Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 81
FÖSTUDAGUR 14. mars 2008 45 A-LANDSLIÐ KARLA Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Lubbecke Hreiðar Guðmundsson Sävehof Björgvin Páll Gústavsson Fram Aðrir leikmenn: Alexander Petersson Flensburg Andri Stefan Haukar Arnór Atlason FCK Ásgeir Örn Hallgrímsson GOG Bjarni Fritzson St. Raphael Einar Hólmgeirsson Flensburg Guðjón Valur Sigurðsson Gummersb. Hannes Jón Jónsson Fredericia Logi Geirsson Lemgo Ólafur Stefánsson Ciudad Real Róbert Gunnarsson Gummersbach Sigfús Sigurðsson Ademar Leon Sigurbergur Sveinsson Haukar Snorri Steinn Guðjónsson GOG Sturla Ásgeirsson Aarhus Sverre Jakobsson Gummersbach Vignir Svavarsson Skjern HANDBOLTI HSÍ hélt blaðamanna- fund í gær þar sem verkefni yngri landsliða og kvennalandsliðsins um páskana voru kynnt. Við sama tækifæri var fyrsti landsliðshóp- ur Guðmundur Guðmundssonar landsliðsþjálfara kynntur en til stóð að leika við Norðmenn um páskana. Af þeim leikjum verður ekki því Guðmundur vill frekar æfa stíft um páskana en spila leiki. Að sögn HSÍ vildu Norðmenn koma snemma í næstu viku í stað þess að koma nær páskum og það hugn- aðist landsliðsþjálfaranum ekki. Hann vildi ekki æfa tvisvar, spila svo og halda áfram að æfa. Hann vildi frekar nýta tímann til þess að æfa þær breytingar sem hann ætlar að innleiða hjá liðinu. Norðmenn urðu fokillir út í HSÍ í byrjun ársins þegar sambandið sendi B-lið til leiks á Posten Cup. Gunnar Pettersen, landsliðsþjálf- ari Norðmanna, sparaði ekki stóru orðin í garð HSÍ. Orðrómur hafði verið um að Norðmenn ætluðu að svara fyrir sig með því að senda B-lið, eða lélegra lið, til leiks en formaður HSÍ segir ekkert slíkt hafa verið upp á teningnum. „Þeir höfðu ekki nefnt neitt slíkt,“ sagði Guðmundur Ingvars- son, formaður HSÍ, en hann gat ekki staðfest hvaða daga Norð- menn hefðu viljað koma til lands- ins. Hann gat einungis sagt að það hefði verið í upphafi næstu viku. Hann sagði enn fremur að Norð- menn hefðu tekið því ágætlega að Ísland hefði afþakkað leikina. Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að prófa ýmsa nýja hluti á æfingun- um um páskana og þar á meðal nýjan varnarleik. „Ég hef áhuga á að prófa 3/2/1 vörn en það er ekki þar með sagt að ég ætli að nota hana. Með því að spila þá vörn komumst við betur út í skytturnar til að mynda,“ sagði Guðmundur en 6/0 vörnin, sem er oftast notuð, virkaði ekki vel í Noregi og svo er það staðreynd að markverðir Íslands ráða ákaflega illa við langskot. „Við munum einnig gera breyt- ingar á hraðaupphlaupum sem og áherslum í sókninni. Það er mjög eðlilegt að nýjum manni fylgi nýjar áherslur. Að stærstu leyti munum við samt spila svipaðan leik og liðið hefur verið að spila. Við Alfreð höfum svipaðar hug- myndir um handbolta og svo er enn margt í gangi frá þeim tíma þegar ég þjálfaði liðið síðast,“ sagði Guðmundur. - hbg Guðmundur vill frekar æfa en spila handbolta: Engir landsleikir hjá strákunum um páskana HRESSIR Það fór vel á með nýja landsliðsþjálfarateyminu – Guðmundi Guðmunds- syni og Óskari Bjarna Óskarssyni – á blaðamannafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 