Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 42
 28. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Vélsmiðja Guðmundar í Hafn- arfirði er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í gröfuskófl- um, ripperum og hraðtengj- um. Nú er þar einnig hafin umboðssala hinna kínversku SANY vinnuvéla. „SANY er að ryðja sér til rúms í Evrópu og við erum með þeim fyrstu sem tökum þátt í því með þeim,“ segir Aðalsteinn Guð- mundsson en hann er framleiðslu- stjóri Vélsmiðju Guðmundar. Aðspurður um fyrirtækið segir Aðalsteinn SANY vera stærsta beltagröfuframleiðanda Kína, og bjóði upp á 120 mismunandi vöru- flokka til mannvirkjagerðar en fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1989. SANY er nú þegar með umboðsaðila í yfir 130 löndum. Þar sem afhendingaröryggi skiptir gríðarlegu máli fyrir kröfuharða íbúa Norður-Evrópu, hefur vara- hlutalager ásamt tækjalager verið komið fyrir á heppilegasta stað til flutnings frá Belgíu. Enn fremur verður skamms að bíða uns sam- setningarverksmiðja verður tekin til starfa í Þýskalandi. „Í grunninn eru þeir steypudælu- framleiðandi og hafa framleitt dæl- urnar lengst af öllum sínum tækj- um. Þeir eru stærstir í heimi á því sviði en eru ekki bara með belta- vélar heldur einnig með veghefla og gámalyftara, malbikunarvélar á Kínamarkaði og fleira í þeim dúr,“ segir Aðalsteinn og bætir við að á Íslandi einbeiti þeir sér mest að beltavélum og vegheflum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu hérna á Íslandi enda verðið gott og tækin uppfylla ströngustu gæðakröfur neytenda, með íhlut- um frá fremstu framleiðendum í heimi svo sem þýsku glussakerfi, japönskum tjökkum og cummins motor,“ segir Aðalsteinn og bætir við að nú þegar séu þrjú tæki til sýnis hjá Vélsmiðju Guðmundar að Íshellu 10, tvær hjólavélar og einn veghefill og er öllum velkom- ið að koma og skoða. - rss SANY í fyrsta sinn á Íslandi Sany-vinnuvélarnar eru kínverskar og eru að ryðja sér til rúms í Evrópu. Aðalsteinn Guðmundsson hjá Vélsmiðju Guðmundar við Sany-vinnuvélar sem fyrirtækið er með umboð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vélar og þjónusta héldu um dagana sýningu á lyfturum, vinnuvélum og landbúnaðar- tækjum. Þar var meðal annars að sjá skemmtilegan saman- burð á Hermann McCormick traktor árgerð 1953 og nýinn- fluttum og óseldum traktor af sömu gerð. „Litli traktorinn kom frá Star- dal efst í Mosfellsdal, en eigand- inn heitir Jón Hjartarson frá Eyri í Kjós,“ segir Þorfinnur Júlíus- son, starfsmaður Véla og þjón- ustu. Þorfinnur hefur, að sögn samstarfsfélaga, verið í traktora- bransanum í hundrað ár. „Litli traktorinn er varðveitt- ur upp á söfnunarlegt gildi hans,“ segir Þorfinnur. „Hann er rúmlega tíu hestöfl, en sá stóri er 280 hest- öfl. Það þarf því 28 litla traktora til að jafna hestaflatöluna. Stóri McCormickinn er á 42 tommu felgum að aftan og dekkin eru 71 sentimetra breið. Til samanburðar er litli traktorinn á 24 tommum að aftan og hjólin mjög mjó.“ Að sögn Þorfinns er ‘53 árgerðin í topp- lagi og meira að segja til sláttuvél aftan á hana sem er heil og fín. Þó að litli traktorinn virðist lít- ill í samanburði við stóru vélina var þetta hörkutól sem létti vinnu fólks á bæjum mikið um miðja síð- ustu öld. Hann var notaður við al- menn bústörf, slátt og hvað sem var. „Það var til svona traktor á mínu heimili í Borgarfirði. Hann var bandarískur að uppruna, en allir traktorar sem fóru að berast hingað til lands um 1920 komu frá Bandaríkjunum,“ segir Þorfinn- ur en þarf svo að slíta talinu, því eitthvað mikilvægara en léttvægt spjall við blaðamann bíður hans. - nrg Litli traktor og stóri traktor Þorfinnur situr keikur á litla traktor frá árinu 1953, á bak við hann stendur nýinn- fluttur McCormick-traktor. F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.