Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 34
4 • FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 F elix Bergsson verður kynnir á íslensku tónlist- arverðlaununum sem fram fara í Borgarleik- húsinu á þriðjudaginn. Þetta er þriðja árið í röð sem Felix er kynnir á hátíðinni og henni verð- ur að vanda sjónvarpað í beinni á Rúv. Felix hefur verið á faraldsfæti síðustu mánuðina og er nýkom- inn heim. „Ferðalögin tengjast því að Baldur Þórhallsson maðurinn minn er í rannsóknarleyfi frá Háskóla Ís- lands og hefur notað tækifærið til að halda fyrir- lestra og sitja ráðstefnur úti um allan heim,“ segir Felix. „Ég fer með og hef unnið efni í hverju landi fyrir þáttinn okkar Guðrúnar Gunnars á Rás 2.“ Felix og Baldur hafa farið víða. „Við vorum í Lond- on og París í janúar og ég var í beinni frá franska ríkisútvarpinu. Það var mjög gaman að kynnast því batteríi. Svo fórum við mikla ferð til Mið- og Suður- Ameríku. Heimsóttum Venesúela, Kostaríka og eyj- una Trínidad. Þetta eru fátæk lönd og gífurlega mikil misskipting. Hugo Chavez er náttúrulega að gera allt vitlaust í Venesúela. Það var hálfgert sjokk að koma þarna; spjöld af honum úti um alla borg og nú er hann að hóta stríði við Kólumbíu til að reyna að auka vinsældir sínar. Það reyndi mjög á sósíalíska genið í manni að vera þarna.“ Felix er spenntur fyrir Íslensku tólistarverðlaun- unum. „Maður er alltaf jafn gáttaður þegar litið er yfir útnefningarnar og maður sér hvers lags veisla íslenskt tónlistarlíf er,“ segir hann. Daginn eftir afhendingu tónlistarverðlaunanna þýtur Felix svo af landi brott og nú til Kína. „Ég hef aldrei komið þangað áður og hlakka mikið til. Við ætlum til Xian, Shanghæ og Peking þar sem Bald- ur situr ráðstefnu. Þetta verður mikið ævintýri og ég leyfi hlustendum Rásar 2 að fylgjast með. Jafnvel í beinni frá Kína.“ Felix Bergsson snýr aftur úr löngu ferðalagi Kynnir á faraldsfæti Felix Bergsson slappar af á ströndinni í Trínidad. „David Oldfield ljósmyndari hafði samband við mig og bað mig um aðstoða sig við að taka myndir af íslenskum stelpum fyrir Ameríska Marie Claire,“ upplýsir Dröfn Ösp Snorradóttir, verkefnastjóri hjá auglýsingastofunni Fítón, en David sem er breskur tískuljósmyndari er kunningi hennar. „Í hverju tölu- blaði tímaritsins er myndaþátt- ur sem heitir „Beauty around the world“ en myndirnar sem David tók eru fyrir þann hluta blaðs- ins. David hefur oft myndað fyrir Marie Claire og önnur tískutíma- rit en hann er búsettur hér á landi þar sem hann á íslenska kærustu,“ segir Dröfn. David ræddi hug- mynd sína við hana fyrst fyrir um ári en lét nú verða af því að fram- kvæma hana. „Við fórum í bæinn og völdum 20 stelpur af handahófi á aldrinum 18-35 ára. Þetta voru þó engar lufsur í flíspeysum og sandölum heldur flottar íslensk- ar stelpur sem okkur fannst á ein- hvern hátt endurspegla íslenska tísku og það sem er í gangi hér,“ segir Dröfn og bætir því við að það hafi verið lítið mál að fá konurn- ar til að vera með í myndatökunni um leið og nafn tímaritsins Marie Claire var nefnt á nafn. „Af þess- um tuttugu konum velur David tíu myndir til að senda út og síðan velur ritstjórn Marie Claire þær myndir sem að verða birtar í blað- inu en líklegast verður þetta birt í blaðinu sem kemur út í júní,“ segir Dröfn að lokum. Íslenskar konur í Marie Claire Dröfn Ösp Snorradóttir Bókin Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali er komin út í kilju. Sagan er sjálfævisaga Ayaan sem flúði kúgun og harðræði í Sómalíu en hún er ævintýri líkust. Henni tókst að breyta veröldinni með hugrekki sínu. Bókin hefur hlotið mikið lof. Ef þú ert ekki búin/n að lesa hana skaltu gera það um helgina. Skyldulesning fyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.