Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 16
16 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt viðauka við sam- gönguáætlun frá 2007 til 2010 sem gerir ráð fyrir gerð jarðganga undir Vaðla- heiði og tvöföldun vegar- kafla á Suðurlandsvegi. Hlakka til að keyra í gegn, segir sveitarstjóri Norður- þings. Framkvæmdir við tvöföldun Suður- landsvegar, frá Litlu kaffistofunni að Hveragerði, og við gerð jarð- ganga undir Vaðlaheiði hefjast á fyrri hluta næsta árs, samkvæmt áætlun sem ríkisstjórnin sam- þykkti á þriðjudag. Kostnaður við framkvæmdirnar báðar er áætlað- ur um tíu til ellefu milljarðar. Kristján Möller samgönguráð- herra og Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra kynntu áformin á blaðamannafundi í ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu í gær. Um 700 milljóna viðbótarfram- lag við samgönguáætlun verður nýtt til vegaframvæmda víðs vegar um landið. Bæði Vaðlaheiðargöngin og tvö- földun Suðurlandsvegar verða í einkaframkvæmd. Kristján sagð- ist á fundinum reikna með því að helmingur kostnaðarins yrði inn- heimtur með veggjöldum. Gert er ráð fyrir því að göngin verði tilbúin þremur árum eftir að framkvæmdir hefjast, það er á fyrri hluta árs 2012. Tvöföldun Suður landsvegar verður lokið í áföngum en hraði skipulagsvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi ræður því hvenær tvöföldun vegarins lýkur. „Það hafa margir barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar í mörg ár og þetta er mikilvægur áfangi í þeirri baráttu, þó að ekki sé farin öll leiðin í þetta skiptið,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Suðurkjördæmis, á blaðamannafundinum í gær. Ásamt ráðherrunum sátu Björgvin og Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Norðausturkjördæmis. „Þetta breytir einfaldlega öllu fyrir okkur og eru gríðarlega mikil og jákvæð tíðindi. Það verður gaman að keyra í gegn,“ sagði Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri í Norðurþingi, um fyrirhug- aða gerð jarðganga undir Vaðla- heiði. „Þetta mun hjálpa okkur að takast á við stór verkefni í lands- hlutanum sem fram undan eru á næstu árum, meðal annars upp- byggingu stóriðju í héraðinu.“ Ragnheiður Hergeirsdóttir, sveitarstjóri Árborgar, segir tvö- földun Suðurlandsvegar vera mikið framfaraskref. Bæjarráð í Árborg fagnaði áformum stjórn- valda með bókun í gærmorgun. „Um tuttugu prósent íbúa hér á svæðinu sækja vinnu eða nám til höfuðborgar innar og svo eru einn- ig margir íbúar á höfuðborgar- svæðinu sem eiga hér sumar- bústaði og sækja þjónustu hingað. Það verður sannkölluð bylting.“ FRÉTTASKÝRING: Samgönguúrbætur Göng og tvöföldun á dagskrá eftir ár „Það er búið að gera umhverfismat fyrir hábrú og það er búið að gera umhverfismat fyrir innri leið, og nú erum við að vinna að umhverfismati fyrir göng,“ sagði Kristján Möller samgönguráðherra í gær, spurður hver staðan væri á undirbúningsvinnu vegna Sunda- brautar. Ákveðið hefur verið að stofna nefnd sem fjallar um umferðar- mál á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur F. Magnússon, Gunnar Birgisson og Lúðvík Geirsson munu sitja í henni, auk þess sem Kristján Möller vonast til þess að geta átt sæti í henni. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn, segir það vera orðið „mjög knýjandi“ að ríkisstjórnin hefjist handa við framkvæmdir vegna Sundabrautar. „Það sem hefur tafið málið er að Vegagerðin hefur haldið inni hinni svokölluðu innri leið en borgaryfirvöld hafa slegið þá hugmynd út af borðinu fyrir sitt leyti. Mikilvægast er að ýta innri leiðinni til hliðar og ráðast í framkvæmdir og flýta allri vinnu eins og mögulega er hægt.“ Þingmennirnir allir sem sátu fyrir svörum á blaða- mannafundinum í ráðherrabústaðnum sögðu umferðar- málin á höfuðborgarsvæðinu flókin og erfiðlega hefði gengið að ýta hugmyndum um Sundabraut í fram- kvæmd. Sögðu þeir augljóst að misjöfn sýn stjórn- málamanna á það hvernig ætti að leggja Sundabraut, frá kjörtímabili til kjörtímabils, hefði hægt á vinnu- ferlinu öllu. Umferðarmál á höfuðborgarsvæðinu: Enn óvissa um Sundabraut ÁFORMIN KYNNT Kristján Möller sést hér kynna áform stjórnvalda í samgöngumálum en stefnt er á miklar framkvæmdir á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu Kynning á n‡ju vorvörunum frá Oroblu í Lyfju, Laugavegi í dag, 14. mars kl. 13-17. Strandavegur Vatnsdalsvegur Skagafjarðarvegur Dagverðareyrarvegur Hörgárdalsvegur Knarrarbergsvegur Illugastaðavegur Bundið slitlag við sveita- bæi á Norðausturlandi Borgarfjarðarvegur Hróarstunguvegur Meðallandsvegur