Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 28.02.2008, Qupperneq 64
36 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ...og eitt spil fyrir Jóa! Takk! Str... Straight flush! Jesús! Það er nefnilega það! Ok! Slakur, Jói! Nú skal þér takast að halda þér rólegum einu sinni! Alveg slakur! Rólegur, maður! Róóólegur... Andvarp! Allt í lagi, Palli? Þessir aular uppfæra aldrei heimasíðuna sína! Brandararnir eru minnst þriggja daga gamlir! Skrifaðu þá harðort bréf til þeirra þar sem þú krefst endurgreiðslu! Endur- greiðslu? Þetta er ókeypis. Já, það grefur kannski aðeins undan kröfunni. Kröfur um endur- greiðslu vegna slysa Ég er sfinxinn! Ég sé allt og veit allt. Í þessum heimi og öðrum... Ó, volduga Sfinx! Segðu mér hver munurinn er á þér og mér? Fyrsti bók- stafurinn. Hann er góður. Hannes, þú haltrar! Hvað gerðist? Ég stökk niður úr tré og sneri ökklann. Og nú er mér líka illt í hnénu. Af hverju er þér illt í hnénu? Ég stökk niður af renni- brautinni á leiðinni inn til að láta vita af ökklanum. Besti afþreyingar- vefurinn 2007 Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn sem hlýtur verðlaunin Afþreyingarvefur ársins 2007 er í senn fræðandi, áhugaverður, yfirgripsmikill og vinsæll en hefur um leið mikið afþreyingargildi. Vefurinn inniheldur allt sem góður afþreyingarvefur þarf að hafa, vel unninn texta, gott myndmál, útvarpsefni, sjónvarpsefni, sem og síaukna aðkomu notenda, sem er eitt af því sem skiptir sífellt meira máli hjá framsæknum vefjum í dag. Vefurinn verður að teljast inni í daglegum rúnti íslenskra netverja enda einn af fjölsóttustu vefjum landsins.“ Sjá vef Samtaka vefiðnaðarins – svef.is ...ég sá það á visir.is Samtök vefiðnaðarins völdu visir.is besta afþreyingarvefinn fyrir árið 2007. Í gær fór ég í búð til að kaupa mér úlpu. Eftir að hafa skoðað mig um í búð- inni endaði ég með eina sem mér leist ágætlega á. Ég missti þó snögglega áhugann eftir að ég leit á verðmiðann og sá að hún kostaði tæpar 35 þúsund krónur. Ég gat ekki skilið hvernig hægt væri að selja ekki merkilegri úlpu en svo fyrir svo mikinn pening. Staðreyndin er hins vegar sú að það er hægt. Það er hægt því hér á landi er fullt af fólki sem er geril- sneytt öllu sem kallast verðvitund og lætur bjóða sér nánast hvað sem er. Í haust fór ég í ferðalag til Íran. Þar er verðlag eins frábrugðið því sem við eigum að venjast og hugsast getur. Mér hefur því þótt sérstak- lega gaman síðan ég kom heim að benda fólki á nýju Diesel-gallabux- urnar mínar sem ég keypti þar á 1.800 krónur íslenskar. Það er um það bil einn tíundi af því verði sem maður greiðir fyrir buxur af þessu tagi hér á landi. Ég notaði því auðvit- að tækifærið og keypti þrennar slík- ar úti í Íran. En hvernig má það vera að sams konar gallabuxur geti kostað tíu sinnum meira hér á landi en í Mið- Austurlöndum? Framleiðslukostnað- ur er sá sami og ef eitthvað er þá gæti ég ímyndað mér að milliliðirnir séu fleiri þegar buxur af þessu tagi eru keyptar í Íran. Hugsanlega er ögn dýrara að flytja buxurnar alla leið til Íslands en það er ekki svo dýrt að verðið eigi að tífaldast. Svar- ið er ósköp einfalt: Framleiðendur og seljendur vilja auðvitað græða eins mikið og þeir geta á vörum sínum og land eins og Ísland, þar sem verðvitund er af skornum skammti, hlýtur því að vera paradís kaupmannsins. Ég held það sé hollt að hugsa sig aðeins um þegar maður er að versla. Gefa sér þó ekki sé nema eina mín- útu til að velta því fyrir sér hvert raunvirði vörunnar er og vega svo og meta hvort maður sé virkilega til í að borga uppsett verð. Fyrsta skref- ið að lægra vöruverði hér á landi er nefnilega ekki upptaka evrunnar eða skattalækkanir stjórnvalda. Fyrsta skrefið er verðvitund neytenda. STUÐ MILLI STRÍÐA Fyrsta skrefið að lægra vöruverði ÖRLYGUR HNEFILL ÖRLYGSSON ER HÆTTUR AÐ LÁTA BJÓÐA SÉR HVAÐ SEM ER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.