur-Burðarás 12,28 +0,25% ... Teymi 5,31 -0,38% ... Össur 93,10 -0,85% MESTA HÆKKUN GLITNIR +0,85% LANDSBANKINN +0,71% FL GROUP +0,71% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -0,85% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -0,69% EIK BANKI -0,68% Umsjón: nánar á visir.is „Við þekkjum mjög vel til Moss Bros og höfum skoðað það lengi,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, en félagið lagði í gær fram óformlegt tilboð í bresku herrafataversl- unina upp á 42 pens á hlut í nafni Newco, fjárfestahópi sem Baugur stofnaði um kaupin. Þetta jafngildir 40 milljónum punda, jafnvirði rúmra 5,2 millj- arða íslenskra króna. Baugur er stærsti hluthafinn í Moss Bros með 29 prósenta hlut í gegnum fjárfestingarfélagið Unity Investments, sem það á ásamt FL Group og breska fjárfestinum Kevin Stanford. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði, eða í kjöl- far áreiðanleikakönnunar. Breska dagblaðið Telegraph sagði í gær ekki einhug um tilboðið og vísaði til þess að ólíklegt væri að Moss-fjöl- skyldan seldi hlut sinn. - jab Baugur býður í Moss Bros GUNNAR SIGURÐSSON www.hataekni.is / Ármúli 26 NOKIA 5310 NOKIA 5610 Nokia XpressMusic Tónleikahöll, kvikmyndahús og ljósmyndastúdíó í frábærum Nokia síma. P IP A R • S ÍA • 8 0 3 0 8 Kreditkortavelta var tæpir 29 milljarðar króna í janúar. Þetta er næstum fimmtungs aukning miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. Bankinn bendir á að þessar tölur tilheyri úttektartímabilinu sem lauk í mánuðinum, en það hófst 18. desember. Debetkortavelta í janúar dróst saman um næstum fjórðung frá mánuðinum á undan. Hún nam 31,5 milljörðum króna og var næstum óbreytt frá sama mánuði í fyrra. - ikh Aukning um jólin KORTIÐ STRAUJAÐ Greiðslukortaveltan var töluvert meiri í janúar en á sama tíma í fyrra. Hildur Pedersen gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn SPRON, en þar hefur hún gegnt stjórnarformennsku. Framboðs- frestur til setu í stjórn rann út síð- asta föstudag. Þeir sem gefa kost á sér sem aðalmenn í stjórn eru Ari Berg- mann Einarsson, Ásgeir Baldurs, Erlendur Hjaltason, Margrét Guð- mundsdóttir, og Rannveig Rist. Í framboði sem varamenn eru svo Birkir Baldvinsson, Esther Guð- mundsdóttir, Guðmundur Arn- aldsson, Rögnvald Othar Erlings- son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. - óká Breytingar í stjórn SPRON Lárus Welding, forstjóri Glitnis, hefur ákveðið að taka á sig helm- ingslækkun launa. Laun Lárusar voru í fyrra 5,5 milljónir króna á mánuði en verða nú rúmlega 2,7 milljónir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir því sem næst verður kom- ist vill Lárus ganga á undan með góðu fordæmi í því erfiða umhverfi sem nú ríkir meðal fjár- málafyrirtækja. Þegar hafa verið boðaðar aðhaldsaðgerðir og aukin ráðdeild í rekstrinum. Þannig var síðasta fimmtudag samþykkt með lófataki á aðalfundi Glitnis tillaga um stórfellda lækkun þóknunar til stjórnar- og varastjórnar- manna í bankanum. Tillöguna lagði fram Þorsteinn Már Bald- vinsson, nýr stjórnarformaður bankans. Laun formanns stjórnar lækk- uðu úr rúmri milljón í 550 þúsund krónur á mánuði og laun almennra stjórnarmanna lækkuðu um 100 þúsund og eru nú 250 þúsund krón- ur á mánuði. Lárus Welding er nú staddur í Finnlandi en Þorsteinn Már fagnar ákvörðun Lárusar og segir hana alfarið hans eigin. Á aðalfundi bankans á fimmtudag kom fram í máli Þorsteins Más að fram undan hjá bankanum væri tími hagræð- ingar, ráðdeildar og sparnaðar og að Glitnir ætti að vera leiðandi í að skera niður kostnað svo hlut- hafar og viðskiptavinir gætu vel við unað. - óká LÁRUS WELDING, FORSTJÓRI GLITNIS Á aðalfundi Glitnis undir lok síðustu viku kom fram í máli forsvarsmanna bankans að aukin áhersla yrði nú lögð á ráðdeild í rekstri bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Laun forstjóra lækka um helming

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.