Vallarvegur Þingskálavegur Grafningsvegur efri Leirársveitarvegur Skorradalsvegur Framsveitarvegur Suðurlandsvegur Vaðlaheiðargöng FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is „Ég held að þetta sé mikið framfaraspor,“ segir Ólöf Nordal, þingkona Sjálfstæðis- flokksins og starfandi for maður samgöngunefndar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gegnir formennsku að öllu jöfnu en hún er í fríi fram að mánaðamótum. Hún vildi ekki tjá sig um áform stjórnvalda sem nú hafa verið boðuð. Ólöf sagði samgöngubót- ina líklega til þess að auð- velda atvinnuuppbyggingu. „Samgöngur eru forsendur skilvirkrar atvinnuuppbyggingar. Það er alveg ljóst að göngin í Norðausturkjördæmi eiga eftir að skipta sköp- um þar og ekki síður tvöföldunin.“ Formaður samgöngunefndar: FRAMFARASPOR „Það er áhyggjuefni að borgin sé alltaf skilin út undan þegar kemur að forgangsröðun í samgöngumálum,“ sagði Óskar Bergsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, skömmu eftir að Kristján Möller kynnti áform um tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð Vaðlaheiðar ganga. „Ég hef ítrekað óskað eftir því að Kristján gerði grein fyrir sjálfum sér í málefnum Sundabrautar. Hans afstaða er á reiki og það er slæmt. Hann hefur tiltekið hverja afsökunina á fætur annarri og maður hefur fengið það skýrt á tilfinninguna.“ Óskar Bergsson: BORGIN SKILIN ÚT UNDAN ÁÆTLAÐAR FRAMKVÆMDIR Hér sjást framkvæmdir sem áætlað er að ráðast í á næst- unni, samkvæmt samgöngu- áætlun sem gildir til 2010. Ekki þarf að ráðast í mikla skipulagsvinnu vegna þessara framkvæmda. SAMGÖNGUMÁL Kristján Möller samgönguráðherra segir Vaðla- heiðargöng á Norðausturlandi vera framar í forgangsröðinni en Sundabraut og tvöföldun Suður- landsvegar. Rætt hefur verið um að þessi verkefni verði gerð að veruleika með einkaframkvæmd. „Það liggur fyrir niðurstaða um að framkvæmdin þurfi ekki að fara í umhverfismat auk þess sem skipu- lagsvinnu sveitarfélaga á svæðinu er að mestu lokið. Hin verkefnin eru styttra á veg komin.“ Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir seinagang stjórnvalda með Sundabraut bitna á ökumönnum á hverjum degi. „Það eru fá verk þar sem fag- menn úr öllum áttum eru sammála um ágæti framkvæmdar eins og í tilfelli Sundabrautar. Samt gerist ekki neitt og það er vitanlega ekki gott,“ segir Gísli Gíslason. Faxaflóahafnir hafa sýnt því áhuga að leggja Sundabraut. Eins og greint hefur verið frá í Frétta- blaðinu telja forsvarsmenn Faxa- flóahafna ekki nauðsynlegt að setja framkvæmdina í hefðbundið útboðsferli. Kristján hefur hins vegar talað fyrir nauðsyn þess. Horfir stjórnin einkum til verk- lags Norðmanna við sambærilegar framkvæmdir en þar hafa sam- göngumannvirki, þar á meðal jarð- göng, ekki alltaf verið boðin út heldur framkvæmdin sett í hendur opinberra fyrirtækja sem sjá um rekstur þeirra og gerð. Kristján Möller samgöngu ráðherra lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu 8. desem- ber að útboð væri eina réttláta leiðin þegar kæmi að því að taka ákvörðun um Sundabraut þar sem fleiri en Faxaflóahafnir hefðu sýnt verkinu áhuga. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, segir það miður að Sundabraut sé ekki á dagskrá á þessu ári. „Sundabraut- in er jafn mikið forgangsmál fyrir landsbyggðina eins og höfuðborg- arbúa. Ég hefði frekar kosið að Sundabrautin yrði forgangsverk- efni á þessu ári þar sem þörfin fyrir hana er afar brýn. En von- andi mjakast þessi mál í rétta átt.“ Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig brautin verður lögð en nokkrar tillögur að henni hafa verið teiknaðar upp og lagðar fram. Líklegast er að farin verði sú leið að leggja hluta brautarinnar í göng. magnush@frettabladid.is Vaðlaheiðargöngin framar Sundabraut Samgönguráðherra segir Vaðlaheiðargöng vera framar í forgangsröðinni en Sundabraut og tvöföldun Suðurlandsvegar. Undirbúningur vegna ganganna er lengst á veg kominn. Ekki verður byrjað á gerð Sundabrautar á þessu ári. SUNDABRAUT Enn er deilt um Sundabraut. Ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá sinni að hefja framkvæmd hennar á þessu ári. SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR Vill að Sundabrautin verði að veruleika sem fyrst. KRISTJÁN MÖLL- ER Vaðlaheiðar- göng framar í for- gangsröðinni en Sundabrautin. FRÉTTABLAÐIÐ 3. JANÚAR Fram kom í frétt blaðsins í byrjun árs að Vaðlaheiðargöng væru framar Sundabraut í for- gangi. Samgöngu- ráðherra sagði framsetningu fréttarinnar ranga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.