25.000kr. bensínkort Síðustu sleðarnir á páskatilboði Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is 75.000kr. fatnaður og aukahlutir Páskatilboð Mótormax á síðustu 2008 vélsleðunum er ávísun upp á 75.000 kr. í fatnaði og fylgihlutum og frítt bensín fyrir 25.000 kr. Láttu drauminn rætast núna, fáðu þér t.d. þennan magnaða Ski-doo Summit 146 og við hjá Mótormax gefum þér kaupauka upp á 100.000 kr. Gúmmívinnslan á Akureyri tók nýverið yfir allan rekstur Alorku í Reykjavík, sem er ört vaxandi fyrir- tæki sem hefur sérhæft sig í sölu á hjólbörðum og flutningatækjum. Í kjölfarið var ákveðið að sameina alla hjólbarðasölu og hjólbarðaþjónustu félagsins undir nafni og vörumerki Alorku. Með þessum breytingum verður til eitt öflugasta félag landsins á sviði hjólbarðaþjónustu. Alorka er með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og býður breiða vörulínu af hjólbörðum fyrir flestar gerðir farartækja. Hjólbarðaverkstæði Alorku að Rétt- arhvammi 1 á Akureyri og Tangarhöfða 15 í Reykja- vík hafa á að skipa traustum fagmönnum með mikla reynslu. Gúmmívinnslan verður áfram í fullum rekstri en mun fyrst og fremst sjá um framleiðslu á sóluðum hjól- börðum og ýmsum vörum úr endurunnu gúmmíi. Þessar breytingar gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu og meira vöruúrval á samkeppnishæfu verði. Þannig viljum við styrkja tengsl okkar við núverandi viðskiptavini ásamt því sem við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna í hópinn. Réttarhvammi 1 • Akureyri • Sími 464 7900 Tangarhöfða 15 • Reykjavík • Sími 577 3080 Vagnhöfða 6 • Reykjavík • Sími 577 3080 www.alorka.is Alorka er nafnið á sameinuðum félögum Gúmmívinnslunnar og Alorku á sviði hjólbarðaþjónustu Alorka er umboðsaðili á Íslandi fyrir: HANDBOLTI Stjarnan vann stórsigur á Aftureldingu í gær, 34-25. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og leik- urinn var í járnum framan af. Stjörnumenn höfðu þó ávallt yfir- höndina og héldu Mosfellingum í seilingarfjarlægð. Undir lok hálf- leiksins bættu Garðbæingar í og juku muninn smátt og smátt og munurinn í hálfleik var 5 mörk, 16-11 fyrir Stjörnuna. Vilhjálmur Halldórsson fór mik- inn í liði Stjörnunnar í fyrri hálf- leik og skoraði nærri helming marka þeirra. Seinni hálfleikur hófst svo líkt og sá fyrri endaði. Stjörnumenn mættu mun grimm- ari til leiks. Þeir skoruðu hvert markið á fætu öðru og náðu mest ellefu marka forskoti. Mosfellingar fóru illa að ráði sínu á þessum kafla og misnotuðu meðal annars hraðaupphlaup og vítakost á mikilvægum augnablik- um. Lokatölur voru 34-25 og Heimir Örn Árnason, leikmaður Stjörnunnar, var sáttur í lok leiks- ins. „Við ákváðum bara að mæta afslappaðir til leiks og gleyma þeim leikjum sem hafa verið að fara illa undanfarið. Það tókst og vörnin og markvarslan var góð í þessum leik og þá kemur þetta oft- ast. Aftureldingarliðið er í krísu eins og við höfum verið og það brotnaði við mótlætið,“ sagði Heimir, sem átti stórleik í liði Stjörnunnar. - sjj Lið Aftureldingar var algjörlega heillum horfið er það mætti í Garðabæinn í gær: Öruggt og þægilegt hjá Stjörnumönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.