Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 14. mars 2008 25 Svokallaðar „fréttir“ fjölmiðla snúast oft ekki um annað en það sem allir vissu fyrir en er matreitt eins og ný tíðindi séu á ferð. Í þessari viku kom þannig frétt í íslenska fjölmiðla. Vitnað var í skýrslu Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, um skattkerfisbreytingar í aðildar- ríkjum stofnunarinnar og kom þar fram að Ísland er öðruvísi en flestöll aðildarríki stofnunar- innar að því leyti að á tímabilinu 2000 til 2006 komu skattkerfis- breytingar einkum hinum tekju- hærri til góða. Á mannamáli merkir þetta að aðrar ríkis- stjórnir hafa að jafnaði reynt að lækka álögur á fátæklinga en stjórnvöld á Íslandi hafa hyglað efnamönnum á kostnað þeirra sem hafa úr minna að spila. Í sjónvarpsfréttum á miðviku- dag var svo viðtal við fyrrver- andi ríkisskattstjóra sem setti fram þá tillögu að ráðamenn Íslands hefðu ekki ætlað sér að skattpína fátæklinga heldur hefðu þeir ekki séð fyrir hvaða afleiðingar breytingar á skatt- kerfinu myndu hafa. Með öðrum orðum þá hækkuðu stjórnvöld óvart skatta á fátækt fólk en lækkuðu samtímis skatta á auð- menn! Þetta er frumleg kenning en gengur ekki alveg upp. Af ein- hverjum ástæðum sáu nefnilega margir aðrir hvað var að gerast og það var t.d. leiðarstef í skrif- um stjórnarandstöðunnar að nákvæmlega þetta væri að eiga sér stað. „Í reynd hafa skattarnir þó ekki lækkað heldur hefur skattbyrðin flust til, frá hærri tekjum yfir á þær lægri“ sagði t.d. Steingrímur J. Sigfússon á sínum tíma (sjá Við öll. Íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum, bls. 36). Ef tilgáta skattstjórans er rétt og ráðherrarnir vissu ekki hvað þeir voru að gera þá voru þeir nánast einir um það. Virkjað óvart? Núna í vikunni var einnig gefið út framkvæmdaleyfi vegna álvers- framkvæmda í Helguvík. Raunar kærði Landvernd álit Skipulags- stofnunar um umhverfisáhrif álvers í Helguvík til umhverfis- ráðherra fyrir fimm mánuðum, en ráðherra virðist hafa gleymt að úrskurða um kæruna þrátt fyrir að hafa haft til þess tveggja mán- aða frest. Kæra Landverndar byggði á þeirri eðlilegu forsendu að umhverfisáhrif álversins, virkjana og flutningsleiða raf- magnsins yrði að meta heildstætt en álit Skipulagsstofnunar tekur aðeins til álversins. Formanni Land verndar finnst þetta ekki boðleg stjórnsýsla og þarf sú skoð- un ekki að koma á óvart. Miðað við þann gríðarlega fjölda sem gegnir ráðherraembætti á Íslandi og er samkvæmt nýjustu mælingum „Ráðherra púlsins“ stöðugt í fjölmiðlum að vekja á sér athygli er auðvitað sérkennilegt að ráðherrar skuli ekki finna neinn tíma til að vinna vinnuna sína. Sú kostulega staða gæti nú komið upp að óvart verði virkjað í Helguvík vegna þess að umverfisráðherra svaf á verðinum. Hugtakið „ráðherra ábyrgð“ er óðum að öðl- ast nýja merkingu á Íslandi. Engin tengsl Í veruleika fjölmiðlanna er sífellt verið að koma fólki á óvart. Ríkis- útvarpið var t.d. núna í vikunni með „frétt“ um að engin tengsl væru á milli fyrrverandi stjórn- valda í Írak og hryðjuverka- samtakanna al-Kaída. Vitnað er í sérfræðinga í Pentagon, varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna, en skv. frétt Ríkisútvarpsins komu þeir „víða við í rannsókn sinni og eyddu mörgum árum í könnun gagna“. Þetta vissi raunar öll heimsbyggðin fyrir fimm árum – en örfáir valda- miklir einstaklingar héldu hinu gagnstæða fram. Lygin hafði það yfirlýsta markmið að réttlæta blóðugt stríð sem ekki sér fyrir endann á. Ef fjölmiðlar hefðu ekki gert málstað lygaranna jafn hátt undir höfði og þeir gerðu fyrir fimm árum þá væri engin þörf á þessari frétt í dag. Undan- farin fimm ár hafa hins vegar hundruð þúsunda, ef ekki millj- ónir, Íraka þurft að gjalda fyrir þessa lygi með lífinu. Tengslaleysi ráðamanna í Írak við hryðjuverkasamtök er ekki jafn alvarleg staðreynd og tengslaleysi fjölmiðla við veru- leikann. Það getur nefnilega verið dauðans alvara að láta valdamenn komast upp með að hagræða sannleikanum og láta þá aldrei standa fyrir máli sínu. Hér á Íslandi hafa stjórnvöld komist upp með að auka skatt- byrði fátæklinga og hrúga upp stórvirkjunum sem þau bera þó í rauninni enga ábyrgð á. Erlendis bera gagnrýnislausir fjölmiðlar beinlínis ábyrgð á mannslífum með því að leyfa ráðamönnum í lýðræðisríkjum að taka ólýð- ræðis legar ákvarðanir og koma af stað blóðbaði í fjarlægum heimshlutum. Mörgum árum síðar birtast svo litlu fréttirnar sem staðfesta það sem alltaf lá fyrir en þá er það líka mörgum árum of seint. Allt í misgripum SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Mistök Sú kostulega staða gæti nú komið upp að óvart verði virkjað í Helguvík vegna þess að umverfisráðherra svaf á verðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.