Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 26
26 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR Staða umhverfis- mála í Kópavogi UMRÆÐAN Umhverfismál Það verður seint sagt að umhverfis- málum sé gert hátt undir höfði í bæjar- stjórn Kópavogs. Umhverfisráð undir forystu Sjálfstæðis- flokksins virðist þar vera upp á punt og þótt reglur geri ráð fyrir að ráðið fundi tvisvar í mánuði hefur það einungis fundað einu sinni frá áramót- um. Þó ber umhverfisráði að fylgjast með gerð skipulags- áætlana og verulegum breyt- ingum á þeim og gefa bæjar- ráði umsögn um þær áður en lokaafgreiðsla fer fram. Eins skal umhverfisráð gefa umsögn áður en veitt er framkvæmda- eða byggingarleyfi í Kópavogi. Allar framkvæmdir í landi Kópavogs, sem stofnað geta í hættu umhverfi í bæjarland- inu, skulu háðar umsögn umhverfisráðs. En þrátt fyrir að skipulags- breytingar í Kópavogi skipti hundruðum á ársgrundvelli er umfjöllun umhverfisráðs í skötulíki. Þannig hafa skipu- lagsbreytingar og meiri háttar ákvarðanir runnið í gegnum bæjarstjórn án umsagnar umhverfisráðs. Ný lönd hafa verið brotin undir byggð í Kópavogi, vatnsverndarmörk verið flutt til og síðast en ekki síst má m.a. nefna að stærstu skipulagsbreyting- ar bæjarins fyrr og síðar, þ.e. byggð í Glaðheimum, hafa runnið í gegn án umsagnar umhverfisráðs bæjarins. En núna nýlega mátti þó sjá til- gangsleysi umhverfisráðs í Kópavogi þegar skipuriti bæjarins var breytt og nýr sviðsstjóri skipu- lags- og umhverfis- sviðs var ráðinn án auglýsing- ar og umsagnar umhverfisráðs. Umhverfissvið er reyndar ekki til í Kópavogi nema þá hugsan- lega í einhverri skúffunni á bæjarskipulaginu. En þegar umhverfisráð loksins fékk málið til umsagnar var búið að samþykkja ráðningu sviðs- stjórans, auglýsa breytt skipu- rit á heimasíðu bæjarins og nýr sviðsstjóri umhverfissviðs hafði þegar tekið til starfa og sat fund umhverfisráðs þegar starfslýsing og hugsanleg ráðn- ing hans var til umfjöllunar! Sorgleg staðreynd því af öllum sveitarfélögum landsins er líklega mikilvægast að Umhverfisráð Kópavogs standi í stykkinu og standi vörð um náttúru bæjarins sem stöðugt víkur fyrir stein- steypu. Höfundur er oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR Bændur á Jökuldal gætu keypt hálfa lóð í Reykjavík UMRÆÐAN Virkjanamál Í Fréttablaðinu 12. mars 2008 er viðtal við upplýsingafull- trúa Landsvirkjunar, Þorstein Hilmarsson, þar sem hann greinir frá því að greiddar hafi verið til landeig- enda við Jökulsá á Dal 250 milljónir og sé þar borguð sú upp- hæð sem fyrirtækið sjálft telji eðlilega og geri ekki ágreining um. Blessaðir bænd- urnir, þessir bústólpar sem virða skal vel samkvæmt Jónasi, áttu hins vegar samkvæmt mats- nefnd að fá um 550 milljónir í sinn hlut. Bændur flestir eru ósáttir við þetta mat og hafa stefnt enda getur allt verðmat verið afstætt og allt að því fáránleg þversögn í því hvers virði hlutirnir eru. Það vill svo til að í sama Frétta- blaði og umrætt viðtal við upp- lýsingafulltrúann birtist er ákveðið verðmat sem hafa má hliðsjón af, því þar er auglýst til sölu 3.630 fm lóð með 35 metra heimkeyrslu og ásett verð er kr. 500 milljónir. Er furða þótt maður setji það í samhengi og í fyrirsögn greinar- stubbs þessa að ef svo ólíklega vildi til að Jökuldælir sameinuð- ust um fjárfestingu þá gætu þeir fyrir greiddar bætur frá Lands- virkjun fyrir ána sína brott- numda, afl hennar og hættu af uppistöðulóni yfir höfði sínu og eignum næstu tíu þúsund ár keypt sér hálfa lóð á höfuð- borgarsvæðinu, að vísu með heim- keyrslu sem þeir fengju þá væntan- lega að hálfu. Framkoma opin- berra aðila gagnvart bændum og eignum þeirra hefur oft verið ámælisverð og þannig að enginn höfuð borgarbúi hefði þurft að sæta slíku. Má til viðbótar ofangreindu nefna nýleg þjóðlendumál sem léku lausum hala þar til Þingey- ingar stöðvuðu ósvinnuna. Undirritaður gætir hagsmuna eiganda jarðarinnar Klaustur- sels á Jökuldal sem hefur alla tíð mótmælt því að áin væri tekin úr landi hans og á óheimilan hátt flutt í önnur héruð án samþykkis hans. Hann hefur gert kröfu á Lands- virkjun, sem tók ána hans gegn vilja hans, að ánni verði aftur skilað í árfarveginn fyrir landi hans. Ella að Landsvirkjun greiddi honum bætur sem mið- uðust við hlut hans í ánni og þá bótakröfu sem haldið var að Landsvirkjun í matsmálinu og síðan kröfu sem tók mið af nýjum líftíma Hálslóns. Auðvitað furða þessar kröfur Landsvirkjun sem ekkert frumkvæði hefur átt í samskiptum við umbjóðanda minn annað en nema ána hans brott gegn vilja hans. Sú orka hins vegar sem tekin er úr afli og falli árinnar fyrir landi umbjóð- anda míns gæti vel dugað stóru netþjónabúi og miðað við brott- námstíma árinnar væri kostnað- ur frumorkuþáttarins það lítill að fjöldi aðila legði mikið á sig til að fá þau viðskipti. Menn verða nefnilega að sjá samhengi hlut- anna, því verið er að borga fyrir hækkandi orku inn í ófyrirséða og langa framtíð. Umbjóðandi minn hefur eins og áður segir krafist þess að ánni sé skilað og jafnframt bannað Landsvirkjun að hleypa henni, eftir þörfum Landsvirkjunar, á land hans. Landsvirkjun getur sem best leyst þann vatnsflutn- ing eftir öðrum leiðum, ef þeir telja sig ekkert þurfa að semja við umbjóðanda minn frekar en hingað til. Hugsanlega flytja þeir yfirfallsvatnið í tankbílum niður fyrir land Klaustursels eða til sjávar, það er þeirra mál. Hvað sem öllu þessu líður óska ég bændum á Jökuldal velfarn- aðar í sauðburði og því að rétta hlut sinn vegna gríðarlegra eigna sinna gagnvart Landsvirkjun um leið og ég hvet ríkisstjórnina til að hafa gott eftirlit með þessu fyrirtæki landsmanna allra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON Framkoma opinberra aðila gagnvart bændum og eignum þeirra hefur oft verið ámælis- verð og þannig að enginn höfuðborgarbúi hefði þurft að sæta slíku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.