Fréttablaðið - 28.02.2008, Page 82
54 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
KÖRFUBOLTI Iceland Express-deild karla hefst á
ný í kvöld eftir bikarúrslitaleikjahlé og fram-
undan eru síðustu fjórar umferðirnir í deild-
inni. Það má segja að vígstöðvarnar í deildinni
séu í kringum deildarmeistaratitilinn, fjórða
sætið í úrslitakeppnina og síðustu tvö sætin inn
í úrslitakeppnina. Það er því mikið í húfi á loka-
sprettinum.
Keflavík, Grindavík og KR berjast um deild-
armeistaratitilinn og þar stendur topplið Kefla-
víkur langbest að vígi þrátt fyrir að hafa aðeins
tveimur stigum meira en Grindavík og KR.
Keflavík er nefnilega með betri innbyrðisstöðu
gegn báðum liðum og til þess að koma Keflavík
af toppnum þá þurfa KR-ingar og Grindvíking-
ar að fá fjórum stigum meira í lokaumferðun-
um.
Grindvíkingar eru einnig með betri innbyrð-
isstöðu en KR og hreppa því annað sætið verði
liðin jöfn að stigum. Grindvíkingar eiga hins
vegar eftir erfiðari leiki því þeir eiga bæði
eftir að sækja Njarðvík og Snæfell heim og
mæta svo ÍR í kvöld en Breiðhyltingar unnu
einmitt Íslandsmeistara KR í síðasta leik.
Keflavík á eftir að spila við þrjú af fjórum
neðstu liðunum og vinni liðið þá verður það
deildarmeistari og fær heimavallarrétt út
úrslitakeppnina.
Skallagrímur, Snæfell og Njarðvík eru öll
með 20 stig og í harðri baráttu um fjórða sætið
sem gefur heimavallarrétt í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar. Njarðvík og Skallagrímur
eiga eftir að mætast í Njarðvík og þá eiga
Njarðvíkingar einnig eftir að fá Grindavík í
heimsókn. Skallagrímur á einnig eftir að heim-
sækja Íslandsmeistara KR og fá topplið Kefla-
víkur í heimsókn og því ljóst að verkefni þess-
ara tveggja liða eru mjög erfið á
lokasprettinum.
Snæfellingar eiga aftur á móti eftir heima-
leiki gegn Grindavík og ÍR en útileikirnir eru
gegn liðum í hópi fjögurra neðstu í deildinni.
Snæfellingar, sem eru nýkrýndir bikarmeist-
arar og hafa unnið níu af ellefu leikjum á þessu
ári, eru því líklegastir í dag til þess að hreppa
fjórða sætið.
Fjögur lið eiga möguleika á að næla sér í síð-
ustu tvö sætin inn í úrslitakeppnina. ÍR-ingar
standa best að vígi en þeir eru í sjöunda sæti
með tveimur stigum meira en Tindastóll og
Þór Akureyri, en Stjörnumenn eru hins vegar
aðeins með tólf stig og eiga næsta leik á móti
Íslandsmeisturum KR. Lið Tindastóls og Þórs
eru jöfn í innbyrðisviðureignum og því kemur
heildarstigatala liðanna til með að ráða röðinni
endi þau jöfn að stigum.
Útlitið er allt annað en bjart hjá silfurliðum
bikarúrslita tveggja síðustu ára. Fjölnir er í
raun sex stigum frá öruggu sæti því liðið er
fjórum stigum á eftir Stjörnunni og með lakari
útkomu úr innbyrðisleikjum liðanna. Fjölnir er
líka með lakari stöðu innbyrðis gegn Tindastól
en á mesta möguleikann á að ná liði Þórs, ekki
síst þar sem þau eiga eftir að mætast þar sem
Grafarvogsliðið getur unnið upp fjögurra stiga
tap frá því í fyrri leiknum.
Hamarsmenn standa enn verr að vígi en
Fjölnismenn, því þeir eru sex stigum á eftir
Stjörnunni og þurfa að auki að vinna upp 20
stiga tap frá fyrri leiknum þegar liðin mætast í
næstsíðustu umferðinni í Hveragerði. Bæði lið
þurfa því á litlum kraftaverkum að halda til
þess að vera áfram í hópi þeirra bestu á næsta
tímabili.
Hér til hliðar má sjá hvernig fyrsta umferð
úrslitakeppninnar liti út ef hún hæfist núna, en
einnig hvernig hún verður samkvæmt spá
Fréttablaðsins en við búumst við að KR, Snæ-
fell, Njarðvík og Stjarnan komi til með að bæta
stöðu sína í lokaumferðunum og að norðanliðin
Þór og Tindastóll missi naumlega af úrslita-
keppninni. ooj@frettabladid.is
HVERNIG LÍTUR ÞETTA ÚT?
Ef úrslitakeppnina hæfist núna:
Keflavík-Tindastóll Grindavík-ÍR
KR-Njarðvík Skallagrímur-Snæfell
Spá Fréttablaðsins:
Keflavík-Stjarnan KR-ÍR
Grindavík-Skallagrímur Snæfell-Njarðvík
Þrjár vígstöðvar á lokasprettinum
Það verður hart barist um deildarmeistaratitilinn, fjórða sætið og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina í
lokaumferðum í Iceland Express-deild karla en Fjölnir og Hamar þurfa lítil kraftaverk til þess að bjarga sér.
