Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 74
38 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Síðasta laugardagskvöld komu saman á Grand Rokki nokkrir þátttakendur úr íslensku pönkbylgjunni (Kópavogsbíósenunni) og spiluðu erlend pönklög sem höfðu áhrif á og mótuðu smekk þeirra fyrir tæpum þrjátíu árum. Hugmyndin mæltist greinilega vel fyrir því það var fullt út úr dyrum allt kvöldið og mikil stemning. Fræbbblarnir hafa verið duglegastir að halda nafni íslenska pönksins á lofti undanfarin ár og eins og áður voru þeir í stóru hlutverki þetta kvöld. Ekki bara núverandi meðlimir heldur líka Ríkharður og Þorsteinn sem voru í sveitinni 1978-1979. Auk þeirra komu fram þeir Árni Daníel sem var söngvari og saxófónleikari þeirrar gleymdu en frábæru sveitar Snillinganna, Óskar Þórisson söngvari Taugadeildarinnar, Gummi trommari úr Tappa tíkarrassi og Kommi Q4U trommari auk þess sem Heiðu í Unun var kippt upp á svið til að syngja Blondie-lagið Denis með Iðunni Fræbbblasöngkonu. Dagskráin var ekkert slor. Fjörutíu lög með hljómsveitum eins og Sex Pistols, The Clash, Ramones, The Jam, Stiff Little Fingers, Undertones, Buzzcocks o.fl. Nostalgían er eitt af því sem knýr tónlistaráhuga margra og tribjút og endurkomusamkomur af ýmsum toga eru haldnar úti um allan bæ. Þessi heppnaðist sérstaklega vel – það var meira að segja bjögun í hljóðkerfinu í fyrstu lögunum rétt eins og í denn. Meðal hápunkta má nefna Stranglers-lagið 5 Minutes, Jam-lagið Down in the Tube Station at Midnight, Buzzcocks-lagið Ever Fallen in Love og Undertones-slagarann Teenage Kicks sem Óskar söng bæði og Public Image sem Árni Daníel söng af engu minni æsingi heldur en þegar Snillingarnir tóku það í Kópavogsbíói 1979... Árni er hörku pönksöngvari. Jafnvígur á John Lydon og Joe Strummer og mjög vannýttur, enda missti rokkið hann í sagnfræði- grúsk. Enn einn hápunkturinn var flutningurinn á Television-laginu Marquee Moon. Þá frekar flóknu lagasmíð tókst að flytja aðallega vegna lipurs gítarleiks Ríkharðs. Frábær kvöldstund og meira pönk á næsta ári... Einu sinni pönkari... ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON Í miklu stuði á pönktónleikum á Grand Rokki um síðustu helgi. Forsprakki Pavement, sjálf- ur Stephen Malkmus, er hvergi nærri af baki dottinn en fyrir stuttu sendi hann frá sér sína fjórðu eiginlegu sólóskífu. Steinþór Helgi Arnsteinsson virti fyrir sér nýju plötuna, Real Emotion- al Trash. Meistari Stephen Malkmus er flest- um tónlistarnördum að góðu kunn- ur. Þekktastur er Malkmus að sjálf- sögðu sem aðalmaðurinn í hinni stórmerkilegu og gríðarlega áhrifa- miklu hljómsveit Pavement. Sveit- in lagði óformlega upp laupana árið 1999 en arfleifð hennar lifir svo sannarlega áfram. Ný sveit verður til Strax tveimur árum seinna kom út fyrsta plata Malkmus eftir Pavem- ent. Hann hafði þá sett saman nýja hljómsveit sem kallaðist The Jicks. Plötufyrirtæki Malkmus, Matador, sem einnig gaf út allar plötur Pave- ment, fékk Malkmus hins vegar til þess að láta plötuna einfaldlega heita Stephen Malkmus. The Jicks fékk svo að vera titluð með á næstu plötu, Pig Lib, sem kom út árið 2003. Síðasta plata Malkmus kom svo út árið 2005 og hét Face the Truth. Föngulegur liðsstyrkur The Jicks fær nú í annað sinn að vera titluð með Malkmus. Sveitin hefur að mestu verið skipuð sömu einstaklingunum frá stofnun hennar. Stór breyting varð hins vegar á The Jicks fyrir upptöku Real Emotional Trash en trommu- leikarinn John Moen kvaddi sveit- ina og gekk til liðs við The December- ists. Í staðinn fékk The Jicks enga aðra en Janet Weiss, trommara hljómsveitanna Quasi og Sleater- Kinney (sem er því miður komin í ótímabundið hlé). Lágstemmdur djammþungi Face the Truth hafði Malkmus nær eingöngu gert sjálfur heima í kjall- aranum en að þessu