Fréttablaðið - 28.02.2008, Side 31

Fréttablaðið - 28.02.2008, Side 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta og leikmaður Vals, er ansi veik fyrir merkjavöru. „Ég er sérstaklega hrifin af Diesel- og Adidas-fötum og geng í þeim jafnt innan klæða sem utan. Ég á allt niður í Diesel-nærföt,“ segir Guðbjörg hlæjandi og bætir við að hún sé nánast alltaf í einhverri merkja- vöru. Hún kaupir megnið af fötunum sínum í útlönd- um enda mikið á ferðalögum út af fótboltanum. „Ég hef til dæmis farið til Bandaríkjanna, Þýska- lands og Svíþjóðar á síðasta hálfa ári og þá hef ég notað lausan tíma til að versla,“ segir Guðbjörg. Hún var í Chicago ásamt félögum sínum í Val fyrir síðustu jól og varð hópurinn veðurtepptur fram á aðfangadag. Tíminn fór þó ekki til spillis og þræddu þær hverja búðina á fætur annarri. „Ég keypti mér til dæmis æðislegan Adidas-jakka sem ég held mikið upp á. Hann er brúnn með gylltum röndum og í svolítið gamaldags stíl. Ég keypti svo hvíta Adidas-skó með gylltu merki við.“ Guðbjörg segist ganga í sportlegum fötum hvers- dags og á hún Diesel-gallabuxur í stöflum. „Þessa dagana er ég hrifnust af buxum sem eru þröngar að neðan. Ég á það þó til að klæða mig upp í kjóla og pils ef tilefni er til.“ vera@frettabladid.is Með algjöra Diesel-dellu Guðbjörg keypti Adidas-jakkann og skóna þegar hún var veðurteppt í Chicago fyrir síðustu jól. Diesel-buxur sem eru þröngar að neðan eru síðan í sérstöku uppáhaldi hjá henni þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STYRKTARSÝNING Ingibjörg Friðriksdóttir er ungur hönnuður sem stendur fyrir tískusýningu og fatauppboði í Saltfélaginu hinn 8. mars til styrktar mænusköðuðum. TÍSKA 2 ALLT Í BLÓMA Prímúlur, orkídeur, begóníur, pottakrísi og ástareldur eru vinsælustu pottablómin. Nú fyrir páska selst líka allt í gulum litum mjög vel. HEIMILI 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.