Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2008, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 28.02.2008, Qupperneq 59
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2008 31 UMRÆÐAN Fordómar Siðferði Íslendinga virðist vera á niðurleið. Umfjöllun fjöl- miðla um nýstofnuð samtök gegn innflytjendum og aðkomufólki vakti upp óhug hjá stjórn Ung- mennahreyfingar Rauða kross Íslands nýlega. Til að mynda bar póstsending sem fór á milli stjórn- armanna á dögunum titilinn „Þetta hræðir mig“ og í bréfinu var bent á tengil sem vísaði inn á síðu „nýnasistasamtaka“ sem virðast hafi skotið rótum hér á landi. Á vefnum má finna íslenskan áróður byggðan á rasískri hugsun. Er þetta sú leið sem við Íslendingar ætlum að fara í þessum málum? Ætlum við halda áfram að brenna okkur á þessu hitamáli líkt og svo margar aðrar þjóðir hafa gert nú þegar? Innflytjendur eiga skilið betri móttökur en þessa umræðu af hálfu okkar sem hér erum borin og barnfædd. Vísan um fjölmenningarlegt samfélag virðist aldrei of oft kveð- in, því við teljum það augljóst að tilkoma fjölbreyttari hóps fólks með ólíkan bakgrunn kryddi til- veruna okkar hér heima á Fróni töluvert. Með hjálp þeirra kynn- umst við nýjum og fjölbreyttum siðum og venjum. Það er stað- reynd að þeim Íslendingum sem kunna að meta blóðmör og hval- rengi fer fækkandi en þeim sem vilja gjarnan smakka á framandi mat og kynna sér erlenda siði fer fjölgandi. Eiga þeir sem færa okkur þá siði skilið að fá í andlitið þá umræðu sem nú er í gangi í fjölmiðlum, og ekki síst á verald- arvefnum? Fordómafull umræða upp á síð- kastið hefur nokkuð verið bundin við ungt fólk. Nýlega birtist viðtal í DV þar sem rætt var við Keflvík- inga, unga að árum, um félagsskap sem þeir hafa stofnað til undir nafninu ÍFÍ, eða „Ísland fyrir Íslendinga“. Voru ummæli hinna ungu stofnenda í garð nýbúa niðrandi í meira lagi og algjörlega ólíðandi, svo ekki sé minnst á þann aragrúa af staðreyndavillum sem finna mátti í málflutningi þeirra. Því var m.a. haldið fram að far- andverkafólk steli af okkur allri bygginga- og/eða fiskvinnu, þeirri vinnu sem sífellt færri Íslending- ar vilja stunda. Svo ekki sé minnst á það þegar forsvarsmenn ÍFÍ tala um innflytjendur frá Austur-Evr- ópu sem litað fólk. Ekki er heldur langt að minnast þeirrar umræðu sem skapaðist í kringum vefsíðu Skaparans, en miðað við fram- komu og málfar vefstjóra hennar mætti ætla að hann sé ekki nema rétt búinn að missa barnatennurn- ar. Hver er ástæðan fyrir því að skyndilega virðast flestar flóð- gáttir hafa brostið og fordómar ungs fólks í garð innflytjenda orðið svo áberandi? Það læra börn- in sem fyrir þeim er haft og nú virðist sem aldagamlir undirliggj- andi fordómar þeirra sem eldri eru séu að koma fram meðal afkomenda þeirra. „Það er eins og þær séu skítugar á höndunum, þessar pöddur“ heyrðist gömul kona segja við börn sín og barna- börn, um þeldökka einstaklinga. Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig vanþekking og hræðsla Íslendinga gagnvart því sem nýtt er og framandi gengur mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Svo virðist einnig vera að ekki megi ræða um viðhorf og virðingu innan veggja skólanna þar sem það sé innræting og andstætt við- horfum foreldranna. Hvenær ætlum við að opna faðminn og taka innflytjendum fagnandi í stað þess að bölsótast yfir þeim? Hvenær munum við hjálpa þeim að aðlagast máli og menningu í stað þess að rausa yfir málleysi þeirra og vanþekkingu á okkar siðum og venjum? Er ekki kominn tími til að bindast vina- böndum í stað þess að stofna hættuleg mótmælendafélög? Höfundar eru í stjórn Ungmenna- hreyfingar Rauða kross Íslands. Siðferðisboðskapur óskast JÓN ÞORSTEINN SIGURÐSSON GUNNLAUGUR BR. BJÖRNSSON UMRÆÐAN Skopmyndamálið Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bar á dögunum blak af skopmyndateiknurum danska blaðsins Jyllandsposten í viðtali við arab- ísku sjónvarps- stöðina Al Jaz- eera. Fyrir það vil ég þakka honum. Það er aðdá- unarvert, nú á tímum trúar- taugaveiklunar, pólitískrar rétt- hugsunar og öfugsnúins umburðarlyndis, að kjörinn fulltrúi frá vestrænu ríki skuli standa vörð um þau gildi sem gera okkur Vest- urlandabúa að því sem við erum: Frjálsu fólki í frjálsum löndum. Gleymum því ekki að meðal okkar frjálsborinna eru milljónir manna sem hafa flúið kúgun og ofbeldi og fundið skjól meðal okkar sem þekkjum slíkan veruleika aðeins úr bókum, sjónvarpi og kvikmyndum. Hinir öfgafullu íslamistar sem vaða uppi víða um heim og boða harða bókstafstrú um leið og þeir troða á mannréttindum og mál- frelsi eru ekki aðeins svarnir óvin- ir Vesturlanda, menningar okkar og lífsgilda, heldur ógna þeir frelsi og gildum þeirra milljóna múslima sem aðhyllast ekki öfgar í trúmál- um og vilja fá að lifa í friði og í sátt við samfélagið. Þeir sem beygja sig fyrir hinum háværu íslamistum eru ekki aðeins að svíkja þau gildi sem við hin frjálsu lifum eftir held- ur eru þeir einnig að svíkja það fólk sem flúið hefur kúgun og hefur fundið griðastað fjarri trúarofs- tæki og öfgum. Þess vegna segi ég: Takk, Ólafur Ragnar! Takk fyrir að þora að vera frjáls. Höfundur er rithöfundur. Takk, Ólafur Ragnar STEFÁN MÁNI ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200 8 FYLGIRIT FRÉT TABLAÐSINS Söngkonan Regína Ósk um ástina á Eurovision, hamingjuna og kjaftaganginn Vala Matt selur glæsiíbúð í Garðabæ Nýtt megrunaræði heltekur landann Atli bollason í sprengjuhöllinni opnar fataskápinn sinn Föstudagur flytur fréttir af fólki innanlands sem utan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.