sinni sneri hann aftur í hljóðverið. Meiri djamm- bragur ríkir því augljóslega á Real Emotional Trash. Á MySpace-síðu Malkmus gefur lýsing plötunnar til kynna að hún sé „vísvitandi lág- stemmd og þung“. Reyndar gæti þessi lýsing átt vel við flestallar plötur sem Malkmus hefur komið nálægt. Hvernig á reyndar maður eins og Malkmus (þótt mikill snill- ingur sé) að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans eftir að hafa verið í Pavement? Er fortíðin of stór biti? Allar fyrri plötur Malkmus hafa líka liðið fyrir þennan (oft óþol- andi) Pavement-samanburð. Erfitt getur verið að slíta sig frá fortíð- inni en Malkmus virðist semja ágætlega við hana. Þrátt fyrir að nýja platan standist ekki þennan samanburð fortíðarinnar finnst manni samt eins og hér sé að mót- ast eitthvað sem gæti seinna orðið stórfenglegra. Innkoma Weiss hefur greinlega haft áhrif. Gagnrýnendur missáttir En tími Malkmus er brátt á þrot- um. Svo virðist sem jafnvel hörð- ustu aðdáendur Malkmus séu að missa trúna á honum. Þannig gefur Pitchfork nýju plötunni „aðeins“ 6,8 í einkunn (meðalein- kunn fyrri platna Malkmus og Pavement hjá sama miðli er 9,1). All Music og Rolling Stone eru hins vegar glaðbeittari og eru aðeins hálfri stjörnu frá því að gefa fullt hús. Framhjá snilldar- augnablikum plötunnar má alla- vega ekki líta og þau eru alls ekki svo fá. Malkmus enn í fullu fjöri STEPHEN MALKMUS & THE JICKS Forsprakki Pavement heldur áfram ferli sínum með nýrri hljómsveit. > Plata vikunnar Borkó - Celebrating Life ★★★★ „Þó að það sé margt sem minnir á krúttsveitir eins og múm og Benna Hemm Hemm hjá Borkó hefur tónlist hans alveg sín sér- kenni líka. Hún er margþætt en líka melódísk og poppuð. Fyrsta snilldarplata ársins.“ TJ > Í SPILARANUM Morðingjarnir - Áfram Ísland! Hercules and Love Affair - Hercules and Love Affair The Ruby Suns - Sea Lion Destroyer - Trouble In Dreams Plants And Animals - Parc Avenue PLANTS AND ANIMALS Hljómsveitin Gus Gus hefur hafið upp- tökur á sinni sjöttu hljóðversplötu. Fyrsta smáskífan er væntanleg í júlí en platan sjálf í haust. Síð- asta plata Gus Gus, Forever, kom út á síðasta ári og var hún sú fyrsta frá henni í fimm ár. Þess vegna koma tíðindin um nýju plötuna tölu- vert á óvart. „Við erum bara í svo miklu stuði,“ segir Stephan Stephensen úr Gus Gus. „Við erum þegar byrjuð að bóka „festivöl“ og síðan verður stór túr í haust sem verður vonandi farinn um allan heim.“ Gus Gus fékk tvær tilnefn- ingar til Íslensku tónlistar- verðlaunanna sem verða afhent á næstunni og er Stephan sann- færður um að sveitin fái verðlaun. „Það verður gaman að sjá hversu spillingin er mikil hjá tónlistarmaf- íunni,“ segir hann og hlær. Er sveitin tilnefnd sem besti flytjandinn og fyrir bestu söngkonuna, Urði Hákonar- dóttur. - fb Gus Gus tekur upp STEPHAN STEPHENSEN Stephan og félagar í Gus Gus eru að vinna að splunkunýrri plötu. Á Akureyri er Kimi Records starfrækt. Útgáfan setti mark á jólaplötumarkaðinn í fyrra, meðal annars með plötum Hjaltalín og Hellvar, og í gær komu út tvær nýjar plötur á hennar vegum: fyrsta plata Borkos og önnur plata Morðingjanna, Áfram Ísland! Fyrsta platan þeirra, Í götunni minni, kom út árið 2006. Morðingjarnir eru þrír og spila partívænt groddapönk. Þeir fara víða í áhrifum sínum, sumt minnir á Dead Kennedys, annað á Fræbbblanna, sumt er undir áhrifum frá nýpönki Green Day. Á nýju plötunni er meðal annars sungið um eiturlyfjafíkla og hvítt rusl. Morðingjarnir ætla að fylgja nýju plötunni stíft eftir á næstunni. Þeir spila í Húsinu á Akureyri í kvöld og verða svo á Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Morðingjar syngja um eiturlyfjafíkla ÁFRAM ÍSLAND! MEIRA PÖNK! Morðingjarnir eru á Akureyri í kvöld. HERCULES AND LOVE AFFAIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.