Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 36
fatastíllinn Berglind Ómarsdóttir, hönnuður og klæðskeri 6 • FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 Berglind Ómarsdóttir rekur fyrir- tækið Kjóll og klæði en hún var valin klæðskeri ársins árið 2007. Hún hefur líflegan og fallegan fatasmekk en um þessar mundir er hún önnum kafin við að sauma brúðarkjóla fyrir sumarið. Ertu mikið fatafrík? „Mér finnst rosa gaman að fara í ný föt og þá sérstak- lega eitthvað sem ég geri sjálf og er ánægð með. Ég fylgist líka mikið með hvað er í gangi í tískunni en ætli það fari ekki eftir því hvernig þú skil- greinir fatafrík hvort ég er það eða ekki.“ Hvernig er þinn fatastíll? „Hann er breytilegur eftir árstíð- um, skapi og tilefni. Dags- daglega er hann frek- ar einfaldur og þægileg- ur. Fyrir fínni tækifæri finnst mér gaman að klæðast fötum eftir mig sjálfa en ég get ekki skil- greint það í einhvern einn stíl.“ Hverju fellur þú alltaf fyrir? „Ég er veik fyrir flottum efnum og fallegum formum í fötum. Kápur og jakkar heilla mig líka oft.“ Uppáhaldslitapall- ettan? „Svart og rautt er mikið hjá mér sjálfri núna.“ Uppáhaldshönn- uður? „Ég á engan sérstakan upp- áhaldshönnuð. Öll flott hönnun er í uppáhaldi alveg sama hvaðan hún kemur en það eru ótrúlega marg- ir að gera mjög flotta hluti bæði hér innanlands og utan. En Vivian West- wood kemur fyrst í hugann ef ég þarf að nefna einhvern.“ Uppáhaldsverslun? „Urban Outfitters finnst mér skemmtileg.“ Mestu tískumistökin? „Ég fékk blað um daginn með 60 ára sögu Dior og var ein- hvern veginn allt flott nema Duran Duran-tímabilið þar sem ég var í essinu mínu. Þannig að ætli 80’s séu ekki mestu tískumistökin horft til baka þótt þetta hafi þótt flott á þeim tíma.“ Verstu kaup sem þú hefur gert? „Átti það til að kaupa of oft skó sem pössuðu ekki, get ekki nefnt nein sérstök pör en þau voru nokkur. Þannig að mín verstu kaup eru of litl- ir skór.“ Bestu kaup sem þú hefur gert? „Fyrsta saumavélin mín sem ég keypti fyrir fermingarpeningana mína.“ Hvert myndir þú fara í verslunarferð? „Mig dreymir um ferð til New York.“ Veik fyrir flottum efnum og fallegum formum 1 Hárskrautið er frá Helgu Rún Pálsdóttur hattagerðarkonu. Mjög hentugt þegar hárið er ekki að gera sig. 2 Þessa peysu keypti ég í Urban Outfitters í í Kaupmannahöfn. 3 Kjóllinn er úr Urban Outfitters í Kaliforníu. Ég nota hann við skemmtileg tæki- færi, er í leggings við. 4 Berglind í eigin hönnun. Þennan kjól gerði ég fyrir árlegt partí hjá Óla Bogga vini mínum en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.