ÓSAMMÁLA Spennustigið verður mikið í lokaumferð-
unum og þar mun reyna mikið á samskipti dómara og
þjálfara. Hér sjá Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, og
Sigmundur Már Herbertsson eitthvert atvik greinilega
ekki á sama hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Hauka
í kvennaboltanum hafa skipt um
bandaríska leikmanninn sinn fyrir
lokasprettinn í Iceland Express-
deild kvenna, en Kiera Hardy verð-
ur að taka sér hlé frá körfuboltaiðk-
un eftir að hafa fengið heilahristing
í leik gegn Val á dögunum.
Hardy var ekki sjálfri sér lík í
framhaldinu, klikkaði meðal annars
á öllum 14 skotum sínum í seinni
hálfleik í Valsleiknum og klikkaði
síðan á 22 skotum (af 28) í bikarúr-
slitaleiknum á móti Haukum. Þegar
Hardy var sett í frekari skoðun kom
í ljós að hún þyrfti að taka sér
hvíld.
Kiera Hardy var með 26,5 stig og
5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik
í Iceland Express-deildinni, en hún
skoraði samtals 110 þriggja stiga
körfur í leikjunum 22 eða fimm að
meðaltali í leik.
Haukar hafa leitað til Greebu
Barlow um leika með liðinu það sem
eftir lifir tímabilsins. Barlow er 26
ára og 178 cm bakvörður sem
útskrifaðist úr St.Johns skólanum
árið 2006. Hún var með 9,3 stig, 3,1
fráköst og 2,1 stoðsendingu að með-
altali á lokaári sínu í St. Johns-skól-
anum.
Barlow hefur leikið í Púertó Ríkó
og æfði meðal annars með WNBA-
liðinu Los Angeles Sparks í fyrra en
var látin fara 30. apríl eða daginn
áður að undirbúningstímabilið
hófst. - óój
Bandaríkjamaður Hauka þarf að taka sér hvíld eftir
að hafa fengið heilahristing í leik á dögunum:
Hardy er farin heim
FÉKK HEILAHRISTING Kiera Hardy spilar
ekki fleiri leiki með Haukum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
FRJÁLSAR Norðurlandameistara-
mót öldunga fer fram í Laugar-
dalshöllinni um helgina og eru
264 keppendur skráðir til leiks.
Þetta er fjölmennasta innan-
hússmót í frjálsíþróttum sem
fram hefur farið frá upphafi hér
á landi en þar keppa 193 erlendir
keppendur auk 71 Íslendings.
Flestir keppendur eru frá Íslandi
en 69 koma frá Finnlandi, 66 frá
Noregi, 40 frá Svíþjóð og 18 frá
Danmörku.
Keppendum er skipt niður eftir
fimm ára aldursbili, yngsti
aldursflokkur er 35-39 ára og
elstu keppendur eru í aldurs-
flokki karla 90-94 ára, en elsti
keppandi mótsins er Haraldur
Þórðarson en hann verður 92 ára
á þessu ári. Næstelsti keppandinn
kemur frá Finnlandi, en hann er
fæddur 1918 og verður því 90 ára
á þessu ári.
Á mótinu eru keppt í öllum
venjubundnum innanhússgrein-
um, en auk þess er keppt í
lóðkasti og 3.000 metra göngu
sem eru sérstakar greinar á
öldungamótum. - óój
NM öldunga í frjálsum:
Lengi lifir í
gömlum æðum
FRÍÐA MEÐ Fríða Rún Þórðardóttir er ein
af íslensku keppendunum á mótinu en
hún er enn á fullu að keppa.
FRÉTTANBLAÐIÐ/TEITUR
KÖRFUBOLTI Það hefur lítið gengið
í febrúar hjá Magnúsi Þór Gunn-
arssyni, fyrirliða Keflavíkur, í
Iceland Express-deild karla.
Magnús hefur aðeins skorað
5,3 stig að meðaltali í þremur
deildarleikjum liðsins í þessum
mánuði þrátt fyrir að spila 27
mínútur í leik. Það hafa aðeins
fimm af 20 skotum hans og tvö af
fjórum vítum farið rétta leið í
síðustu þremur leikjum og nú er
svo komið að þessi mikla skytta
hefur ekki náð að brjóta tíu stiga
múrinn í fjórum leikjum í röð.
Það er ekki eins og Magnús Þór
sé að leggja til á öðrum vígstöð-
um því þetta er einnig lélegasti
mánuður hans í stoðsendingum
(2,7) og fráköstum (2,7) á þessum
tímabili.
Magnús Þór lék vel fyrir ára-
mót og var þá með 11,8 stig og 5,2
stoðsendingar í leik auk þess að
hitta úr 39 prósentum skota
sinna. Keflvíkingar þurfa á því
að halda að fyrirliðinn komist í
sitt gamla form. - óój
Magnús Þór Gunnarsson fyrirliði Keflavíkur:
Erfiður febrúar